Hetjan gegn Íslandi varð Ungverji í fyrra Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 08:00 Ungverjar fögnuðu EM-sætinu ákaft í gær og gera sjálfsagt enn. Getty/Laszlo Szirtesi Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. „Þetta kvöld gæti ekki verið stórkostlegra! Ég vona að stuðningsmennirnir séu stoltir því liðið á þetta skilið. Ég er himinlifandi að vera hérna sem fulltrúi Ungverjalands. Hér hef ég búið lengi með minni fjölskyldu og fyrir mér er þetta svo sannarlega mitt heimili,“ sagði Nego í skýjunum eftir 2-1 sigur Ungverja á Íslandi í gær. Sigur sem skilaði Ungverjalandi á EM. Þegar Ungverjum virtust allar bjargar bannaðar jafnaði Nego metin af stuttu færi á 88. mínútu, eftir að hafa aðeins verið inni á vellinum í nokkrar mínútur. Íslenska liðið fór þá úr skotgröfunum og Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja í blálokin. Mark Negos má sjá hér að neðan. Klippa: Ungverjaland - Ísland 1-1 Aðeins er mánuður síðan að Nego lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ungverja, í undanúrslitaleiknum gegn Búlgaríu. Reglum FIFA breytt og Nego lék fyrsta landsleik fyrir mánuði Nego, sem er 29 ára, er fæddur og uppalinn í Frakklandi og á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Frakka. Hann fluttist fyrst til Ungverjalands fyrir sjö árum og gekk til liðs við Újpest, liðið sem Aron Bjarnason er á mála hjá. Nego fór svo um tíma til Charlton á Englandi en hefur verið leikmaður Fehervar í Ungverjalandi frá árinu 2015. Nego fékk ungverskan ríkisborgararétt í fyrra en þá var reyndar ekki í spilunum að hann myndi spila fyrir landslið Ungverja. Reglur FIFA bönnuðu það nefnilega, vegna leikja sem hann hafði spilað með unglingalandsliðum Frakka. Loic Nego fagnar jöfnunarmarki sínu sem gaf Ungverjum von um að komast áfram á EM.Getty/Laszlo Szirtesi Reglum FIFA var hins vegar breytt núna í haust og þess vegna gat Marco Rossi kallað á Nego í sinn landsliðshóp í síðasta mánuði. Það reyndist ákvörðun upp á EM-sæti og einn og hálfan milljarð króna, ef svo má segja. Upphaflega áttu umspilsleikirnir að fara fram í mars, þegar Nego var ekki kominn með leikheimild, en þeim var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Tengdar fréttir Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05 Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Loic Nego kom Ungverjalandi til bjargar í gærkvöld með jöfnunarmarki undir lokin gegn Íslandi. Ef leikurinn hefði farið fram í mars, líkt og til stóð, hefði Nego ekki mátt spila. „Þetta kvöld gæti ekki verið stórkostlegra! Ég vona að stuðningsmennirnir séu stoltir því liðið á þetta skilið. Ég er himinlifandi að vera hérna sem fulltrúi Ungverjalands. Hér hef ég búið lengi með minni fjölskyldu og fyrir mér er þetta svo sannarlega mitt heimili,“ sagði Nego í skýjunum eftir 2-1 sigur Ungverja á Íslandi í gær. Sigur sem skilaði Ungverjalandi á EM. Þegar Ungverjum virtust allar bjargar bannaðar jafnaði Nego metin af stuttu færi á 88. mínútu, eftir að hafa aðeins verið inni á vellinum í nokkrar mínútur. Íslenska liðið fór þá úr skotgröfunum og Dominik Szoboszlai skoraði sigurmark Ungverja í blálokin. Mark Negos má sjá hér að neðan. Klippa: Ungverjaland - Ísland 1-1 Aðeins er mánuður síðan að Nego lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ungverja, í undanúrslitaleiknum gegn Búlgaríu. Reglum FIFA breytt og Nego lék fyrsta landsleik fyrir mánuði Nego, sem er 29 ára, er fæddur og uppalinn í Frakklandi og á að baki fjölda leikja fyrir yngri landslið Frakka. Hann fluttist fyrst til Ungverjalands fyrir sjö árum og gekk til liðs við Újpest, liðið sem Aron Bjarnason er á mála hjá. Nego fór svo um tíma til Charlton á Englandi en hefur verið leikmaður Fehervar í Ungverjalandi frá árinu 2015. Nego fékk ungverskan ríkisborgararétt í fyrra en þá var reyndar ekki í spilunum að hann myndi spila fyrir landslið Ungverja. Reglur FIFA bönnuðu það nefnilega, vegna leikja sem hann hafði spilað með unglingalandsliðum Frakka. Loic Nego fagnar jöfnunarmarki sínu sem gaf Ungverjum von um að komast áfram á EM.Getty/Laszlo Szirtesi Reglum FIFA var hins vegar breytt núna í haust og þess vegna gat Marco Rossi kallað á Nego í sinn landsliðshóp í síðasta mánuði. Það reyndist ákvörðun upp á EM-sæti og einn og hálfan milljarð króna, ef svo má segja. Upphaflega áttu umspilsleikirnir að fara fram í mars, þegar Nego var ekki kominn með leikheimild, en þeim var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.
EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Tengdar fréttir Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39 Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36 Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05 Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00 Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44 Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Sjá meira
Kári: Skelfilegt að þetta sé hugsanlega síðasta verkefnið mitt fyrir þetta lið Kári Árnason var sár og svekktur eftir tapið í Ungverjalandi. 12. nóvember 2020 22:39
Einkunnir Íslands: Kári og Aron Einar voru bestir í kvöld Ísland þarf að sætta sig við að spila ekki á Evrópumótinu í fótbolta næsta sumar eftir 2-1 tapið gegn Ungverjalandi í kvöld. Hér eru einkunnir íslensku leikmannanna í kvöld. 12. nóvember 2020 22:36
Hannes: Aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap „Ég held að ég hafi aldrei verið jafn sorgmæddur eftir tap á fótboltaleik,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, eftir tapið grátlega í Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:05
Hamrén: Virtumst ekki hafa kraft eða orku til að vinna leikinn Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var eðlilega svekktur að loknu 2-1 tapi Íslands gegn Ungverjum í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00
Aron Einar: Svekkelsi en markar engin endalok Landsliðsfyrirliðinn var að vonum svekktur eftir tapið sára fyrir Ungverjalandi í kvöld. 12. nóvember 2020 22:00
Twitter eftir tapið í Ungverjalandi: „Það verður hvorteðer ekkert EM“ Twitter er ávallt líflegur vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og á því varð engin breyting í kvöld er íslenska karlalandsliðið spilaði við Ungverjaland. 12. nóvember 2020 21:44
Umfjöllun: Ungverjaland - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti með sárgrætilegum hætti Draumur Íslands um að komast á þriðja stórmótið í röð varð að engu í Búdapest í kvöld með 2-1 tapi gegn Ungverjalandi. Ísland var yfir fram á 88. mínútu. 12. nóvember 2020 21:50