Hugarþjálfari Alfons og félaga var herflugmaður og veit ekkert um fótbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2020 09:01 Alfons Sampsted í leik Bodø/Glimt og AC Milan í Evrópudeildinni. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Einn af lykilmönnunum í árangri nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt er Bjorn Mannsverk. Hann er fyrrverandi flugmaður í norska hernum og barðist m.a. í Afganistan. Mannsverk var ráðinn hugarþjálfari Bodø/Glimt fyrir þremur árum og vinnur náið með einstaklingum sem og liðinu í heild sinni. Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt og ber Mannsverk afar vel söguna. „Þetta er frábær maður. Ég kynntist honum bara núna í júlí. Hann tekur að sér nokkra leikmenn í liðinu og spjallar við þá, bæði um eitthvað sem tengist fótbolta og eitthvað sem tengist honum ekki. Hann er sálfræðingur á einn máta en samt ekki,“ sagði Alfons í samtali við Vísi. „Hann einbeitir sér að því hvað við getum gert til að stilla hausinn þannig að þú munir standa þig betur í leikjum. Þetta snýst mikið um það hvernig við getum haldið einbeitingu í 90 mínútur sem er hans sérgrein því hann var herflugmaður. Ef þú missir einbeitinguna þar ertu í vandræðum. Það eru kannski aðeins minni afleiðingar í fótboltaleik. Hann er með ákveðnar æfingar og pælingar hvernig við getum haldið einbeitingu gegnum heilan fótboltaleik.“ Mannsverk hefur engan bakgrunn í fótbolta, veit lítið um hann og hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á honum. En hann er samt í lykilhlutverki hjá Bodø/Glimt sem tryggði sér norska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fyrradag. „Hann veit ekkert um fótbolta,“ sagði Alfons um Mannsverk. „Þegar ég kom sagði ég honum að ég væri hægri bakvörður og hann sagðist halda að það væri hægra megin á vellinum en meira vissi hann ekki. Hann hefur bara áhuga á því að vinna með fólki og reyna að þjálfa huga þess.“ Klippa: Alfons um hugarþjálfara Bodø/Glimt Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
Einn af lykilmönnunum í árangri nýkrýndra Noregsmeistara Bodø/Glimt er Bjorn Mannsverk. Hann er fyrrverandi flugmaður í norska hernum og barðist m.a. í Afganistan. Mannsverk var ráðinn hugarþjálfari Bodø/Glimt fyrir þremur árum og vinnur náið með einstaklingum sem og liðinu í heild sinni. Alfons Sampsted leikur með Bodø/Glimt og ber Mannsverk afar vel söguna. „Þetta er frábær maður. Ég kynntist honum bara núna í júlí. Hann tekur að sér nokkra leikmenn í liðinu og spjallar við þá, bæði um eitthvað sem tengist fótbolta og eitthvað sem tengist honum ekki. Hann er sálfræðingur á einn máta en samt ekki,“ sagði Alfons í samtali við Vísi. „Hann einbeitir sér að því hvað við getum gert til að stilla hausinn þannig að þú munir standa þig betur í leikjum. Þetta snýst mikið um það hvernig við getum haldið einbeitingu í 90 mínútur sem er hans sérgrein því hann var herflugmaður. Ef þú missir einbeitinguna þar ertu í vandræðum. Það eru kannski aðeins minni afleiðingar í fótboltaleik. Hann er með ákveðnar æfingar og pælingar hvernig við getum haldið einbeitingu gegnum heilan fótboltaleik.“ Mannsverk hefur engan bakgrunn í fótbolta, veit lítið um hann og hefur ekkert sérstaklega mikinn áhuga á honum. En hann er samt í lykilhlutverki hjá Bodø/Glimt sem tryggði sér norska meistaratitilinn í fyrsta sinn í fyrradag. „Hann veit ekkert um fótbolta,“ sagði Alfons um Mannsverk. „Þegar ég kom sagði ég honum að ég væri hægri bakvörður og hann sagðist halda að það væri hægra megin á vellinum en meira vissi hann ekki. Hann hefur bara áhuga á því að vinna með fólki og reyna að þjálfa huga þess.“ Klippa: Alfons um hugarþjálfara Bodø/Glimt
Norski boltinn Tengdar fréttir KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01 Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Sjá meira
KA-menn misstu heimsmetið sitt í gær KA á Akureyri á ekki lengur metið yfir norðlægustu meistara heims eftir að hafa átt það í meira en þrjá áratugi. 23. nóvember 2020 09:01
Valdimar skoraði og Alfons lagði upp mark þegar Bodo/Glimt tryggði sér titilinn Alfons Sampsted og Valdimar Þór Ingimundarson lögðu sitt af mörkum þegar lið þeirra mættust í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2020 21:03