„Erfitt að brjóta þetta lið“ Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2020 14:30 Elín Metta Jensen hefur verið sjóðheit í undankeppni EM og skorað í öllum leikjum Íslands nema einum, alls sex mörk. vísir/vilhelm „Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. Ísland þarf á stigi að halda til að tryggja sér 2. sætið í riðlinum sem dugar til að komast í umspil um sæti á EM í Englandi. Vinni Ísland á morgun og lokaleikinn við Ungverjaland á þriðjudag gæti liðið auk þess komist beint á EM, án umspils, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Elín Metta var lykillinn að sigri 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári með marki um miðjan seinni hálfleik. Ljóst er að varnarleikur er aðalsmerki slóvakíska liðsins: Klippa: Elín Metta um Slóvakíu „Þetta er mjög baráttuglatt lið, eins og við. Við þurfum að vera þolinmóðar, því það er erfitt að brjóta þetta lið. Þær eru agaðar og skipulagðar, svo það þýðir alls ekki að mæta eitthvað slakar til leiks þó að við höfum unnið þær síðast. Þær geta verið hörkugóðar.“ Algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM Markmið íslenska liðsins er skýrt, að komast fjórða skiptið í röð á EM, og í þetta sinn fer mótið fram í Englandi sem ýmsir líta á sem vöggu fótboltans. „Ég held að þetta verði örugglega mjög gott mót fyrir kvennaknattspyrnuna í heild sinni. Það að halda þetta í Englandi er risastórt fyrir kvennaboltann og ég held að þetta verði algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM. Ég vona innilega að Ísland komist á EM. Við erum með stelpur sem eru nýskriðnar úr því að vera efnilegar í að vera virkilega góðar, og það verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum. Ég er viss um það að ef við komumst á EM þá munu þær blómstra þar,“ segir Elín Metta. Klippa: Elín Metta um EM í Englandi Óvanalegt er að leikið sé í undankeppni svo seint á árinu en það er vegna frestana af völdum kórónuveirufaraldursins. Elín Metta er ein af mörgum leikmönnum íslenska hópsins sem leika með íslenskum félagsliðum, og hafa því lítið spilað síðustu tvo mánuði. Á fínum stað miðað við allt Ekki er að heyra á þessari 25 ára gömlu markavél, sem skorað hefur sex mörk í sex leikjum í undankeppninni, að það komi að sök: „Við Valsararnir fengum aukaleik núna fyrir stuttu og það hefur hjálpað okkur að hafa verið að æfa stíft fyrir Meistaradeildina. Aðrar af okkur sem spilum heima hafa líka fengið tækifæri til að æfa og æft vel, þannig að mér finnst við vera á fínum stað miðað við allt,“ segir Elín Metta, og bætir við að íslenski hópurinn hafi verið í mjög góðum málum í Bratislava síðustu daga, þó að hann hafi reyndar þurft að skjótast yfir landamærin til Austurríkis til að æfa vegna sóttvarnareglna í Slóvakíu. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
„Þær geta verið hörkugóðar,“ segir Elín Metta Jensen um landslið Slóvakíu fyrir leikinn mikilvæga í undankeppni EM á morgun. Ísland þarf á stigi að halda til að tryggja sér 2. sætið í riðlinum sem dugar til að komast í umspil um sæti á EM í Englandi. Vinni Ísland á morgun og lokaleikinn við Ungverjaland á þriðjudag gæti liðið auk þess komist beint á EM, án umspils, sem eitt af þremur liðum með bestan árangur í 2. sæti síns riðils. Elín Metta var lykillinn að sigri 1-0 sigrinum gegn Slóvakíu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári með marki um miðjan seinni hálfleik. Ljóst er að varnarleikur er aðalsmerki slóvakíska liðsins: Klippa: Elín Metta um Slóvakíu „Þetta er mjög baráttuglatt lið, eins og við. Við þurfum að vera þolinmóðar, því það er erfitt að brjóta þetta lið. Þær eru agaðar og skipulagðar, svo það þýðir alls ekki að mæta eitthvað slakar til leiks þó að við höfum unnið þær síðast. Þær geta verið hörkugóðar.“ Algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM Markmið íslenska liðsins er skýrt, að komast fjórða skiptið í röð á EM, og í þetta sinn fer mótið fram í Englandi sem ýmsir líta á sem vöggu fótboltans. „Ég held að þetta verði örugglega mjög gott mót fyrir kvennaknattspyrnuna í heild sinni. Það að halda þetta í Englandi er risastórt fyrir kvennaboltann og ég held að þetta verði algjör veisla fyrir þau lið sem komast á EM. Ég vona innilega að Ísland komist á EM. Við erum með stelpur sem eru nýskriðnar úr því að vera efnilegar í að vera virkilega góðar, og það verður spennandi að fylgjast með þeim á næstu árum. Ég er viss um það að ef við komumst á EM þá munu þær blómstra þar,“ segir Elín Metta. Klippa: Elín Metta um EM í Englandi Óvanalegt er að leikið sé í undankeppni svo seint á árinu en það er vegna frestana af völdum kórónuveirufaraldursins. Elín Metta er ein af mörgum leikmönnum íslenska hópsins sem leika með íslenskum félagsliðum, og hafa því lítið spilað síðustu tvo mánuði. Á fínum stað miðað við allt Ekki er að heyra á þessari 25 ára gömlu markavél, sem skorað hefur sex mörk í sex leikjum í undankeppninni, að það komi að sök: „Við Valsararnir fengum aukaleik núna fyrir stuttu og það hefur hjálpað okkur að hafa verið að æfa stíft fyrir Meistaradeildina. Aðrar af okkur sem spilum heima hafa líka fengið tækifæri til að æfa og æft vel, þannig að mér finnst við vera á fínum stað miðað við allt,“ segir Elín Metta, og bætir við að íslenski hópurinn hafi verið í mjög góðum málum í Bratislava síðustu daga, þó að hann hafi reyndar þurft að skjótast yfir landamærin til Austurríkis til að æfa vegna sóttvarnareglna í Slóvakíu.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00 Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01 Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01 Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sjá meira
Ætlum beint á EM og verðum með enn betra lið þá „Þetta var risastórt í Hollandi en maður býst við því að þetta verði enn stærra á Englandi og þá vill maður ekkert missa af því,“ segir Ingibjörg Sigurðardóttir um Evrópumótið í fótbolta, fyrir leikina tvo sem gætu skilað Íslandi á mótið. 25. nóvember 2020 12:00
Misstu út aðalmarkaskorarann fyrir uppgjörið við Ísland Patrícia Hmírová hefur skorað 80% marka Slóvakíu en missir af leiknum mikilvæga við Ísland á fimmtudaginn vegna kórónuveirusmits. 24. nóvember 2020 17:01
Íslensku stelpurnar þurfa að fara yfir landamærin til þess að geta æft Sóttvarnarreglur í Slóvakíu hafa einnig áhrif á undirbúning íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni EM. 24. nóvember 2020 13:01
Dagný ekki með í landsleikjunum og tveir nýliðar kallaðir inn í íslenska hópinn Kristín Dís Árnadóttir og Bryndís Arna Níelsdóttur hafa verið kallaðar inn í íslenska kvennalandsliðið í fótbolta í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen. 20. nóvember 2020 15:03