Allt eins líklegt að sóttvarnalæknir mæli með reglugerð með styttri gildistíma Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 12:36 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Í minnisblaðinu verða tillögur hans um næstu sóttvarnaaðgerðir. Vísir/Egill Aðalsteinsson Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Það er alveg eins líklegt að sóttvarnalæknir muni í minnisblaði sínu til ráðherra mæla með að næsta reglugerð um sóttvarnaaðgerðir gildi til skemmri tíma en ekki fram yfir jól líkt og komið hefur til tals. Sóttvarnalæknir segir veiruna enn lúra úti í samfélaginu og því þurfi að fara hægt i sakirnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, þarf að skila minnisblaði sínu til heilbrigðisráðherra um næstu helgi. Á síðasta upplýsingafundi velti hann fyrir sér hvort hann myndi ráðleggja ráðherra að næstu sóttvarnaaðgerðir myndu gilda út þetta ár. Þórólfur segir að nú sé allt eins líklegt að þær muni duga til skemmri tíma svo hægt sé að grípa inn í ef illa fer. Málið sé þó allt enn í skoðun. „Við erum náttúrulega ennþá með smit í gangi. Við erum með samfélagslegt smit; nokkur smit á dag þannig að veiran lúrir þarna einhvers staðar úti í samfélaginu þrátt fyrir að hún sé í minni mæli eins og staðan er núna. Það segir okkur enn frekar að við þurfum að aflétta hægt og þá er þá spurningin hvort það sé hægt að gera það með því að hafa tillögur sem gilda svona lengi eða hvort það sé betra að gera það í smærri skrefum. Það er í rauninni það sem þetta snýst um núna í mínum huga.“ Í gær lækkaði Landspítalinn viðbúnaðarstig sitt úr hættustigi og yfir á óvissustig í ljósi batnandi stöðu á spítalanum. Þórólfur var spurður hvort staðan í faraldrinum væri samkvæmt áætlun. „Fram að þessu hefur þetta kannski gengið heldur hraðar en ég bjóst við en við sjáum samt áfram smit úti í samfélaginu og held að það sé líka það sem maður bjóst við. Auðvitað vill maður sjá þetta fara bara niður í núll smit en það er kannski bjartsýn von. Við erum búin að ná mjög góðum árangri öll saman; allt samfélagið staðið saman og við viljum ekki glutra því niður þannig að við þurfum að fara mjög hægt af stað og reyna að koma í veg fyrir hópamyndanir og hvetja alla til dáða varðandi einstaklingsbundnar sýkingavarnir og það er það sem ég mun fjalla um í mínum tillögum til ráðherra.“ Leiðbeiningar fyrir landsmenn um veisluhöld og sýkingarvarnir eru í lokavinnslu. Almannavarnir sjá um leiðbeiningarnar. „Ég á von á því að það verði bara í lok vikunnar sem við getum farið að birta það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01 Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Sjá meira
Sjö greindust með veiruna innanlands í gær Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tveir þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 25. nóvember 2020 11:01
Svona var 140. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. 25. nóvember 2020 10:16