Skjálftarnir tengjast langvarandi niðurdælingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2020 21:42 Skjálftarnir áttu upptök sín við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni úr Hellisheiðarvirkjun er dælt aftur í jörðu. Vísir/Vilhelm Vísindafólk Orku náttúrunnar telur jarðskjálftana sem urðu á Hengilssvæðinu fyrr í kvöld tengjast spennubreytingum af völdum langvarandi niðurdælingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ON sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. að upptökin voru við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur veirð dælt niður í jörðu síðasta áratug. Sjálftarnir höfðu ekki áhrif á rekstur virkunarinnar. Tilkynningin í heild: „Jarðskjálftar sem urðu á Hengilssvæðinu nú undir kvöld áttu upptök við Húsmúla þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkninni. Vísindafólk ON fylgist vel með þróun mála á svæðinu í kvöld og nótt og er í sambandi við jarðvárvakt Veðurstofunnar. Skjálftarnir höfðu engin áhrif á rekstur virkjunarinnar en þar er unnið rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir urðu í kvöld. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur. Engar breytingar verða gerðar á niðurdælingunni að sinni að minnsta kosti, enda eru breytingar á tilhögun hennar taldar auka líkur á skjálftavirkni.“ Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12 Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Vísindafólk Orku náttúrunnar telur jarðskjálftana sem urðu á Hengilssvæðinu fyrr í kvöld tengjast spennubreytingum af völdum langvarandi niðurdælingar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem ON sendi frá sér fyrir stundu. Þar segir m.a. að upptökin voru við Húsmúla, þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur veirð dælt niður í jörðu síðasta áratug. Sjálftarnir höfðu ekki áhrif á rekstur virkunarinnar. Tilkynningin í heild: „Jarðskjálftar sem urðu á Hengilssvæðinu nú undir kvöld áttu upptök við Húsmúla þar sem jarðhitavatni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun hefur síðasta áratuginn verið dælt niður í jörðina aftur. Orka náttúrunnar rekur jarðskjálftamælanet á vinnslusvæðinu til að fylgjast náið með skjálftavirkninni. Vísindafólk ON fylgist vel með þróun mála á svæðinu í kvöld og nótt og er í sambandi við jarðvárvakt Veðurstofunnar. Skjálftarnir höfðu engin áhrif á rekstur virkjunarinnar en þar er unnið rafmagn og heitt vatn fyrir hitaveituna á Höfuðborgarsvæðinu. Orkuvinnsla á Hengilssvæðinu á sér tæplega 30 ára sögu og mikið magn jarðhitavökva er tekið upp úr jarðhitakerfinu og dælt aftur niður eftir nýtingu þess í virkjunum. Ástæða þess að vatninu er dælt niður í jörðina aftur er að það eykur sjálfbærni jarðhitanýtingarinnar og dregur úr umhverfisáhrifum en það er einnig skilyrði í nýtingarleyfi Orkustofnunar. Þegar breytingar hafa verið gerðar á niðurdælingu hefur það valdið smáskjálftavirkni á svæðinu. Engar slíkar breytingar voru í gangi þegar skjálftarnir urðu í kvöld. Engu að síður telur vísindafólk Orku náttúrunnar að skjálftarnir tengist þeim spennubreytingum sem langvarandi niðurdæling veldur. Engar breytingar verða gerðar á niðurdælingunni að sinni að minnsta kosti, enda eru breytingar á tilhögun hennar taldar auka líkur á skjálftavirkni.“
Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Tengdar fréttir Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12 Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Mælir með kennaratyggjó Skjálftahrina eins og sú sem fannst í Hveragerði og nágrenni fyrr í kvöld er áminning um nauðsyn þess að yfirfara heimilið og kanna hvort það er öruggt með tilliti til jarðskjálfta. Þetta segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar í Facebook-hópnum Hvergerðingar. 15. nóvember 2020 21:12
Jarðskjálfti yfir 3 að stærð fannst á höfuðborgarsvæðinu Tveir nokkuð stórir jarðskjálftar mældust á Hengilssvæðinu í kvöld, sá fyrri um klukkan 18:40 og var sá 2,8 að stærð. 15. nóvember 2020 19:31