Sex erfiðir mánuðir bíða Evrópu vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 21:09 Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins geisar nú yfir Evrópu. Yfirmaður Evrópudeildar WHO segir næstu sex mánuði verða erfiða fyrir álfuna. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. Hans Kluger, yfirmaður Evrópudeildar WHO, greindi frá því í dag að meira en 29 þúsund hafi látist af völdum Covid-19 í álfunni undanfarna viku. „Það þýðir að einn deyi á hverjum sautján sekúndum,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann greindi hins vegar frá því að tilfellum hafi fækkað eftir því sem samkomu- og sóttvarnatakmarkanir hafa verið hertar. Sú bylgja faraldursins sem nú geisar á meginlandi Evrópu er jafnan sögð önnur bylgja hans. Tilfellum fór að fjölga töluvert í októbermánuði og hafa flest Evrópuríki gripið til harðra aðgerða í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hingað til hafa 15.738.179 Evrópubúar greinst með veiruna og 354.145 látist vegna hennar. Eingöngu Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á veirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum frá WHO. Lang flest kórónuveirutilfelli og -dauðsföll má rekja til Bretlands, Rússlands, Frakklands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands. Lang flestir hafa látist í Bretlandi af öllum Evrópuríkjunum en flestir hafa greinst í Frakklandi. Að sögn Kluger má rekja 28 prósent allra tilfella á heimsvísu til Evrópu og 26 prósent dauðsfalla. Þá lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum yfir ástandinu í Sviss og Frakklandi. Í báðum ríkjunum eru um 95 prósent gjörgæslurýma í notkun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Næstu sex mánuðir verða Evrópu erfiðir að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Kórónuveirufaraldurinn hefur herjað á álfuna undanfarnar vikur og mánuði. Hans Kluger, yfirmaður Evrópudeildar WHO, greindi frá því í dag að meira en 29 þúsund hafi látist af völdum Covid-19 í álfunni undanfarna viku. „Það þýðir að einn deyi á hverjum sautján sekúndum,“ sagði hann á blaðamannafundi í dag. Hann greindi hins vegar frá því að tilfellum hafi fækkað eftir því sem samkomu- og sóttvarnatakmarkanir hafa verið hertar. Sú bylgja faraldursins sem nú geisar á meginlandi Evrópu er jafnan sögð önnur bylgja hans. Tilfellum fór að fjölga töluvert í októbermánuði og hafa flest Evrópuríki gripið til harðra aðgerða í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Hingað til hafa 15.738.179 Evrópubúar greinst með veiruna og 354.145 látist vegna hennar. Eingöngu Bandaríkin hafa orðið verr fyrir barðinu á veirunni samkvæmt tölulegum upplýsingum frá WHO. Lang flest kórónuveirutilfelli og -dauðsföll má rekja til Bretlands, Rússlands, Frakklands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands. Lang flestir hafa látist í Bretlandi af öllum Evrópuríkjunum en flestir hafa greinst í Frakklandi. Að sögn Kluger má rekja 28 prósent allra tilfella á heimsvísu til Evrópu og 26 prósent dauðsfalla. Þá lýsti hann yfir sérstökum áhyggjum yfir ástandinu í Sviss og Frakklandi. Í báðum ríkjunum eru um 95 prósent gjörgæslurýma í notkun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16 250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52 Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Á von á metingi þegar bóluefnið kemur til Íslands Sóttvarnalæknir á von á að metingur verði á landinu þegar bóluefni komi til landsins. Landlæknir segir til skoðunar að gefa út sérstakar leiðbeiningar varðandi jólin. 19. nóvember 2020 12:16
250 þúsund manns látist vegna Covid-19 í Bandaríkjunum Rúmlega ellefu og hálf milljón Bandaríkjamanna hefur smitast af kórónuveirunni og eru Bandaríkin það ríki heims þar sem flestir hafa smitast og flestir látið lífið. 19. nóvember 2020 06:52
Áhyggjufullur vegna stöðu Covid-19 í Rússlandi Vladímír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir áhyggjum sínum vegna hækkandi dánartíðni þeirra sem smitast hafa af Covid-19 í Rússlandi. S 18. nóvember 2020 17:58