„Allar takmarkanir eru til skoðunar í afléttingu. Það kemur allt greina þannig séð. Það er ekki búið að klára það mál og við erum að fylgjast með,“ sagði Þórólfur aðspurður hvort möguleiki væri að heimila íþróttir fullorðinna á nýjan leik.
Átti að leggja til ákveðnar tilslakanir á vissum sviðum en eftir uppgang kórónuveirunnar er ljóst að svo verður ekki að svo stöddu. Þá vildi sóttvarnarlæknir ekki tjá sig um útfærslur á einstaka tillögum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um æfingar íþróttafélaga hér á landi og er talið ósanngjarnt að setja afreksíþróttir undir sama hatt og almenna hreyfingu þar sem ekki er hægt að gæta að sóttvörnum á sama hátt. Runólfur Pálsson ræðir það til að mynda í viðtali sem birt var í Sportpakka Stöðvar 2 nýverið.
Viðtalið má lesa og eða hlusta á í heild sinni í tenglinum hér að ofan.