Carragher: Lét leikmenn Man. City líta barnalega út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2020 10:01 Harry Kane fór oft illa með varnarmenn Manchester City í leik liðanna um helgina. Getty/Tottenham Hotspur FC Jamie Carragher talaði vel um Tottenham manninn Harry Kane í gærkvöldi í Monday Night Football þættinum á Sky Sports. Tottenham vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í uppgjörsþættinum um umferðina á Sky Sports þá nefndi knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sérstaklega frammistöðu Harry Kane í leiknum. Eftir tapið er Manchester City í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Harry Kane og félagar í Tottenham sitja í toppsætinu. Harry Kane hefur dregið sig aðeins aftar á völlinn á þessu tímabili sem er að nýtast Tottenham liðinu vel því hann gaf sína níundu stoðsendingu í sigrinum á Manchester City. Jamie Carragher says Harry Kane made Man City stars look "childish" in Tottenham winhttps://t.co/uRnrcEN00j #THFC #MCFC— Mirror Football (@MirrorFootball) November 24, 2020 Harry Kane átti líka þátt í fyrri markinu án þess að koma við boltann. Hann hreyfði sig og alla vörnina með góu hlaupi sem gaf Heung-min Son tækifæri á að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Tanguy Ndombele. „Ég ræddi Harry Kane í þessum þætti fyrir mánuði síðan og þá sérstaklega hans nýja stöðu sem tía,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Harry Kane er langslyngasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég elska það. Ég algjörlega elska það,“ sagði Carragher. „Ef einhver segir við mig að hann sé að svindla þegar hann fer í grasið þá er ég ekki sammála því. Slíkt er orðið stór hluti af leiknum og þar ráða klókindin,“ sagði Carragher. Jamie Carragher gagnrýndi leikmenn Manchester City og þá sérstaklega varnarmennina. „Hann lét varnarmenn Manchester City líta mjög barnalega út því þeir voru svo einfaldir og það var oft eins og þeir skildu ekki út á hvað fótboltinn gengur,“ sagði Carragher. Tottenham er vissulega á toppnum og eiga bæði næstmarkahæsta og stoðsendingahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar. Framhaldið mun hins vegar reyna á liðið því næstu deildarleikir eru á móti Chelsea, Arsenal, Crystal Palace og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Jamie Carragher talaði vel um Tottenham manninn Harry Kane í gærkvöldi í Monday Night Football þættinum á Sky Sports. Tottenham vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni um helgina og í uppgjörsþættinum um umferðina á Sky Sports þá nefndi knattspyrnusérfræðingurinn Jamie Carragher sérstaklega frammistöðu Harry Kane í leiknum. Eftir tapið er Manchester City í þrettánda sæti í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Harry Kane og félagar í Tottenham sitja í toppsætinu. Harry Kane hefur dregið sig aðeins aftar á völlinn á þessu tímabili sem er að nýtast Tottenham liðinu vel því hann gaf sína níundu stoðsendingu í sigrinum á Manchester City. Jamie Carragher says Harry Kane made Man City stars look "childish" in Tottenham winhttps://t.co/uRnrcEN00j #THFC #MCFC— Mirror Football (@MirrorFootball) November 24, 2020 Harry Kane átti líka þátt í fyrri markinu án þess að koma við boltann. Hann hreyfði sig og alla vörnina með góu hlaupi sem gaf Heung-min Son tækifæri á að sleppa í gegn eftir frábæra sendingu frá Tanguy Ndombele. „Ég ræddi Harry Kane í þessum þætti fyrir mánuði síðan og þá sérstaklega hans nýja stöðu sem tía,“ sagði Jamie Carragher og bætti við: „Harry Kane er langslyngasti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni og ég elska það. Ég algjörlega elska það,“ sagði Carragher. „Ef einhver segir við mig að hann sé að svindla þegar hann fer í grasið þá er ég ekki sammála því. Slíkt er orðið stór hluti af leiknum og þar ráða klókindin,“ sagði Carragher. Jamie Carragher gagnrýndi leikmenn Manchester City og þá sérstaklega varnarmennina. „Hann lét varnarmenn Manchester City líta mjög barnalega út því þeir voru svo einfaldir og það var oft eins og þeir skildu ekki út á hvað fótboltinn gengur,“ sagði Carragher. Tottenham er vissulega á toppnum og eiga bæði næstmarkahæsta og stoðsendingahæsta mann ensku úrvalsdeildarinnar. Framhaldið mun hins vegar reyna á liðið því næstu deildarleikir eru á móti Chelsea, Arsenal, Crystal Palace og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn