Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 11:45 Almennir borgarar gefa blóð í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, fyrr í vikunni sem ætlað er hermönnum sem særst hafa í átökunum í Tigray-ríki í norður Eþíópíu. Getty/Minasse Wondimu Hailu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. Aukin harka hefur færst í átök sem staðið hafa yfir milli ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, TPLF-flokksins (e. Tigray Peoples Liberation Front), sem ræður ríkjum í Tigray, undanfarna daga. Svo mjög að komið hefur til hernaðarátaka. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir íbúa hafa flúið yfir landamærin til Súdan. Nokkur hundruð hafa látið lífið í átökunum. Ein eldflaugin sem skotið var í gær olli skemmdun á flugvallarsvæði að sögn ríkisstjórnarinnar. TPLF hefur ekki staðfest að bera ábyrgð á árásinni en segir að „hvaða flugvöllur sem er notaður til að ráðast gegn Tigray,“ sé að því er AFP greinir frá, „lögmætt skotmark.“ Eldflaugum var skotið í átt að borgunum Bahir Dar og Gondar í Amhara-ríki seint í gærkvöldi að því er verkefnahópur neyðarstjórnar Eþíópíska ríkisins greinir frá á Twitter. „TPLF er að nota það síðasta sem eftir er af vopnum í vopnabúrum þeirra,“ segir í tístinu þar sem jafnframt er tekið fram að rannsókn sé hafin vegna árásanna. Fréttastofa Rauters hefur eftir embættismanni að ein eldflauganna hafi lent á flugvellinum í Gondar og valdið þar nokkrum skemmdum. Önnur flaug hafi lent rétt fyrir utan flugvöllinn í Bahir Dar. Flugvellirnir tveir eru báðir notaðir af hernum og einnig fyrir flugvélar fyrir almenna farþega. Eldflaugaárásirnar hafa vakið ótta um að átökin í Tigray-ríki kunni að breiðast út víðar um landið. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn TPLF fyrr í þessum mánuði eftir að saka flokkinn um árás á herbúðir landsstjórnarinnar. TPLF hefur hafnað þessum ásökunum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum komið til vopnaðra árása á svæðinu. Eþíópía Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. Aukin harka hefur færst í átök sem staðið hafa yfir milli ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, TPLF-flokksins (e. Tigray Peoples Liberation Front), sem ræður ríkjum í Tigray, undanfarna daga. Svo mjög að komið hefur til hernaðarátaka. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir íbúa hafa flúið yfir landamærin til Súdan. Nokkur hundruð hafa látið lífið í átökunum. Ein eldflaugin sem skotið var í gær olli skemmdun á flugvallarsvæði að sögn ríkisstjórnarinnar. TPLF hefur ekki staðfest að bera ábyrgð á árásinni en segir að „hvaða flugvöllur sem er notaður til að ráðast gegn Tigray,“ sé að því er AFP greinir frá, „lögmætt skotmark.“ Eldflaugum var skotið í átt að borgunum Bahir Dar og Gondar í Amhara-ríki seint í gærkvöldi að því er verkefnahópur neyðarstjórnar Eþíópíska ríkisins greinir frá á Twitter. „TPLF er að nota það síðasta sem eftir er af vopnum í vopnabúrum þeirra,“ segir í tístinu þar sem jafnframt er tekið fram að rannsókn sé hafin vegna árásanna. Fréttastofa Rauters hefur eftir embættismanni að ein eldflauganna hafi lent á flugvellinum í Gondar og valdið þar nokkrum skemmdum. Önnur flaug hafi lent rétt fyrir utan flugvöllinn í Bahir Dar. Flugvellirnir tveir eru báðir notaðir af hernum og einnig fyrir flugvélar fyrir almenna farþega. Eldflaugaárásirnar hafa vakið ótta um að átökin í Tigray-ríki kunni að breiðast út víðar um landið. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn TPLF fyrr í þessum mánuði eftir að saka flokkinn um árás á herbúðir landsstjórnarinnar. TPLF hefur hafnað þessum ásökunum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum komið til vopnaðra árása á svæðinu.
Eþíópía Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“