Reglulegar mannaðar geimferðir einkafyrirtækis hafnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2020 11:31 Falcon 9-eldflaugin þegar hún hóf sig á loft með Dragon-ferjuna og fjóra geimfara innanborðs í nótt. AP/John Raoux Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Þetta var önnur mannaða geimferðin á vegum fyrirtækisins sem er eitt tveggja sem sér bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fyrir geimferjum til að flytja menn. Geimskot Dragon-geimferjunnar á Falcon 9-eldflaug í gær var fyrsta reglulega geimferðin til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu sem SpaceX annast fyrir NASA. Fyrirtækið flutti fyrst menn með Dragon-geimferjunni í lok maí. Ferjunni var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í Bandaríkjunum klukkan 00:27 á íslenskum tíma í nótt. Um borð voru fjórir geimfarar, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani. Á meðal þeirra er Victor Glover, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, sem er fyrsti svarti geimfarinn sem fer til langdvalar um borð í geimstöðinni. „Þetta var aldeilis þeysireið,“ sagði Mike Hopkins, stjórnandi ferjunnar þegar hún var komin á braut um jörðu um tólf mínútum eftir geimskotið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Shannon Walker, Victor Glover, Michael Hopkins og Soichi Noguchi.AP/John Raoux Áætlað er að Dragon-geimferjan leggist að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og verði þar fram á vorið. Ferðin tekur 27 og hálfa klukkustund og er geimferjan nær algerlega á sjálfstýringu á meðan. Viðbrögð núverandi og verðandi Bandaríkjaforseta við geimskotinu var alls ólík. Donald Trump, fráfarandi forseti, tísti um að NASA hefði verið rjúkandi rústir þegar hann tók við embætti en standi nú í fremstu röð. A great launch! @NASA was a closed up disaster when we took over. Now it is again the “hottest”, most advanced, space center in the world, by far! https://t.co/CDCGdO74Yb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Joe Biden, verðandi forseti, óskaði aftur á móti NASA og SpaceX til hamingju með geimskotið sem hann sagði til marks um mátt vísindanna, nýsöpunar, hugvits og áreiðni. Óskaði hann jafnframt geimförunum fjórum velfarnaðar í leiðangri sínum. Congratulations to NASA and SpaceX on today's launch. It’s a testament to the power of science and what we can accomplish by harnessing our innovation, ingenuity, and determination. I join all Americans and the people of Japan in wishing the astronauts Godspeed on their journey.— Joe Biden (@JoeBiden) November 16, 2020 Til stendur að SpaceX fljúgi sjö ferðir fyrir NASA á næstu fimmtán mánuðum, ýmist með geimfara eða frakt. Bandaríkin hafa þurft að reiða sig á sovéskar Souyz-geimferjur til að koma geimförum sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok árið 2011. NASA samdi við SpaceX og Boeing um framleiðslu og rekstur á mönnuðum geimferjum. SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Fjórir geimfarar voru fyrstu farþegarnir þegar reglulegar mannaðar ferðir með geimferju einkafyrirtækisins SpaceX hófust í nótt. Þetta var önnur mannaða geimferðin á vegum fyrirtækisins sem er eitt tveggja sem sér bandarísku geimvísindastofnuninni NASA fyrir geimferjum til að flytja menn. Geimskot Dragon-geimferjunnar á Falcon 9-eldflaug í gær var fyrsta reglulega geimferðin til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu sem SpaceX annast fyrir NASA. Fyrirtækið flutti fyrst menn með Dragon-geimferjunni í lok maí. Ferjunni var skotið á loft frá Canaveral-höfða á Flórída í Bandaríkjunum klukkan 00:27 á íslenskum tíma í nótt. Um borð voru fjórir geimfarar, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani. Á meðal þeirra er Victor Glover, yfirmaður úr bandaríska sjóhernum, sem er fyrsti svarti geimfarinn sem fer til langdvalar um borð í geimstöðinni. „Þetta var aldeilis þeysireið,“ sagði Mike Hopkins, stjórnandi ferjunnar þegar hún var komin á braut um jörðu um tólf mínútum eftir geimskotið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Geimfararnir fjórir, frá vinstri: Shannon Walker, Victor Glover, Michael Hopkins og Soichi Noguchi.AP/John Raoux Áætlað er að Dragon-geimferjan leggist að Alþjóðlegu geimstöðinni í nótt og verði þar fram á vorið. Ferðin tekur 27 og hálfa klukkustund og er geimferjan nær algerlega á sjálfstýringu á meðan. Viðbrögð núverandi og verðandi Bandaríkjaforseta við geimskotinu var alls ólík. Donald Trump, fráfarandi forseti, tísti um að NASA hefði verið rjúkandi rústir þegar hann tók við embætti en standi nú í fremstu röð. A great launch! @NASA was a closed up disaster when we took over. Now it is again the “hottest”, most advanced, space center in the world, by far! https://t.co/CDCGdO74Yb— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 16, 2020 Joe Biden, verðandi forseti, óskaði aftur á móti NASA og SpaceX til hamingju með geimskotið sem hann sagði til marks um mátt vísindanna, nýsöpunar, hugvits og áreiðni. Óskaði hann jafnframt geimförunum fjórum velfarnaðar í leiðangri sínum. Congratulations to NASA and SpaceX on today's launch. It’s a testament to the power of science and what we can accomplish by harnessing our innovation, ingenuity, and determination. I join all Americans and the people of Japan in wishing the astronauts Godspeed on their journey.— Joe Biden (@JoeBiden) November 16, 2020 Til stendur að SpaceX fljúgi sjö ferðir fyrir NASA á næstu fimmtán mánuðum, ýmist með geimfara eða frakt. Bandaríkin hafa þurft að reiða sig á sovéskar Souyz-geimferjur til að koma geimförum sínum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok árið 2011. NASA samdi við SpaceX og Boeing um framleiðslu og rekstur á mönnuðum geimferjum.
SpaceX Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Sitja í Drekanum og bíða eftir glugganum Ef veður og vindar leyfa verður fjórum geimförum NASA, geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, skotið á loft kl. 00.27 að íslenskum tíma. Um er að ræða samstarf við einkafyrirtækið SpaceX en geimfararnir munu ferðast til Alþjóðlegu geimvísindastöðvarinnar (ISS) í Dragon geimfari á Falcon 9 eldflaug. 15. nóvember 2020 22:07