„Þetta læðist greinilega að öllum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 11:11 Ljósmyndari Vísis náði mynd af Víði í sóttkvínni á Hótel Reykjavík Natura við Nauthólsveg. Sóttkvíin kemur bersýnilega ekki í veg fyrir að yfirlögregluþjónninn mæti til vinnu í lögreglubúningnum. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hefur komið sér fyrir á hóteli þar sem hann mun verja næstu viku í sóttkví. Ekki hefur tekist að finna út úr því hvernig sá sem útsetti hann fyrir smiti smitaðist af veirunni. „Það var aðili mér tengdur sem greindist í gær þannig að ég lendi í sóttkví. Það er eins og gengur í þessu, þessi veira er lævís og lúmsk og hún er víða,“ segir Víðir í samtali við Vísi. Líkt og fram kom í gær fór Víðir í sýnatöku síðdegis í gær, auk Ölmu Möller landlæknis og Þórólfs Guðansonar sóttvarnalæknis. Öll þrjú reyndust þau neikvæð fyrir veirunni. Víðir verður að öllu óbreyttu í sóttkví fram á mánudag en hann var útsettur í gær. „Mér líður bara vel. Maður er bara í þessum gír, eins og allir aðrir sem lenda í þessu. Maður tekur þessu bara, leggur sitt af mörkum í baráttunni og reynir að sinna vinnunni á þessum skrýtnu tímum,“ segir Víðir. Ekki vitað hvernig smitið barst Þá segir Víðir erfitt að meta það hvort miklar líkar séu á því að hann hafi smitast. „Það er erfitt að segja. Eins og þegar þetta var seinast þá veit maður ekkert. Maður er náttúrulega alltaf að reyna að passa sig en þetta læðist greinilega að öllum.“ Þá hefur smitrakning ekki getað varpað ljósi á það hvernig veiran barst í nærumhverfi Víðis. „Nei, það er nefnilega svo skrýtið að það finnst ekki neitt út úr því enn þá. Það er verið að reyna að finna út úr því en það eru engin tengsl sem við finnum.“ Líkt og áður segir dvelur Víðir nú á hóteli og hefur komið sér upp skrifstofu, þar sem hann mun áfram sinna vinnu sinni í baráttunni við faraldurinn. „Megnið af vinnunni er hvort sem er í fjarfundum þannig að þetta hefur ekki teljandi áhrif á verkefnin,“ segir Víðir. Þetta er í annað sinn sem Víðir þarf að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sýktan af kórónuveirunni. Í september fór hann í sóttkví eftir að hafa umgengist einstakling sem var talinn vera mjög smitandi daginn sem hann hitti viðkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01 Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Brenndu rangt lík Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Þurfa að koma heim ekki seinna en 18. desember til að vera ekki í sóttkví um jólin Þeir Íslendingar sem búsettir eru erlendis og ætla að koma heim yfir jólin þurfa að koma heim eigi síðar en 18. desember til þess að vera ekki í sóttkví um jólin. 23. nóvember 2020 12:01
Víðir settur í sóttkví Var í samskiptum við einstakling í vikunni sem var talinn mjög smitandi. 20. september 2020 11:19