Shilton enn bitur út í Maradona og segir hann aldrei hafa beðist afsökunar á „hönd Guðs“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 12:00 Eitt frægasta augnablik fótboltasögunnar, „hönd Guðs“. getty/S&G Þrátt fyrir að rúmlega þrír áratugir séu liðnir frá leik Argentínu og Englands á HM 1986 er Peter Shilton enn sár út í Diego Maradona fyrir að hafa skorað með „hönd Guðs“. Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“ Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Peter Shilton, fyrrverandi markvörður enska landsliðsins, er enn sár út í Diego Maradona. Hann tók af allan vafa með það með pistli sínum í Daily Mail í kjölfar fráfalls þess argentínska. Sem frægt er skoraði Maradona eitt umdeildasta mark fótboltasögunnar þegar hann sló boltann yfir Shilton og í netið í leik Argentínu og Englands í átta liða úrslitum á HM 1986. Shilton sagði að Maradona hefði aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“ eins og markið er jafnan kallað. „Líf mitt hefur lengi verið tengt Diego Maradona og ekki á þann hátt sem ég hefði viljað. En ég er sorgmæddur að heyra af andláti hans. Hann er án nokkurs vafa besti leikmaður sem ég mætti og ég hugsa til fjölskyldu hans,“ skrifaði Shilton. Þeir Maradona töluðu aldrei saman eftir leikinn í Mexíkó fyrir 34 árum og Shilton segir að Argentínumaðurinn hafi aldrei beðist afsökunar á „hönd Guðs“. „Við stukkum saman upp. Hann vissi að hann myndi ekki ná að skalla boltann svo hann sló hann í netið. Einbeittur brotavilji. Svindl. Þegar hann hljóp í burtu til að fagna leit hann tvisvar til baka eins og til að bíða eftir flauti dómarans. Hann vissi hvað hann hafði gert og það vissu það allir fyrir utan dómaratríóið,“ skrifaði Shilton. Skömmu eftir „hönd Guðs“ skoraði Maradona annað ekki síður frægt mark eftir frábæran einleik. Shilton segir að þá hafi Englendingar enn verið að jafna sig á fyrra markinu sem þeir fengu á sig. „Mér er alveg sama hvað hver segir, þetta vann leikinn fyrir Argentínu. Hann skoraði stórkostlegt mark skömmu síðar þegar við vorum enn ráðvilltir eftir það sem hafði gerst. Í fyrsta sinn í leiknum komst hann á ferðina og hann skoraði. Þetta var frábært mark en við vorum ekki í nokkrum vafa: án fyrra marksins hefði hann ekki skorað það seinna,“ skrifaði Shilton. „Það sem ég er ósáttur með er að hann baðst aldrei afsökunar. Hann sagðist aldrei hafa svindlað og vildi biðjast afsökunar. Í staðinn notaði hann línuna um „hönd Guðs“. Það var ekki rétt. Hann var stórkostlegur en skorti íþróttamennsku.“
Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Aðeins fjölskylda og nánustu vinir viðstaddir þegar Maradona var jarðaður Diego Maradona var lagður til hinstu hvílu í gær. Til átaka kom milli aðdáenda hans og lögreglunnar í Búenos Aíres. 27. nóvember 2020 08:00