Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mega helst ekki vera án brasilíska sóknarmannsins Richarlison og fréttir næturinnar voru því ekki skemmtilegar fyrir Everton liðið.
Edinson Cavani braut það illa á Richarlison í undankeppni HM í nótt að Cavani fékk rautt spjald og Richarlison þurfti að fara af velli.
Richarlison var að spila sína fyrstu leiki sína um miðjan október í þessum landsleikjaglugga þar sem hann hefur verið í leikbanni í ensku úrvalsdeildinni.
Edinson Cavani was sent off for Uruguay vs Brazil following a VAR review
— GiveMeSport (@GiveMeSport) November 18, 2020
Everton's Richarlison had to be subbed off afterwards #MUFC #EFChttps://t.co/7Uttgy93P0
Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir brot á Liverpool manninum Thiago í nágrannaslag Everton og Liverpool 17. október síðastliðnum.
Everton náði samt 2-2 jafntefli út úr þeimleik og var þá með 13 stig af 15 mögulegum og sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Þar sem að þetta var beint rautt spjald þá fékk Richarlison þriggja leikja bann.
Everton náði ekki í eitt einasta stig án hans því liðið tapaði 2-0 á móti Southampton, 2-1 á móti Newcastle og 3-1 á móti Manchester United í leikjunum sem hann var í banni. Núll stig í þremur leikjum og fyrir vikið er liðið dottið niður í sjöunda sæti.
Everton in the Premier League since 18/19:
— FIVEYARDS (@FIVE__YARDS) November 16, 2020
Most Goals | Richarlison (27)
Most Assists | Digne (13)
Most Dribbles | Richarlison (121)
Most Key Passes | Digne (149)
Most Fouls Drawn | Richarlison (159)
Most Tackles | Digne (184)
They get their dream left side back on Sunday. pic.twitter.com/Iiv8kgCG8f
Það er augljóst á þessari upptalningu að Everton liðið getur helst ekki verið án Richarlison.
Richarlison átti að snúa aftur úr leikbanni um helgina þegar Everton heimsækir Fulham í London á sunnudaginn.
Edinson Cavani gæti hafa breytt þeim plönum með broti sínu. Cavani steig á ökklann á Richarlison sem varð að fara að velli.
Það verður síðan að koma í ljós hvort meiðsli Richarlison séu það alvarleg að hann missi af enn fleiri leikjum með Everton.