Mikil meiðsli hafa herjað á Englandsmeistara Liverpool það sem af er leiktíðinni og sér í lagi í varnarleiknum þar sem hver varnarmaðurinn á fætur öðrum hefur dottið út.
Virgil Van Dijk og Joe Gomez tru meiddir í lengri tíma og því er Joel Matip eini miðvörðurinn sem hefur leikið eitthvað af viti að undanförnu sem er heill heilsu.
Því hefur verið mikið rætt og ritað um hvort að Liverpool ætli að sækja sér miðvörð í janúarglugganum en enskir miðlar segja að svo verði ekki. The Athletic greinir frá þessum tíðindum.
Miðverðir eins og Dayot Upamecano hjá Leipzig og Kalidou Koulibaly hjá Napoli hafa verið orðaðir við rauða herinn en bæði Jurgen Klopp, stjóri liðsins, og stjórn félagsins eru sammála um um að versla ekki miðvörð í janúar.
Þeir munu bíða þangað til næsta sumar með að gera eitthvað á félagaskiptamarkaðnum nema eitthvað mikið breytist segir í frétt The Athletic. Klopp ætlar þar af leiðandi að treysta á ungu miðverðina, Nat Phillips og Rhys Williams, ef svo ber undir.
Liverpool 'have NO intention of signing a new centre back in January' https://t.co/tMNlmhZAMx
— MailOnline Sport (@MailSport) November 16, 2020