„Megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni“ Sylvía Hall skrifar 14. nóvember 2020 13:56 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nauðsynlegt að fólk virði þær aðgerðir sem eru í gildi, enda væri skelfilegt að hugsa til þess að fá stóran faraldur þrátt fyrir þær takmarkanir sem nú eru innanlands. Farsóttarþreytan væri farin að segja til sín en góðar fréttir af bóluefni sýndu að hlutirnir væru að þokast í rétta átt. „Það fer vonandi að styttast í mark með þessu bóluefni. Við verðum að halda það út, við megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni eins og gerðist í landsleiknum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Sautján greindust með veiruna í gær og voru tólf þeirra í sóttkví við greiningu. Að mati Þórólfs er það jákvætt og bendi til þess að faraldurinn sé hægt og rólega á niðurleið. Fleiri sýni hafi verið tekin á föstudag samanborið við fimmtudag og því sé eðlilegt að dagamunur sé á milli fjölda. „Mér finnst [faraldurinn] vera á því róli sem ég bjóst við. Þetta er að fara hægt niður.“ Vont að missa tökin þegar flestir leggja sitt af mörkum Lögreglan greindi frá því í morgun að veitingastaður í miðborg Reykjavíkur hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum þegar gestir voru enn að drykkju inni á staðnum einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma. Núgildandi reglugerð kveður á um að veitingastaðir með vínveitingaleyfi skuli loka klukkan 21. Þórólfur segir þetta vera til marks um þá þreytu sem er í samfélaginu. Flestir séu þó að standa sína plikt. „Ég held að þetta sé nú kannski þessi þreyta sem við erum alltaf að tala um, fólk er orðið þreytt. Ég vona bara að fólk haldi þetta út því það væri mjög skelfilegt til þess að vita ef við fengjum allt í einu stóran faraldur þrátt fyrir þessar aðgerðir, bara vegna þess að einhverjir hafa slakað allt of mikið á og ekki passað sig.“ Hann segir enn brýnna að taka málin föstum tökum nú þegar gæti verið að styttast í bóluefni. „Við erum kannski að fara að eygja fram á það að við fáum bóluefni fyrri part næsta árs. Það væri ekki gaman að fá mjög slæman faraldur rétt áður en það gerist.“ Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty „Ekki förum við að leggja jólin niður“ Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af jólunum segir Þórólfur svo ekki vera. Aðdragandi þeirra sé meira áhyggjuefni, enda gæti fólk farið að safnast saman og passa sig ekki nægilega mikið. Þau ætli þó áfram að treysta fólki og vona að flestir fylgi reglunum. „Við höfum fram til þessa treyst á fólk og treyst á að fólk fari eftir þeim leiðbeiningum sem liggja fyrir. Við getum í rauninni ekkert annað gert en treyst því. Ekki förum við að leggja jólin niður eða fresta jólunum,“ segir Þórólfur. Hann leggur enn og aftur áherslu á að fólk „haldi þetta út“. Til þess að sporna gegn bakslagi sé farið hægt í að aflétta takmörkunum, enda væri miður að missa það niður nú þegar fólk hefur þurft að fórna ýmsu vegna aðgerðanna. „Faraldurinn er í blússandi siglingu í öðrum löndum og þar er verið að grípa til hertra aðgerða á meðan við afléttum hægt. Staðan er nokkuð góð ef við höldum áfram að standa okkur vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir nauðsynlegt að fólk virði þær aðgerðir sem eru í gildi, enda væri skelfilegt að hugsa til þess að fá stóran faraldur þrátt fyrir þær takmarkanir sem nú eru innanlands. Farsóttarþreytan væri farin að segja til sín en góðar fréttir af bóluefni sýndu að hlutirnir væru að þokast í rétta átt. „Það fer vonandi að styttast í mark með þessu