Þórólfur um smit Víðis: „Vont fyrir okkur og verst fyrir hann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2020 17:56 Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á fundinum í dag. Vísir/Egill „Þetta er náttúrulega bara slæmt mál en ekkert svo sem óviðbúið þannig. Við vitum að það eru allir í áhættu.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason um Covid-19 smit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem greint var frá í dag. Þórólfur og Víðir starfa sem kunnugt er náið saman í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Víðir hefur sjálfur sagt að hann hafi smitast af eiginkonu sinni en ekkert hefur gengið að rekja hvaðan smit barst í hana. „Við höfum alltaf sagt að allar aðgerðir miðast að því að lágmarka áhættuna á því að veiran berist á milli. Það þýðir það er enginn eiginlega óhultur almennilega. Þetta er vont fyrir okkur og verst fyrir hann sjálfan að lenda í þessu,“ segir Þórólfur. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Víðir og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfur hafi farið í sýnatöku á mánudag. Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld. Hvorugt þeirra þarf að fara í sóttkví vegna smits Víðis. „Það er vegna þess að við vitum alveg hvar Víðir var útsettur fyrir smitinu. Það var fyrir utan vinnuna, utan stofnunina og hann fór í próf á mánudaginn og var neikvæður þá. Það var þá sem þessi einstaklingur sem að smitið kom frá var að greinast og byrja að fá einkenni. Við vitum að hann var ekki smitandi þá þó að hann sé kominn með veiruna núna,“ segir Þórólfur. Vitað sé hvenær áhættan sé mest á smiti, rétt um bil þegar fólk fer að finna fyrir einkennum, sem geti tekið upp undir viku. Þannig að hann hefur farið í tæka tíð í sóttkví? „Já, hann fór alveg á hárréttu augnabliki í sóttkví.“ Þórólfur ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér að ofan en þar ræddi hann meðal annars hvað framundan er í baráttunni gegn faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 „Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11 Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Þetta er náttúrulega bara slæmt mál en ekkert svo sem óviðbúið þannig. Við vitum að það eru allir í áhættu.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason um Covid-19 smit Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, sem greint var frá í dag. Þórólfur og Víðir starfa sem kunnugt er náið saman í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Víðir hefur sjálfur sagt að hann hafi smitast af eiginkonu sinni en ekkert hefur gengið að rekja hvaðan smit barst í hana. „Við höfum alltaf sagt að allar aðgerðir miðast að því að lágmarka áhættuna á því að veiran berist á milli. Það þýðir það er enginn eiginlega óhultur almennilega. Þetta er vont fyrir okkur og verst fyrir hann sjálfan að lenda í þessu,“ segir Þórólfur. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að Víðir og hans nánasta samstarfsfólk auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfur hafi farið í sýnatöku á mánudag. Sýni þeirra allra reyndust neikvæð á mánudagskvöld. Hvorugt þeirra þarf að fara í sóttkví vegna smits Víðis. „Það er vegna þess að við vitum alveg hvar Víðir var útsettur fyrir smitinu. Það var fyrir utan vinnuna, utan stofnunina og hann fór í próf á mánudaginn og var neikvæður þá. Það var þá sem þessi einstaklingur sem að smitið kom frá var að greinast og byrja að fá einkenni. Við vitum að hann var ekki smitandi þá þó að hann sé kominn með veiruna núna,“ segir Þórólfur. Vitað sé hvenær áhættan sé mest á smiti, rétt um bil þegar fólk fer að finna fyrir einkennum, sem geti tekið upp undir viku. Þannig að hann hefur farið í tæka tíð í sóttkví? „Já, hann fór alveg á hárréttu augnabliki í sóttkví.“ Þórólfur ræddi málin í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér að ofan en þar ræddi hann meðal annars hvað framundan er í baráttunni gegn faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42 „Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11 Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Víðir segir að ekkert gangi að rekja smit hans og konunnar Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19. 25. nóvember 2020 15:42
„Þetta læðist greinilega að öllum“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. 24. nóvember 2020 11:11
Víðir í sóttkví vegna smits í nærumhverfi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnasviði ríkislögreglustjóra, er kominn í sjö daga sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist í nærumhverfi hans. 23. nóvember 2020 20:56