Eitt boð ber tölurnar uppi Samúel Karl Ólason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 28. nóvember 2020 11:45 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur að eitt boð beri tölurnar uppi að miklu leyti. Þar hafi fólk hist í fjölskylduhitting. Einnig komi aðrar hópamyndanir inn í og ekkert sé endilega um teiti eða slíkt að ræða. „Það þarf ekkert mikið meira til. Þess vegna erum við að biðla til fólks um að fara mjög varlega í hópamyndanir og láta þær helst vera, þannig að við getum náð þessu almennilega niður,“ segir Þórólfur. Sjá einnig: 21 greindist með Covid-19 innanlands í gær Hann segir ekki sé endanlega búið að ákveða næstu tillögur að sóttvarnaaðgerðum en núverandi aðgerðir gilda til 2. desember. Hann eigi í samvinnu við ráðherra og þær séu í skoðun. Hann hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég held að það sé ljóst að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við getum fengið mjög mikinn vöxt í þetta aftur. Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í allar tilslakanir og kannski enn varlegra en maður áætlaði á meðan þetta leit vel út.“ Ef Íslendingar vilji ekki fara út í jólin með mikinn faraldur í gangi þurfi að fara mjög varlega í tilslakanir. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af hópamyndun í verslun um helgina og biður fólk um að fara mjög varlega og forðast mannmergð. Þá biður hann fólk um að halda áfram að standa sig vel. „Það er búið að ganga mjög vel að ná þessari uppsveiflu sem við sáum fyrir mánuði síðan, niður og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram. Það er fyrst og fremst hópamyndanirnar sem eru að valda þessu bakslagi núna,“ segir Þórólfur. „Fólk er ekki að passa sig. Fólk er að hittast, innan fjölskyldna, utan fjölskyldna, í litlum sakleysislegum hópum jafnvel. En afleiðingarnar geta orðið þessar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Þórólfur að eitt boð beri tölurnar uppi að miklu leyti. Þar hafi fólk hist í fjölskylduhitting. Einnig komi aðrar hópamyndanir inn í og ekkert sé endilega um teiti eða slíkt að ræða. „Það þarf ekkert mikið meira til. Þess vegna erum við að biðla til fólks um að fara mjög varlega í hópamyndanir og láta þær helst vera, þannig að við getum náð þessu almennilega niður,“ segir Þórólfur. Sjá einnig: 21 greindist með Covid-19 innanlands í gær Hann segir ekki sé endanlega búið að ákveða næstu tillögur að sóttvarnaaðgerðum en núverandi aðgerðir gilda til 2. desember. Hann eigi í samvinnu við ráðherra og þær séu í skoðun. Hann hafi ekki gert upp hug sinn. „Ég held að það sé ljóst að það þarf ekki mikið út af að bregða til að við getum fengið mjög mikinn vöxt í þetta aftur. Þannig að ég held að það þurfi að fara mjög varlega í allar tilslakanir og kannski enn varlegra en maður áætlaði á meðan þetta leit vel út.“ Ef Íslendingar vilji ekki fara út í jólin með mikinn faraldur í gangi þurfi að fara mjög varlega í tilslakanir. Þórólfur segist hafa miklar áhyggjur af hópamyndun í verslun um helgina og biður fólk um að fara mjög varlega og forðast mannmergð. Þá biður hann fólk um að halda áfram að standa sig vel. „Það er búið að ganga mjög vel að ná þessari uppsveiflu sem við sáum fyrir mánuði síðan, niður og það er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram. Það er fyrst og fremst hópamyndanirnar sem eru að valda þessu bakslagi núna,“ segir Þórólfur. „Fólk er ekki að passa sig. Fólk er að hittast, innan fjölskyldna, utan fjölskyldna, í litlum sakleysislegum hópum jafnvel. En afleiðingarnar geta orðið þessar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira