Zlatan tókst að pirra sænska landsliðsþjálfarann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 08:31 Zlatan Ibrahimovic er markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi með 62 mörk. getty/Lars Baron Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, hafði ekkert sérstaklega mikinn húmor fyrir því þegar Zlatan Ibrahimovic gaf í skyn að hann vildi snúa aftur í sænska landsliðið á samfélagsmiðlum fyrr í þessum mánuði. Hann hætti í landsliðinu eftir EM 2016. Zlatan birti mynd af sér á Instagram í sænsku landsliðstreyjunni og sagði seinna að það hefði verið gert til að pirra Svía. Og það virðist hafa tekist. „Ég var frekar pirraður. En honum er frjálst að birta það sem hann vill á samfélagsmiðlum,“ sagði Andersson. Zlatan hefur átt frábært tímabil með AC Milan og er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með tíu mörk. Andersson segir að frammistaða Zlatans komi sér ekki á óvart. „Það er ekki annað hægt en að hrífast af því hvernig hann heldur áfram að sýna hungur, drifkraft og hæfileika. Hann er einstakur og magnaður íþróttamaður. Hann er okkar langbesti leikmaður frá upphafi. Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað. Þú verður bara að taka ofan fyrir honum og óska honum til hamingju.“ Eins og áður sagði lagði Zlatan landsliðsskóna á hilluna fyrir fjórum árum. Andersson segir að hann hafi ekki lýst yfir áhuga á að snúa aftur í landsliðið. „Það sem til þarf er að hann vilji vera með. Hann sagði mér skýrt og greinilega 2016 að hann væri hættur og ég hef virt það. Hvað síðasta útspil hans varðar var það bara gert til að pirra fólk. Hann lokaði sjálfur landsliðsdyrunum,“ sagði Andersson. Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Janne Andersson, þjálfari sænska landsliðsins, hafði ekkert sérstaklega mikinn húmor fyrir því þegar Zlatan Ibrahimovic gaf í skyn að hann vildi snúa aftur í sænska landsliðið á samfélagsmiðlum fyrr í þessum mánuði. Hann hætti í landsliðinu eftir EM 2016. Zlatan birti mynd af sér á Instagram í sænsku landsliðstreyjunni og sagði seinna að það hefði verið gert til að pirra Svía. Og það virðist hafa tekist. „Ég var frekar pirraður. En honum er frjálst að birta það sem hann vill á samfélagsmiðlum,“ sagði Andersson. Zlatan hefur átt frábært tímabil með AC Milan og er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni með tíu mörk. Andersson segir að frammistaða Zlatans komi sér ekki á óvart. „Það er ekki annað hægt en að hrífast af því hvernig hann heldur áfram að sýna hungur, drifkraft og hæfileika. Hann er einstakur og magnaður íþróttamaður. Hann er okkar langbesti leikmaður frá upphafi. Það er ótrúlegt hvað hann hefur afrekað. Þú verður bara að taka ofan fyrir honum og óska honum til hamingju.“ Eins og áður sagði lagði Zlatan landsliðsskóna á hilluna fyrir fjórum árum. Andersson segir að hann hafi ekki lýst yfir áhuga á að snúa aftur í landsliðið. „Það sem til þarf er að hann vilji vera með. Hann sagði mér skýrt og greinilega 2016 að hann væri hættur og ég hef virt það. Hvað síðasta útspil hans varðar var það bara gert til að pirra fólk. Hann lokaði sjálfur landsliðsdyrunum,“ sagði Andersson.
Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45 Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Zlatan styrkti stöðu AC Milan á toppnum og fór meiddur útaf Zlatan Ibrahimovic var maðurinn í Napoli í kvöld þegar AC Milan sótti þrjú stig í greipar heimamanna í toppslag ítölsku úrvalsdeildarinnar. 22. nóvember 2020 21:45