Scholes segir að Neville hafi reynt að lokka sig til Everton Anton Ingi Leifsson skrifar 18. nóvember 2020 21:01 Paul Scholes í goðsagnaleik með Manchester United í fyrra. Getty/Matthew Ashton Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, segir að hann hafi íhugað að ganga í raðir Everton er hann snéri aftur í fótboltann árið 2012. Hann endaði þó að spila á ný með uppeldisfélaginu. Miðjumaðurinn hætti að spila eftir tímabilið 2010/2011. Hann fékk kveðjuleik á Old Trafford eftir sautján ár í rauða búningnum en hann var þó bara hættur í eitt ár. Í upphafi ársins 2012, er Scholes var að þjálfa U23-ára lið félagsins, þá vildi hann snúa aftur í fótboltann. Honum fannst hann enn geta spilað og endaði á því að reima á sig skóna á nýjan leik. Það var þó ekki alltaf í myndinni að það væri bara Man. United. „Ég snéri til baka í september 2011 með U23-ára liðinu og ég var að æfa á hverjum degi. Mér fannst ég vera í virkilega góðu líkamlegu formi eftir fjögurra mánaða hlé sem ég þurfti. Ég vildi byrja spila aftur,“ sagði Scholes. „Hvar það yrði var ekki svo mikilvægt. Ég bjóst ekki við því að United vildi mig aftur. Ég talaði við Phil Neville og hann sagði mér að koma til Everton. Ég vildi ekki spila fyrir neitt annað félag en ef þetta hefði verið eini möguleikinn hefði ég kannski gert það. Ég veit það ekki.“ Sir Alex Ferguson sannfærði svo Scholes um að koma aftur til Man. United. Hann lék sinn fyrsta leik gegn Man. City í FA-bikarnum í janúar og endaði á því að vinna sinn ellefta meistaratitil með félaginu. Skórnir fóru svo aftur upp í hillu í maímánuði 2013. Paul Scholes reveals Phil Neville tried to persuade him to join Everton when he came out of retirement in 2012 https://t.co/CYLB6GJbVb— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020 Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, segir að hann hafi íhugað að ganga í raðir Everton er hann snéri aftur í fótboltann árið 2012. Hann endaði þó að spila á ný með uppeldisfélaginu. Miðjumaðurinn hætti að spila eftir tímabilið 2010/2011. Hann fékk kveðjuleik á Old Trafford eftir sautján ár í rauða búningnum en hann var þó bara hættur í eitt ár. Í upphafi ársins 2012, er Scholes var að þjálfa U23-ára lið félagsins, þá vildi hann snúa aftur í fótboltann. Honum fannst hann enn geta spilað og endaði á því að reima á sig skóna á nýjan leik. Það var þó ekki alltaf í myndinni að það væri bara Man. United. „Ég snéri til baka í september 2011 með U23-ára liðinu og ég var að æfa á hverjum degi. Mér fannst ég vera í virkilega góðu líkamlegu formi eftir fjögurra mánaða hlé sem ég þurfti. Ég vildi byrja spila aftur,“ sagði Scholes. „Hvar það yrði var ekki svo mikilvægt. Ég bjóst ekki við því að United vildi mig aftur. Ég talaði við Phil Neville og hann sagði mér að koma til Everton. Ég vildi ekki spila fyrir neitt annað félag en ef þetta hefði verið eini möguleikinn hefði ég kannski gert það. Ég veit það ekki.“ Sir Alex Ferguson sannfærði svo Scholes um að koma aftur til Man. United. Hann lék sinn fyrsta leik gegn Man. City í FA-bikarnum í janúar og endaði á því að vinna sinn ellefta meistaratitil með félaginu. Skórnir fóru svo aftur upp í hillu í maímánuði 2013. Paul Scholes reveals Phil Neville tried to persuade him to join Everton when he came out of retirement in 2012 https://t.co/CYLB6GJbVb— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira