Óttast ekki að missa Messi: Fundu ekki fyrir því þegar Ronaldo og Neymar fóru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2020 10:31 Leo Messi er mögulega á förum frá Barcelona næsta sumar. Getty/Urbanandsport Forseti spænsku deildarinnar óttast ekki áhrifin af því ef Lionel Messi hættir hjá Barcelona í sumar og færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Hann segir La Liga tilbúna fyrir að missa Messi. Javier Tebas, forseti La Liga, ræddi mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona og gagnrýndi um leið Manchester City, félagið sem hann heldur sjálfur að Lionel Messi semji við. Tebas vill að Lionel Messi haldi áfram að spila á Spáni en hefur ekki áhyggjur af því að það komi mikið niður á spænsku deildinni á missa hann. La Liga president Javier Tebas says he is "ready" for the exit of Barcelona star Lionel Messi.Full story: https://t.co/1qYiAUHzKZ pic.twitter.com/r8IRoyaQ5H— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 „Við vildum auðvitað helst að Messi yrði áfram í La Liga en bæði Ronaldo og Neymar fóru og við höfum ekki fundið fyrir neinni breytingu,“ sagði Javier Tebas í viðtali við breska ríkisútvarpið. Lionel Messi er 33 ára gamall og rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Hann fer því á frjálsri sölu ef hann ákveður að yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan að hann var þrettán ára gamall. Það er samt lítill vafi á því að það verður ekki sami alþjóðlegi áhugi á spænska boltanum ef hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi spila í deildinni. La Liga president Javier Tebas has been speaking about the prospect of Lionel Messi leaving the league. And he's criticised Manchester City, a club he believes could sign him. Find out more: https://t.co/8Cmrg02Fvb pic.twitter.com/4WSqFd4fQc— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 Javier Tebas hélt áfram að skjóta á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City, liðið sem er að gera allt til þess að fá Lionel Messi til sín. „Það lítur út fyrir að eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem talar um að fá Messi til sín sé Manchester City, félag sem fylgir ekki reglunum. Ég er ekki sá eini sem segir það,“ sagði Tebas. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim. Ég hef gagnrýnt starfshætti þeirra svo oft. Það skiptir ekki máli þótt þeir geri það einu sinni einn. Hvorki kórónuveirufaraldurinn, heimsfaraldrar eða eitthvað annað hefur áhrif á City af því að félagið er fjármagnað á annan hátt en við hin og það er ómögulegt að keppa við það,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Forseti spænsku deildarinnar óttast ekki áhrifin af því ef Lionel Messi hættir hjá Barcelona í sumar og færir sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Hann segir La Liga tilbúna fyrir að missa Messi. Javier Tebas, forseti La Liga, ræddi mögulega brottför Lionel Messi frá Barcelona og gagnrýndi um leið Manchester City, félagið sem hann heldur sjálfur að Lionel Messi semji við. Tebas vill að Lionel Messi haldi áfram að spila á Spáni en hefur ekki áhyggjur af því að það komi mikið niður á spænsku deildinni á missa hann. La Liga president Javier Tebas says he is "ready" for the exit of Barcelona star Lionel Messi.Full story: https://t.co/1qYiAUHzKZ pic.twitter.com/r8IRoyaQ5H— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 „Við vildum auðvitað helst að Messi yrði áfram í La Liga en bæði Ronaldo og Neymar fóru og við höfum ekki fundið fyrir neinni breytingu,“ sagði Javier Tebas í viðtali við breska ríkisútvarpið. Lionel Messi er 33 ára gamall og rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Hann fer því á frjálsri sölu ef hann ákveður að yfirgefa félagið sem hann hefur spilað með síðan að hann var þrettán ára gamall. Það er samt lítill vafi á því að það verður ekki sami alþjóðlegi áhugi á spænska boltanum ef hvorki Cristiano Ronaldo né Lionel Messi spila í deildinni. La Liga president Javier Tebas has been speaking about the prospect of Lionel Messi leaving the league. And he's criticised Manchester City, a club he believes could sign him. Find out more: https://t.co/8Cmrg02Fvb pic.twitter.com/4WSqFd4fQc— BBC Sport (@BBCSport) November 17, 2020 Javier Tebas hélt áfram að skjóta á enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City, liðið sem er að gera allt til þess að fá Lionel Messi til sín. „Það lítur út fyrir að eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem talar um að fá Messi til sín sé Manchester City, félag sem fylgir ekki reglunum. Ég er ekki sá eini sem segir það,“ sagði Tebas. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af þeim. Ég hef gagnrýnt starfshætti þeirra svo oft. Það skiptir ekki máli þótt þeir geri það einu sinni einn. Hvorki kórónuveirufaraldurinn, heimsfaraldrar eða eitthvað annað hefur áhrif á City af því að félagið er fjármagnað á annan hátt en við hin og það er ómögulegt að keppa við það,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira