Skima milljónir og grípa til harðra aðgerða í þremur borgum í Kína Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2020 11:12 Frá borginni Tianjin, þar sem vel á þremur milljónum íbúa hefur verið gert að fara í skimun eftir að fimm hafa greinst með Covid-19 á undanfarinni viku. AP/Zhao Zishuo/Xinhua Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar greindist í þremur borgum þar í síðustu viku. Þar er um að ræða borgirnar Tianjin, Sjanghaí og Manzhouli og hefur skólum verið lokað og samkomubanni beitt. Þá stendur til að taka milljónir íbúa borganna í skimun á næstu dögum. Í Sjanghaí eru þessar aðgerðir til komnar vegna þess að sjö hafa greinst smitaðir í borginni frá því á föstudaginn. Í Tianjin greindust fimm smitaðir í síðustu viku og í Manzholui eiga allir rúmlega 200 þúsund íbúar borgarinnar að fara í skimun eftir að tvö tilfelli greindust á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Global Times, miðill í eigu kínverska ríksins, segir að í Tianjin eigi 2,6 milljónir íbúa eins hverfis borgarinnar að fara í skimun. Yfirvöld í landinu hafa gripið til sambærilegra aðgerða í hvert sinn sem smitaðir greinast í landinu. Skólum er lokað, samkomubann og jafnvel útgöngubann er sett á og fjölmörgum er gert að fara í skimun. Heilu byggðarlögunum hefur nánast verið lokað. Í einu tilfelli var fjölbýlishús þar sem fimm smit greindust einangrað. Til marks um þetta má vísa til Wuhan, þar sem veiran kom fyrst upp. Þar var borginni lokað og íbúum gert að halda sig heima í rúma tvo mánuði. Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir þessar aðgerðir og þær sagðar harðneskjulegar. Yfirvöld í Kína hafa þó stært sig af því hve vel þær hafa virkað. Samkvæmt opinberum tölum hafa einungis 86.442 greinst smitaðir í Kína frá því veiran greindist fyrst í lok síðasta árs og 3.634 dáið. „Í öllum heiminum er Kína eina landið sem hefur getuna til að komast í núll [smitaða],“ sagði Zeng Guang, einn af yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Kína við fjölmiðla í september. Hann sagði að til lengri tíma væri þetta besta leiðin í sóttvörnum. Hér að neðan má sjá myndband frá alþjóðaflugvellinum í Sjanghaí þar sem 17.719 starfsmönnum var gert að fara í skimun í gær eftir að fjórir greindust smitaðir á flugvellinum. Myndbönd af vettvangi sýna að til deilna kom á milli starfsmanna flugvallarins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sendir voru til að framkvæma skimunina. *Two more airport workers test positive tonight. The whole Pudong Airport was suddenly informed that the coronavirus test for people at the airport must be completed by 12am today. # # # pic.twitter.com/9O1AGgpOne— ChinaPropertyFocus (@ChinaPropFocus) November 22, 2020 Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Yfirvöld í Kína hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða eftir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar greindist í þremur borgum þar í síðustu viku. Þar er um að ræða borgirnar Tianjin, Sjanghaí og Manzhouli og hefur skólum verið lokað og samkomubanni beitt. Þá stendur til að taka milljónir íbúa borganna í skimun á næstu dögum. Í Sjanghaí eru þessar aðgerðir til komnar vegna þess að sjö hafa greinst smitaðir í borginni frá því á föstudaginn. Í Tianjin greindust fimm smitaðir í síðustu viku og í Manzholui eiga allir rúmlega 200 þúsund íbúar borgarinnar að fara í skimun eftir að tvö tilfelli greindust á laugardaginn, samkvæmt AP fréttaveitunni. Global Times, miðill í eigu kínverska ríksins, segir að í Tianjin eigi 2,6 milljónir íbúa eins hverfis borgarinnar að fara í skimun. Yfirvöld í landinu hafa gripið til sambærilegra aðgerða í hvert sinn sem smitaðir greinast í landinu. Skólum er lokað, samkomubann og jafnvel útgöngubann er sett á og fjölmörgum er gert að fara í skimun. Heilu byggðarlögunum hefur nánast verið lokað. Í einu tilfelli var fjölbýlishús þar sem fimm smit greindust einangrað. Til marks um þetta má vísa til Wuhan, þar sem veiran kom fyrst upp. Þar var borginni lokað og íbúum gert að halda sig heima í rúma tvo mánuði. Kínverjar hafa verið gagnrýndir fyrir þessar aðgerðir og þær sagðar harðneskjulegar. Yfirvöld í Kína hafa þó stært sig af því hve vel þær hafa virkað. Samkvæmt opinberum tölum hafa einungis 86.442 greinst smitaðir í Kína frá því veiran greindist fyrst í lok síðasta árs og 3.634 dáið. „Í öllum heiminum er Kína eina landið sem hefur getuna til að komast í núll [smitaða],“ sagði Zeng Guang, einn af yfirmönnum Sóttvarnastofnunar Kína við fjölmiðla í september. Hann sagði að til lengri tíma væri þetta besta leiðin í sóttvörnum. Hér að neðan má sjá myndband frá alþjóðaflugvellinum í Sjanghaí þar sem 17.719 starfsmönnum var gert að fara í skimun í gær eftir að fjórir greindust smitaðir á flugvellinum. Myndbönd af vettvangi sýna að til deilna kom á milli starfsmanna flugvallarins og þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem sendir voru til að framkvæma skimunina. *Two more airport workers test positive tonight. The whole Pudong Airport was suddenly informed that the coronavirus test for people at the airport must be completed by 12am today. # # # pic.twitter.com/9O1AGgpOne— ChinaPropertyFocus (@ChinaPropFocus) November 22, 2020
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira