Óttast ekki að missa Messi: Fundu ekki fyrir því þegar Ronaldo og Neymar fóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Leo Messi er mögulega á förum frá Barcelona næsta sumar. Getty/Urbanandsport Forseti spænsku deildarinnar óttast ekki áhrifin af því ef Lionel Messi hættir hjá Barcelona í sumar og færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Hann segir La Liga tilbúna fyrir að missa Messi. Javier Tebas, forseti La Liga, ræddi mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona og gagnrýndi um leið Manchester City, félagið sem hann heldur sjálfur að Lionel Messi semji við. Tebas vill að Lionel Messi haldi áfram að spila á Spáni en hefur ekki áhyggjur af því að það komi mikið niður á spænsku deildinni á missa hann. La Liga president Javier Tebas says he is "ready" for the exit of Barcelona star Lionel Messi.Full story: https://t.co/1qYiAUHzKZ pic.twitter.com/r8IRoyaQ5H— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 „Við vildum auðvitað helst að Messi yrði áfram í La Liga en bæði Ronaldo og Neymar fóru og við höfum ekki fundið fyrir neinni breytingu,“ sagði Javier Tebas í viðtali við breska ríkisútvarpið. Lionel Messi er 33 ára gamall og rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Hann fer því á frjálsri sölu ef hann ákveður að yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan að hann var þrettán ára gamall. Það er samt lítill vafi á því að það verður ekki sami alþjóðlegi áhugi á spænska boltanum ef hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi spila í deildinni. La Liga president Javier Tebas has been speaking about the prospect of Lionel Messi leaving the league. And he's criticised Manchester City, a club he believes could sign him. Find out more: https://t.co/8Cmrg02Fvb pic.twitter.com/4WSqFd4fQc— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 Javier Tebas hélt áfram að skjóta á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City, liðið sem er að gera allt til þess að fá Lionel Messi til sín. „Það lítur út fyrir að eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem talar um að fá Messi til sín sé Manchester City, félag sem fylgir ekki reglunum. Ég er ekki sá eini sem segir það,“ sagði Tebas. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim. Ég hef gagnrýnt starfshætti þeirra svo oft. Það skiptir ekki máli þótt þeir geri það einu sinni einn. Hvorki kórónuveirufaraldurinn, heimsfaraldrar eða eitthvað annað hefur áhrif á City af því að félagið er fjármagnað á annan hátt en við hin og það er ómögulegt að keppa við það,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Forseti spænsku deildarinnar óttast ekki áhrifin af því ef Lionel Messi hættir hjá Barcelona í sumar og færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Hann segir La Liga tilbúna fyrir að missa Messi. Javier Tebas, forseti La Liga, ræddi mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona og gagnrýndi um leið Manchester City, félagið sem hann heldur sjálfur að Lionel Messi semji við. Tebas vill að Lionel Messi haldi áfram að spila á Spáni en hefur ekki áhyggjur af því að það komi mikið niður á spænsku deildinni á missa hann. La Liga president Javier Tebas says he is "ready" for the exit of Barcelona star Lionel Messi.Full story: https://t.co/1qYiAUHzKZ pic.twitter.com/r8IRoyaQ5H— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 „Við vildum auðvitað helst að Messi yrði áfram í La Liga en bæði Ronaldo og Neymar fóru og við höfum ekki fundið fyrir neinni breytingu,“ sagði Javier Tebas í viðtali við breska ríkisútvarpið. Lionel Messi er 33 ára gamall og rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Hann fer því á frjálsri sölu ef hann ákveður að yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan að hann var þrettán ára gamall. Það er samt lítill vafi á því að það verður ekki sami alþjóðlegi áhugi á spænska boltanum ef hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi spila í deildinni. La Liga president Javier Tebas has been speaking about the prospect of Lionel Messi leaving the league. And he's criticised Manchester City, a club he believes could sign him. Find out more: https://t.co/8Cmrg02Fvb pic.twitter.com/4WSqFd4fQc— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 Javier Tebas hélt áfram að skjóta á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City, liðið sem er að gera allt til þess að fá Lionel Messi til sín. „Það lítur út fyrir að eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem talar um að fá Messi til sín sé Manchester City, félag sem fylgir ekki reglunum. Ég er ekki sá eini sem segir það,“ sagði Tebas. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim. Ég hef gagnrýnt starfshætti þeirra svo oft. Það skiptir ekki máli þótt þeir geri það einu sinni einn. Hvorki kórónuveirufaraldurinn, heimsfaraldrar eða eitthvað annað hefur áhrif á City af því að félagið er fjármagnað á annan hátt en við hin og það er ómögulegt að keppa við það,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira