900 starfsmenn Mayo Clinic smitast á tveimur vikum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 23:29 Heilbrigðisstarfsmenn viðhafa ýtrustu sóttvarnir í vinnunni en eru berskjaldaðri fyrir Covid-19 úti í samfélaginu. epa/Giuseppe Lami Fleiri en 900 starfsmenn Mayo Clinic, eins virtasta rannsóknarsjúkrahúss Bandaríkjanna, hafa smitast af Covid-19 á aðeins tveimur vikum. Næstum allir smituðust utan vinnu en tölurnar þykja sýna hvaða áhrif mikið samfélagssmit getur haft á starfsemi heilbrigðisstofnana. Samkvæmt yfirlækni á spítalanum smituðust 93% starfsmanna utan spítalans en allir þeir sem smituðust á vinnustaðnum eru taldir hafa smitast þegar þeir tóku af sér grímurnar til að borða. Umræddur hópur telur þriðjung þeirra starfsmanna sem hafa smitast frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst en höfðustöðvar Mayo Clinic í Rochester í Minnesota er nú þúsund starfsmönnum frá fullri mönnun. „Þetta sýnir það hversu auðvelt það er að fá Covid-19 í mið-vesturríkjunum,“ hefur Guardian eftir Amy Williams. „Starfsfólk okkar er að mestu að smitast vegna útbreiðslu í samfélaginu og það hefur áhrif á getu okkar til að annast sjúklingana okkar.“ Ekki hefur komið fram hvort smit meðal starfsmanna hafi leitt til dauðsfalla en samkvæmt rannsóknarvinnu Guardian og Kaiser Health News hafa að minnsta kosti 1.396 heilbrigðisstarfsmenn látið lífið af völdum veirunnar. Um 161 þúsund tilfelli Covid-19 greindust í Bandaríkjunum í gær og þá lágu 76.830 á sjúkrastofnunum vegna sjúkdómsins. Williams segir marga spítala í mið-vesturríkjunum yfirfulla. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Fleiri en 900 starfsmenn Mayo Clinic, eins virtasta rannsóknarsjúkrahúss Bandaríkjanna, hafa smitast af Covid-19 á aðeins tveimur vikum. Næstum allir smituðust utan vinnu en tölurnar þykja sýna hvaða áhrif mikið samfélagssmit getur haft á starfsemi heilbrigðisstofnana. Samkvæmt yfirlækni á spítalanum smituðust 93% starfsmanna utan spítalans en allir þeir sem smituðust á vinnustaðnum eru taldir hafa smitast þegar þeir tóku af sér grímurnar til að borða. Umræddur hópur telur þriðjung þeirra starfsmanna sem hafa smitast frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst en höfðustöðvar Mayo Clinic í Rochester í Minnesota er nú þúsund starfsmönnum frá fullri mönnun. „Þetta sýnir það hversu auðvelt það er að fá Covid-19 í mið-vesturríkjunum,“ hefur Guardian eftir Amy Williams. „Starfsfólk okkar er að mestu að smitast vegna útbreiðslu í samfélaginu og það hefur áhrif á getu okkar til að annast sjúklingana okkar.“ Ekki hefur komið fram hvort smit meðal starfsmanna hafi leitt til dauðsfalla en samkvæmt rannsóknarvinnu Guardian og Kaiser Health News hafa að minnsta kosti 1.396 heilbrigðisstarfsmenn látið lífið af völdum veirunnar. Um 161 þúsund tilfelli Covid-19 greindust í Bandaríkjunum í gær og þá lágu 76.830 á sjúkrastofnunum vegna sjúkdómsins. Williams segir marga spítala í mið-vesturríkjunum yfirfulla.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Áunnið ónæmi gæti varað ár eða áratugi Rannsóknarniðurstöður vísindamanna við La Jolla Institute of Immunology í Bandaríkjunum vekja vonir um að áunnið ónæmi gegn SARS-CoV-2 geti varað í mörg ár eða jafnvel áratugi. Flestir þeirra sem tóku þátt í rannsókn stofnunarinnar bjuggu enn að nógu góðu ónæmissvari átta mánuðum eftir smit til að vinna á veirunni og koma í veg fyrir veikindi. 18. nóvember 2020 19:29