Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru sex í sóttkví en fjórir ekki. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun faraldursins hér á landi sem segir að þessi tíu smit séu ekki vísbending um að faraldurinn sé að fara í uppsveiflu heldur sé um eðlilegar sveiflur á milli daga að ræða.
Í fréttatímanum verður einnig fjallað um deilu Reykjavíkurborgar við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga en borgaryfirvöld vilja meina að sjóðurinn skuldi borginni tæpa níu milljarða króna.
Þá verður fjallað um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og endurtalningu atkvæða í Georgíu ríki sem lauk í nótt.
Þetta og fleira í hádegisfréttum á slaginu tólf.