Sara Sigmunds elskar Lewis Hamilton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2020 08:30 Sara Sigmundsdóttir er mikil aðdáandi Lewis Hamilton. Samsett/Instagram&Getty Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Formúla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Heimsmeistarinn í formúlu eitt á sér mikinn aðdáenda í einni stærstu stjörnu CrossFit íþróttarinnar. Sara Sigmundsdóttir felur ekki aðdáun sína á sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Lewis Hamilton tryggði sér á dögunum sinn sjöunda heimsmeistaratitil í formúlu eitt en hann vann þá titilinn fjórða árið í röð. Hamilton jafnaði með þessu met Michael Schumacher sem vann líka sjö heimsmeistaratitla frá 1994 til 2004. Í viðtali við Dan Williams, eiganda og stofnanda WIT Fitness á dögunum þá nefndi íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir Lewis Hamilton þegar hún var spurð út í hvaða íþróttamaður í CrossFit eða annarri íþrótti hefði mestu áhrif á hana. „Ég elska Lewis Hamilton og ekki aðeins sem íþróttamann heldur líka fyrir hans gildi og breytingarnar sem hann er að berjast fyrir til að gera heiminn betri,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Hann er eitthvað annað og hann er svo auðmjúkur,“ sagði Sara sem fór að fylgjast með formúlunni eftir að hafa horft á heimildarmyndina um hana. „Ég horfði á formúlu eitt þættina og þeir eru svo góðir. Ég hafði aldrei horft á formúlu eitt og spurði sjálfa mig af hverju ég ætti að horfa á sjónvarpsþátt um hana. Ég prófaði að horfa á hann og ég gat ekki hætt,“ sagði Sara. „Ég held að ég sé búinn að horfa þrisvar sinnum á þættina. Hann sýnir þar alltaf hversu þakklátur hann er fyrir vinnu liðsfélaga sinna. Hann er ekki þessi sjálfumglaði gæi sem heldur að hann eigi heiminn af því að hann er svona stórkostlegur ökumaður. Hann er alltaf að segja að hann gæti ekki gert þetta án liðsins síns,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) „Þess vegna elska ég hann og hefur þessi réttu gildi. Ég horfi mikið upp til hans og ég elska líka Serenu Williams. Hún er ótrúleg og hún hefur séð til þess ásamt Rondu Rousey að vöðvastæltar íþróttakonur eru viðurkenndar. Með frammistöðu þeirra hafa þær sýnt öllum hinum að vera stoltar af vöðvunum sínum og ekki skamma sín fyrir neitt,“ sagði Sara. „Þegar ég var að byrja að æfa þá sagði ég við vin minn að ef ég fær vöðva á hálsinn þá mun ég hætta því mér fannst það svo ógeðslegt. Svo byrjaði ég í CrossFit og elskaði það að vera komin með vöðva á hálsinn,“ sagði Sara. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Formúla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira