Bóluefni Moderna veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 12:08 EPA/CJ GUNTHER Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna, sem fyrirtækið tilkynnti um rétt í þessu. Niðurstöðurnar eru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Moderna í tilkynningu að stefnt sé að því að sækja um leyfi fyrir bóluefninu á næstu vikum. Reynt verði að hafa 20 milljón skammta af efninu tilbúna til notkunar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er og allt að milljarð skammta til notkunar um allan heim á næsta ári. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum. Helmingi voru gefnir tveir skammtar með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu. Þá eru niðurstöður Moderna sagðar sýna að ellefu af þeim 30 þúsund sem tóku þátt í rannsókninni hafi veikst alvarlega af Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Enginn þeirra hafði hins vegar fengið bóluefnisskammt. „Virknin í heildina hefur verið ótrúleg... þetta er frábær dagur,“ segir Tal Zaks, yfirmaður heilbrigðismála hjá Moderna, í samtali við BBC. Spurningum enn ósvarað Enn er talsvert mörgum spurningum þó ósvarað varðandi virkni bóluefnisins, að því er fram kemur í frétt BBC. Þannig er ekki vitað hversu lengi ónæmi við veirunni varir og þá er heldur ekki vitað hvaða áhrif efnið hefur á eldra fólk. Zaks segir þó í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að virkni efnisins dvíni með hækkandi aldri. Bóluefni Moderna er nokkuð svipað og bóluefni Pfizer en bæði eru svokölluð RNA-bóluefni. Slík bóluefni innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Virðist geymast betur en Pfizer Þá sýna niðurstöður rannsókna beggja fyrirtækja að efnin veiti svipaða vörn gegn veirunni; Pfizer um 90 prósent og Moderna 94,5 prósent. Rannsóknir á báðum efnum eru þó enn yfirstandandi og hlutfallið gæti breyst. Hins vegar virðist sem auðveldara verði að geyma Moderna-bóluefnið. Pfizer-bóluefnið þarf að geyma við allt að 80 stiga frost en Moderna-efnið helst stöðugt við -20 gráður í allt að sex mánuði. Þá segir í frétt BBC að hægt sé að geyma það í „hefðbundnum ísskáp“ í allt að mánuð. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Þetta sýna fyrstu niðurstöður úr rannsóknum Moderna, sem fyrirtækið tilkynnti um rétt í þessu. Niðurstöðurnar eru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir Moderna í tilkynningu að stefnt sé að því að sækja um leyfi fyrir bóluefninu á næstu vikum. Reynt verði að hafa 20 milljón skammta af efninu tilbúna til notkunar í Bandaríkjunum eins fljótt og auðið er og allt að milljarð skammta til notkunar um allan heim á næsta ári. Efnið var prófað á um 30 þúsund manns í Bandaríkjunum. Helmingi voru gefnir tveir skammtar með fjögurra vikna millibili en hinn helmingurinn var sprautaður með lyfleysu. Þá eru niðurstöður Moderna sagðar sýna að ellefu af þeim 30 þúsund sem tóku þátt í rannsókninni hafi veikst alvarlega af Covid-19, sjúkdómnum sem veiran veldur. Enginn þeirra hafði hins vegar fengið bóluefnisskammt. „Virknin í heildina hefur verið ótrúleg... þetta er frábær dagur,“ segir Tal Zaks, yfirmaður heilbrigðismála hjá Moderna, í samtali við BBC. Spurningum enn ósvarað Enn er talsvert mörgum spurningum þó ósvarað varðandi virkni bóluefnisins, að því er fram kemur í frétt BBC. Þannig er ekki vitað hversu lengi ónæmi við veirunni varir og þá er heldur ekki vitað hvaða áhrif efnið hefur á eldra fólk. Zaks segir þó í samtali við BBC að ekkert bendi til þess að virkni efnisins dvíni með hækkandi aldri. Bóluefni Moderna er nokkuð svipað og bóluefni Pfizer en bæði eru svokölluð RNA-bóluefni. Slík bóluefni innihalda erfðaefni kórónuveirunnar sem myndar broddprótín (e. spike protein) sem hjálpar henni að komast inn í frumur. Virðist geymast betur en Pfizer Þá sýna niðurstöður rannsókna beggja fyrirtækja að efnin veiti svipaða vörn gegn veirunni; Pfizer um 90 prósent og Moderna 94,5 prósent. Rannsóknir á báðum efnum eru þó enn yfirstandandi og hlutfallið gæti breyst. Hins vegar virðist sem auðveldara verði að geyma Moderna-bóluefnið. Pfizer-bóluefnið þarf að geyma við allt að 80 stiga frost en Moderna-efnið helst stöðugt við -20 gráður í allt að sex mánuði. Þá segir í frétt BBC að hægt sé að geyma það í „hefðbundnum ísskáp“ í allt að mánuð. Ísland hefur þegar tryggt sér aðgengi að bóluefni í gegnum Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn sambandsins hefur samið við fjóra framleiðendur; Pfizer, AstraZeneca, Sanofi og Janssen. Þá gaf sambandið það út í síðustu viku að „árangursríkum“ viðræðum við Moderna um kaup á bóluefni væri lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir „Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39 Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31 Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. 16. nóvember 2020 08:39
Vonir um bóluefni hreyfa við mörkuðum í Asíu Verð á hlutabréfum í Asíu náði hæstu hæðum í nótt þegar opnað var fyrir viðskipti með bréf eftir helgina. 16. nóvember 2020 07:31
Einn þeirra sem kemur að Pfizer-bóluefninu segir lífið ekki verða eðlilegt fyrr en næsta vetur Áhrif nýs bóluefnis við kórónuveirunni munu gæta verulega næsta sumar og lífið ætti að verða orðið eðlilegt næsta vetur. Þetta segir prófessor Ugur Sahin, einn af stofnendum fyrirtækisins BioNTech, en fyrirtækið þróar bóluefni við kórónuveirunni ásamt bandaríska fyrirtækinu Pfizer. 15. nóvember 2020 14:14