Haraldur Franklín númer 666 á heimslistanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 16:01 Haraldur Franklín Magnús keppir á Áskorendamótaröðinni. getty/David Cannon Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira