Ísland teflir fram sókndjörfu byrjunarliði á móti Slóvakíu í undankeppni EM en íslensku stelpurnar verða að vinna leikinn til að geta tryggt sig inn á EM án þess að fara í umspil.
Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson er með nóg af markaskorurum í byrjunarliðinu á þessu sinni því þær fjórar fremstu í liðinu í dag eru einnig þær sem urðu í fjórum efstu sætunum á markalistanum í Pepsi Max deild kvenna í ár.
Markadrottningarnar Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru á köntunum og þær Elín Metta Jensen og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eru saman frammi.
Jón Þór gerir alls breytingar á liðinu frá því í síðasta leik á móti Svíum. Hlín Eiríksdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fara út en í staðinn kom inn þær Agla María Albertsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Vörnin er alveg eins og á móti Svíum og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir eru áfram saman á miðjunni. Byrjunarliðið má sjá hér fyrir neðan.
Byrjunarlið Íslands í dag!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 26, 2020
Our starting lineup!#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/dEelC0ezXd