Sprenging í útflutningi á íslenskum hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. nóvember 2020 19:45 Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarlæk að störfum en hann var nýlega seldur úr landi til Danmerkur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjaldan eða aldrei hafa eins margir íslenskir hestar verið seldir úr landi eins og það sem af er árinu 2020. Vinsælir stóðhestar eru meðal hesta, sem hafa verið seldir eins og Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. Sprengingin hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Gunnar Arnarsson á Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og fjölskylda hans er með eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa séð um útflutning á íslenska hestinum síðustu ár. Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá fjölskyldunni eins og í ár því það er stöðugt verið að fljúga með söluhesta til útlanda, hryssur, geldinga og stóðhesta. „Já, það er búið að ganga ótrúlega vel í ár miðað við það hvers mátti vænta í byrjun ársins þegar allar brýr virtust vera að lokast og á tímabili héldum við að umferð með hestabíla um Evrópu og flug og annað myndi stoppa og var tæpt um tíma en svo hefur ræst ótrúlega vel úr þessu og búin að vera ótrúlega góð sala,“ segir Gunnar. Gunnar Arnarsson, hrossaútflytjandi, sem segir framtíðina bjarta með sölu á íslenska hestinum til útlanda en met sala hefur verið það sem af er árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvort það er sprenging veit ég ekki, en það er allavega mjög drjúg aukning og það er jákvætt, það gætu farið um tvö þúsund hestar út þetta árið, sem er mjög gott,“ bætir Gunnar við. Hug þarf vel að hestunum áður en þeir fara upp í flugvél og fljúga til nýrra heimkynna. Læknisskoðun fer fram og fylla þarf út allskonar pappíra. Hann segist að flestir hestarnir fari til Danmörku, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs og gott verð fáist yfirleitt fyrir þá. „Menn eru ekki bara að leita af hundum og köttum, þessi frábæri íslenski hestur hefur mikið aðdráttarafl og hann er inn í dag,“ segir Gunnar alsæll með sölun Frægir stóðhestar voru nýlega seldir úr landi en það voru þeir Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. En eigum við að vera að flytja út svona flotta stóðhesta? „Já, ég segi það, þetta bara stækkar Íslandshestaheiminn. Það er ekkert yndi að vera með ómögulegan hest, sem ekki veitir ánægju, hann selur engan hest í viðbót, þanni að ég lít þetta mjög jákvæðum augum,“ segir Gunnar um leið og hann bætir því við að árið 2021 leggist mjög vel í sig varðandi frekari sölu á hestum til ýmissa nágrannalanda okkar. Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi, sem sér um útflutning á hrossum og þar er meira en nóg að gera í sölu á hrossum og við að koma þeim úr landi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Sprengingin hefur orðið á útflutningi íslenskra hesta það sem af er ári en reiknað með að í árslok verði búið að selja um tvö þúsund hross til útlanda. Gunnar Arnarsson á Auðsholtshjáleigu í Ölfusi og fjölskylda hans er með eitt af þeim fyrirtækjum, sem hafa séð um útflutning á íslenska hestinum síðustu ár. Það hefur sjaldan eða aldrei verið eins mikið að gera hjá fjölskyldunni eins og í ár því það er stöðugt verið að fljúga með söluhesta til útlanda, hryssur, geldinga og stóðhesta. „Já, það er búið að ganga ótrúlega vel í ár miðað við það hvers mátti vænta í byrjun ársins þegar allar brýr virtust vera að lokast og á tímabili héldum við að umferð með hestabíla um Evrópu og flug og annað myndi stoppa og var tæpt um tíma en svo hefur ræst ótrúlega vel úr þessu og búin að vera ótrúlega góð sala,“ segir Gunnar. Gunnar Arnarsson, hrossaútflytjandi, sem segir framtíðina bjarta með sölu á íslenska hestinum til útlanda en met sala hefur verið það sem af er árinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvort það er sprenging veit ég ekki, en það er allavega mjög drjúg aukning og það er jákvætt, það gætu farið um tvö þúsund hestar út þetta árið, sem er mjög gott,“ bætir Gunnar við. Hug þarf vel að hestunum áður en þeir fara upp í flugvél og fljúga til nýrra heimkynna. Læknisskoðun fer fram og fylla þarf út allskonar pappíra. Hann segist að flestir hestarnir fari til Danmörku, Þýskalands, Svíþjóðar og Noregs og gott verð fáist yfirleitt fyrir þá. „Menn eru ekki bara að leita af hundum og köttum, þessi frábæri íslenski hestur hefur mikið aðdráttarafl og hann er inn í dag,“ segir Gunnar alsæll með sölun Frægir stóðhestar voru nýlega seldir úr landi en það voru þeir Kveikur frá Stangarlæk og Styrkur frá Leysingjastöðum. En eigum við að vera að flytja út svona flotta stóðhesta? „Já, ég segi það, þetta bara stækkar Íslandshestaheiminn. Það er ekkert yndi að vera með ómögulegan hest, sem ekki veitir ánægju, hann selur engan hest í viðbót, þanni að ég lít þetta mjög jákvæðum augum,“ segir Gunnar um leið og hann bætir því við að árið 2021 leggist mjög vel í sig varðandi frekari sölu á hestum til ýmissa nágrannalanda okkar. Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er eitt af þeim fyrirtækjum á Íslandi, sem sér um útflutning á hrossum og þar er meira en nóg að gera í sölu á hrossum og við að koma þeim úr landi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Landbúnaður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira