Eþíópíski herinn hvetur fólk til að flýja: „Við munum ekki sýna neina miskunn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 17:37 Þegar hafa rúmlega þrjátíu þúsund íbúar Tigray-héraðs flúið yfir til Súdan. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að linni ástandinu ekki megi búast við að 170 þúsund til viðbótar flýji héraðið á næstu sex mánuðum. EPA-EFE/LENI KINZLI Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. Áætlun hersins er að umlykja borgina, en þar búa um 500 þúsund manns, með skriðdrekum og fallbyssum. Þetta staðfesti Dejene Tsegaye talsmaður hersins í samtali við ríkisútvarp Eþíópíu. „Frelsist undan herforingjastjórninni… við munum ekki sýna neina miskunn,“ sagði hann. Frelsishreyfing Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu, hefur heitið því að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Leiðtogi hennar, Debretsion Gebramichael, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að herliði hans hafi tekist að halda aftur af stjórnarhernum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því um helgina að stjórnarhernum hafi tekist að ná mikilvægum bæjum í Tigray á vald sitt. Átökin í héraðinu hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og hafa hundruð dáið og þúsundir hafa flúið heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að alvarlegt mannúðarástand sé í uppsiglingu í héraðinu og býst stofnunin við að linni átökunum ekki gætu allt að 200 þúsund íbúar Tigray flúið yfir til nágrannalandsins Súdan á næstu sex mánuðum. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, sem einnig er formaður Afríkusambandsins, tilkynnti á föstudag að hann hafi kallað saman hóp þriggja afrískra forseta sem myndu taka að sér yfirumsjón friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga. Eþíópísk yfirvöld afþökkuðu boð Ramaphosa og báru þau fyrir sig að málið væri löggæslumál sem leysa ætti innbyrðis. Eþíópía Tengdar fréttir Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Eþíópíski herinn hefur sagt íbúum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins að flýja en herinn nálgast nú höfuðborg héraðsins, Mekelle. Áætlun hersins er að umlykja borgina, en þar búa um 500 þúsund manns, með skriðdrekum og fallbyssum. Þetta staðfesti Dejene Tsegaye talsmaður hersins í samtali við ríkisútvarp Eþíópíu. „Frelsist undan herforingjastjórninni… við munum ekki sýna neina miskunn,“ sagði hann. Frelsishreyfing Tigray, sem fer með stjórn í héraðinu, hefur heitið því að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. Leiðtogi hennar, Debretsion Gebramichael, sagði í samtali við fréttastofu Reuters að herliði hans hafi tekist að halda aftur af stjórnarhernum. Ríkisstjórn landsins greindi frá því um helgina að stjórnarhernum hafi tekist að ná mikilvægum bæjum í Tigray á vald sitt. Átökin í héraðinu hafa nú staðið yfir í rúmar tvær vikur og hafa hundruð dáið og þúsundir hafa flúið heimili sín. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að alvarlegt mannúðarástand sé í uppsiglingu í héraðinu og býst stofnunin við að linni átökunum ekki gætu allt að 200 þúsund íbúar Tigray flúið yfir til nágrannalandsins Súdan á næstu sex mánuðum. Forseti Suður-Afríku, Cyril Ramaphosa, sem einnig er formaður Afríkusambandsins, tilkynnti á föstudag að hann hafi kallað saman hóp þriggja afrískra forseta sem myndu taka að sér yfirumsjón friðarviðræðna milli stríðandi fylkinga. Eþíópísk yfirvöld afþökkuðu boð Ramaphosa og báru þau fyrir sig að málið væri löggæslumál sem leysa ætti innbyrðis.
Eþíópía Tengdar fréttir Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31 Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47 Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Biðla til stjórnvalda að semja um vopnahlé Hjálparstofnanir hafa kallað eftir því að vopnahlé taki gildi þegar í stað svo að þær geti fært almennum borgurum í Tigray-héraði í norðurhluta Eþíópíu vistir, þar sem eþíópíski herinn og stjórn Tigray-héraðs hafa tekist á undanfarnar tvær vikur. 20. nóvember 2020 23:31
Stjórnarherinn sækir að höfuðborg Tigray héraðs Stjórnvöld í Eþíópíu segja að stjórnarherinn hafi nú hafið sókn sína að höfuðborg Tigray héraðs þar sem átök hafa geisað milli uppreisnarmanna og hersins. Tigray menn segjast ætla að verjast og hafa þeir komið sér fyrir í bænum Alamata í nágrenni höfuðborgarinnar Mekelle. 18. nóvember 2020 08:47
Alvarlegt mannúðarástand í uppsiglingu í Eþíópíu Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna varar við alvarlegu mannúðarástandi í Eþíópíu vegna átaka sem geisa í norðanverðu landinu. Um 27.000 manns hafa flúið til nágrannaríkisins Súdan er þar er fyrir um milljón flóttamanna. 17. nóvember 2020 15:41