Sjáðu vandræði Tigers Woods á verstu holu hans á ferlinum: Tíu högg á par 3 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 15:32 Tiger Woods náði fimm fuglum á síðustu sex holunum eftir hörmungarnar á tólftu. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Tiger Woods klúðraði endanlega titilvörninni sinni á Mastersmótinu í golfi í ár með skelfilegri spilamennsku á par þrjú holu. Tólfta holan á fjórða hring Mastersmótinu í golfi er nú versta holan á ferlinum hjá Tiger Woods. Tiger kláraði holuna á tíu höggum eða sjö höggum yfir pari hennar. Hann setti golfboltann þrisvar í vatnið og var eftir hana kominn þrjú högg yfir par. Tiger fékk reyndar fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði mótið á einu höggi undir pari. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Tiger Woods hefur spilað eina holu á tíu höggum á PGA-mótið. Hann hafði einu spilað holu á níu höggum en það var á Memorial mótinu árið 1997. Tiger hafði líka mest spilað eina holu á átta höggum á risamóti en það gerðist bæði á Opna bandaríska mótinu 1996 og Opna breska mótinu 1997. Það var kaldhæðni örlaganna að í fyrra má segja að Tiger Woods hafi lagt grunninn að sigri sínum á Mastersmótinu í fyrra á þessari sömu tólftu holu. Þá fóru Brooks Koepka, Ian Poulter, Francesco Molinari og Tony Finau allir í vatnið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vandræðum Tiger Woods á þessari sögulegu holu hans. Klippa: Vandræði Tiger Woods á tólftu Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Tiger Woods klúðraði endanlega titilvörninni sinni á Mastersmótinu í golfi í ár með skelfilegri spilamennsku á par þrjú holu. Tólfta holan á fjórða hring Mastersmótinu í golfi er nú versta holan á ferlinum hjá Tiger Woods. Tiger kláraði holuna á tíu höggum eða sjö höggum yfir pari hennar. Hann setti golfboltann þrisvar í vatnið og var eftir hana kominn þrjú högg yfir par. Tiger fékk reyndar fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði mótið á einu höggi undir pari. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Tiger Woods hefur spilað eina holu á tíu höggum á PGA-mótið. Hann hafði einu spilað holu á níu höggum en það var á Memorial mótinu árið 1997. Tiger hafði líka mest spilað eina holu á átta höggum á risamóti en það gerðist bæði á Opna bandaríska mótinu 1996 og Opna breska mótinu 1997. Það var kaldhæðni örlaganna að í fyrra má segja að Tiger Woods hafi lagt grunninn að sigri sínum á Mastersmótinu í fyrra á þessari sömu tólftu holu. Þá fóru Brooks Koepka, Ian Poulter, Francesco Molinari og Tony Finau allir í vatnið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vandræðum Tiger Woods á þessari sögulegu holu hans. Klippa: Vandræði Tiger Woods á tólftu
Golf Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira