Íþróttastarf barna verður heimilað á ný, með eða án snertingar, þegar breytingar á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins taka gildi miðvikudaginn 18. nóvember.
Þetta er ein þriggja grundvallarbreytinga á samkomutakmörkunum. Hinar eru að einyrkjastarfsemi verður heimiluð á ný og að 25 manna hámark með tveggja metra reglu verður í öllum hópum á framhaldsskólastigi.
Um mánaðarmótin voru allar íþróttir óheimilaðar þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi.
Frá og með miðvikudeginum mega börn stunda íþróttir en áfram verður bann við æfingum fullorðinna, allavega til 2. desember.