bóluefni. Við verðum að halda það út, við megum ekki missa þetta niður á síðustu mínútunni eins og gerðist í landsleiknum,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu í dag. Sautján greindust með veiruna í gær og voru tólf þeirra í sóttkví við greiningu. Að mati Þórólfs er það jákvætt og bendi til þess að faraldurinn sé hægt og rólega á niðurleið. Fleiri sýni hafi verið tekin á föstudag samanborið við fimmtudag og því sé eðlilegt að dagamunur sé á milli fjölda. „Mér finnst [faraldurinn] vera á því róli sem ég bjóst við. Þetta er að fara hægt niður.“ Vont að missa tökin þegar flestir leggja sitt af mörkum Lögreglan greindi frá því í morgun að veitingastaður í miðborg Reykjavíkur hafi ekki farið eftir sóttvarnareglum þegar gestir voru enn að drykkju inni á staðnum einum og hálfum tíma eftir heimilaðan opnunartíma. Núgildandi reglugerð kveður á um að veitingastaðir með vínveitingaleyfi skuli loka klukkan 21. Þórólfur segir þetta vera til marks um þá þreytu sem er í samfélaginu. Flestir séu þó að standa sína plikt. „Ég held að þetta sé nú kannski þessi þreyta sem við erum alltaf að tala um, fólk er orðið þreytt. Ég vona bara að fólk haldi þetta út því það væri mjög skelfilegt til þess að vita ef við fengjum allt í einu stóran faraldur þrátt fyrir þessar aðgerðir, bara vegna þess að einhverjir hafa slakað allt of mikið á og ekki passað sig.“ Hann segir enn brýnna að taka málin föstum tökum nú þegar gæti verið að styttast í bóluefni. „Við erum kannski að fara að eygja fram á það að við fáum bóluefni fyrri part næsta árs. Það væri ekki gaman að fá mjög slæman faraldur rétt áður en það gerist.“ Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu efna sem eru á lokastigi prófana.Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty „Ekki förum við að leggja jólin niður“ Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af jólunum segir Þórólfur svo ekki vera. Aðdragandi þeirra sé meira áhyggjuefni, enda gæti fólk farið að safnast saman og passa sig ekki nægilega mikið. Þau ætli þó áfram að treysta fólki og vona að flestir fylgi reglunum. „Við höfum fram til þessa treyst á fólk og treyst á að fólk fari eftir þeim leiðbeiningum sem liggja fyrir. Við getum í rauninni ekkert annað gert en treyst því. Ekki förum við að leggja jólin niður eða fresta jólunum,“ segir Þórólfur. Hann leggur enn og aftur áherslu á að fólk „haldi þetta út“. Til þess að sporna gegn bakslagi sé farið hægt í að aflétta takmörkunum, enda væri miður að missa það niður nú þegar fólk hefur þurft að fórna ýmsu vegna aðgerðanna. „Faraldurinn er í blússandi siglingu í öðrum löndum og þar er verið að grípa til hertra aðgerða á meðan við afléttum hægt. Staðan er nokkuð góð ef við höldum áfram að standa okkur vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19 Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir „Mig langar til að tala eins og Íslendingur - nákvæmlega - eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Sjá meira
Samningur við AstraZeneca tryggir bóluefni fyrir 31 prósent Íslendinga Samningur Íslands við breska lyfjaframleiðandann AstraZeneca mun tryggja Íslendinga tæpa 230 þúsund skammta af bóluefni við kórónuveirunni. Áætlað er að skammtarnir dugi fyrir 114 þúsund einstaklinga hér á landi, sé miðað við tvo skammta á hvern einstakling, eða rúmlega 31 prósent þjóðarinnar. 14. nóvember 2020 12:19
Væri hægt að bólusetja alla íslensku þjóðina á nokkrum dögum Hversu hratt verður hægt að bólusetja veltur þó á því hversu hratt og í hversu stórum skömmtum bóluefni kemur til landsins. 12. nóvember 2020 18:06