Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2020 11:24 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, var gestur á fundi almannavarna í morgun. Almannavarnir Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Hún segir stefna í 12,2 prósent atvinnuleysi hér á landi í desember. Í lok október voru um 20 þúsund atvinnulausir á Íslandi og á fimmta þúsund Pólverja án vinnu. Unnur Sverrisdóttir var gestur á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Þar sagði hún að atvinnuleitendur fái desemberuppbót og sömuleiðis þeir sem séu á hlutabótum ef þeir staðfesta atvinnuleit sína. Uppbótin er óskert 86 þúsund krónur en aldrei lægri en 21.700 krónur. Fram kom á föstudag að grunnatvinnuleysisbætur hækki í 301.403 krónur um áramót og nemur heildarhækkunin 6,2 prósentum. Unnur hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér öll tækifæri til virkni, þar á meðal að sækja nám sem þeir hafa nú meira svigrúm til að gera án þess að skerða bætur. Unnið sé að raunfærnimati sem komi að hluta í staðinn fyrir nám, til dæmis til að meta reynslu og þekkingu erlendra starfsmanna. Hún nefnir að afgreiðslutími á atvinnuleysisbótum eigi ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og segir Unnur að fólk eigi að geta komist hjá greiðslufalli með því að sækja um bætur tímanlega. Unnur ræddi verkefnið Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er veittur styrkur til að ráða atvinnuleitanda í allt að sex mánuði. Hún hvetur atvinnurekendur til að skoða þessa leið því með henni geta þeir fengið afbragðsstarfsfólk tímabundið inn. Starfsfólkið geti nýtt tímann til að sanna sig. Þetta sé þannig beggja hagur. Bótatímabilið lengst á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var spurð að því á fundinum hvort þrjátíu mánaða tímabil atvinnuleysisbóta væri of stutt og hvort gera þurfi meira fyrir atvinnuleysi. Regína segir að gera þurfi meira. Þó að fjárhagsaðstoð í Reykjavík sé hæst á landinu séu atvinnuleysisbætur háar. Mikilvægt sé að lengja tímabil bóta í ljósi aðstæðna. Unnur segir að lengd bótatímabils sé pólitísk spurning. Það sé lengst á Íslandi af norðurlöndunum. Í hruninu hafi staðan verið tekin nokkrum sinnum og tímabilið lengt tímabundið. Hún ímyndar sér að það sama gerist nú dragist faraldurinn á langinn. Hún leggur áherslu á að alvarlegt sé fyrir fólk að vera án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22 Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Hún segir stefna í 12,2 prósent atvinnuleysi hér á landi í desember. Í lok október voru um 20 þúsund atvinnulausir á Íslandi og á fimmta þúsund Pólverja án vinnu. Unnur Sverrisdóttir var gestur á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Þar sagði hún að atvinnuleitendur fái desemberuppbót og sömuleiðis þeir sem séu á hlutabótum ef þeir staðfesta atvinnuleit sína. Uppbótin er óskert 86 þúsund krónur en aldrei lægri en 21.700 krónur. Fram kom á föstudag að grunnatvinnuleysisbætur hækki í 301.403 krónur um áramót og nemur heildarhækkunin 6,2 prósentum. Unnur hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér öll tækifæri til virkni, þar á meðal að sækja nám sem þeir hafa nú meira svigrúm til að gera án þess að skerða bætur. Unnið sé að raunfærnimati sem komi að hluta í staðinn fyrir nám, til dæmis til að meta reynslu og þekkingu erlendra starfsmanna. Hún nefnir að afgreiðslutími á atvinnuleysisbótum eigi ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og segir Unnur að fólk eigi að geta komist hjá greiðslufalli með því að sækja um bætur tímanlega. Unnur ræddi verkefnið Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er veittur styrkur til að ráða atvinnuleitanda í allt að sex mánuði. Hún hvetur atvinnurekendur til að skoða þessa leið því með henni geta þeir fengið afbragðsstarfsfólk tímabundið inn. Starfsfólkið geti nýtt tímann til að sanna sig. Þetta sé þannig beggja hagur. Bótatímabilið lengst á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var spurð að því á fundinum hvort þrjátíu mánaða tímabil atvinnuleysisbóta væri of stutt og hvort gera þurfi meira fyrir atvinnuleysi. Regína segir að gera þurfi meira. Þó að fjárhagsaðstoð í Reykjavík sé hæst á landinu séu atvinnuleysisbætur háar. Mikilvægt sé að lengja tímabil bóta í ljósi aðstæðna. Unnur segir að lengd bótatímabils sé pólitísk spurning. Það sé lengst á Íslandi af norðurlöndunum. Í hruninu hafi staðan verið tekin nokkrum sinnum og tímabilið lengt tímabundið. Hún ímyndar sér að það sama gerist nú dragist faraldurinn á langinn. Hún leggur áherslu á að alvarlegt sé fyrir fólk að vera án atvinnu í tólf mánuði eða lengur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22 Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10 Mest lesið „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Gular viðvaranir fyrir norðan og vestan Veður Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Innlent Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Innlent Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22
Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10