Bólusetning verði skilyrði þess að fljúga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. nóvember 2020 22:05 Bólusetning við kórónuveirunni gæti orðið skilyrði þess að fá að fljúga með Qantas. David Gray#JM/Getty Ástralska flugfélagið Qantas mun gera það að skilyrði þess að fólk sé bólusett fyrir kórónuveirunni, vilji það fljúga með félaginu. Alan Joyce, forstjóri Qantas, segist gera ráð fyrir að önnur flugfélög séu í sömu hugleiðingum. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og hefur eftir Joyce að ráðstöfunin yrði nauðsynleg eftir að bóluefni við kórónuveirunni verður aðgengilegt. „Ég held að þetta verði algeng umræðuefni meðal kollega minna hjá öðrum flugfélögum víðs vegar um heiminn,“ sagði Joyce í samtali við áströlsku sjónvarpsstöðina Nine Network í dag. Hann sagði þá að flugfélagið leitaði nú leiða til þess að breyta skilmálum sínum með þetta skilyrði fyrir augum. Alan Joyce, forstjóri Qantas, telur að önnur flugfélög kunni að gera bólusetningu að skilyrði fyrir flugi.David Gray/Getty „Við munum biðja fólk um að vera bólusett áður en það fær að fara um borð í flugvélina […] fyrir alþjóðlega ferðamenn á leið inn og út úr landinu teljum við þetta nauðsynlegt.“ Þá sagði hann liggja ljóst fyrir að alltaf yrðu einhverjar undantekningar, og átti þá við fólk sem af læknisfræðilegum ástæðum gæti ekki látið bólusetja sig. „En það ætti að vera eina undantekningin,“ sagði Joyce. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bólusetningar Fréttir af flugi Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ástralska flugfélagið Qantas mun gera það að skilyrði þess að fólk sé bólusett fyrir kórónuveirunni, vilji það fljúga með félaginu. Alan Joyce, forstjóri Qantas, segist gera ráð fyrir að önnur flugfélög séu í sömu hugleiðingum. Breska ríkisútvarpið fjallar um málið og hefur eftir Joyce að ráðstöfunin yrði nauðsynleg eftir að bóluefni við kórónuveirunni verður aðgengilegt. „Ég held að þetta verði algeng umræðuefni meðal kollega minna hjá öðrum flugfélögum víðs vegar um heiminn,“ sagði Joyce í samtali við áströlsku sjónvarpsstöðina Nine Network í dag. Hann sagði þá að flugfélagið leitaði nú leiða til þess að breyta skilmálum sínum með þetta skilyrði fyrir augum. Alan Joyce, forstjóri Qantas, telur að önnur flugfélög kunni að gera bólusetningu að skilyrði fyrir flugi.David Gray/Getty „Við munum biðja fólk um að vera bólusett áður en það fær að fara um borð í flugvélina […] fyrir alþjóðlega ferðamenn á leið inn og út úr landinu teljum við þetta nauðsynlegt.“ Þá sagði hann liggja ljóst fyrir að alltaf yrðu einhverjar undantekningar, og átti þá við fólk sem af læknisfræðilegum ástæðum gæti ekki látið bólusetja sig. „En það ætti að vera eina undantekningin,“ sagði Joyce.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ástralía Bólusetningar Fréttir af flugi Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf