Harmar „dapurlegar athugasemdir“ vegna smits bílstjóra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2020 20:16 Undirbúningur sýnatöku. Vísir/Vilhelm „Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
„Aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ brýnir Hlynur Bragason, eigandi Sæta hópferða, fyrir íbúum Fljótsdalshéraðs en í færslu í Facebook-síðunni Íbúar Fljótsdalshéraðs talar hann um dapurlegar athugasemdir, sem virðast hafa borist fyrirtækinu eða bílstjóra þess, sem greinst hefur með Covid-19. Hlynur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. „Það er mikil ábyrgð að vera skólabílstjóri, við berum ábyrgð á börnunum ykkar á ferðum þeirra á milli skóla og heimilis við alls konar aðstæður. Gætum orða okkar og gröfum ekki undan trausti barnanna með ógætilegum og vanhugsuðum orðum,“ segir Hlynur m.a. í færslunni. Allir strax í sjálfskipaða sóttkví Forsaga málsins er sú að í gær greindist einn bílstjóra fyrirtækisins með Covid-19 en að sögn Hlyns setti fyrirtækið sig strax í samband við alla viðeigandi aðila. „Frá því að skólaakstur hófst í haust höfum við í okkar fyrirtæki lagt allt kapp á að vanda til verka með allar sóttvarnir. Við vorum frumkvöðlar að notkun andlitsgríma hjá bílstjórum okkar. Allir bílstjórar voru og eru með grímur á meðan á akstri með börn á sér stað. Við viljum einnig koma því á framfæri að spritt er í öllum bílum til afnota fyrir farþega og hefur verið frá því að skólahald hófst, allir snertifletir eru sápuþvegnir og sótthreinsaðir samkvæmt reglum. Hjá Sæti hópferðum er vandað til verka og enginn getur haldið öðru fram,“ segir Hlynur. Bílstjórar hafi um langan tíma verið hvattir til að vanda sig í ljósi aðstæðna en allir þeir sem höfuð verið í samskiptum við umræddan starfsmann fóru umsvifalaust í sjálfskipaða sóttkví og verða í henni þar til seinni sýnataka mun eiga sér stað á föstudag. „Við vonum að með þessum upplýsingum skapist friður, því miður þá er okkur að berast til eyrna dapurlegar athugasemdir sem engan veginn eiga rétt á sér. Eins og einhver sagði „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Sýnum frekar samstöðu og skilning. ENGINN ÆTLAR að veikjast en því miður gerist það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Tengdar fréttir Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28 Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58 Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Telja litlar líkur á því að bílstjórinn hafi smitað börnin Sá sem greindist með kórónuveiruna á Austurlandi í gær er skólabílstjóri sem ekur skólabörnum í Egilsstaðaskóla og Fellaskóla. 18. nóvember 2020 13:28
Skýrist í dag hvort um hópsmit sé að ræða Smitrakningu miðar vel á Austurlandi þar sem kórónuveirusmit greindist í gær. 18. nóvember 2020 11:58
Skólahald fellur niður vegna smits á Austurlandi Skólahald fellur niður í tveimur grunnskólum á Egilsstöðum á morgun, eftir að smit greindist á Austurlandi í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn lögreglu á Austurlandi. 17. nóvember 2020 21:59