Tillögur Þórólfs um tilslakanir ræddar í ríkisstjórn Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 13. nóvember 2020 06:43 Sóttvarnalæknir skilaði tillögum sínum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, í vikunni. Svandís sést hér á fundi í lok október þar sem núverandi reglur yfirvalda um samkomutakmarkanir voru kynntar. Fyrir aftan hana stendur Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að rætt verði um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir á samkomutakmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Núverandi sóttvarnaaðgerðir, sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa gripið til og kveða meðal annars á um tíu manna samkomubann, gilda til og með 17. nóvember. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir eiga því að taka gildi næstkomandi miðvikudag, þann 18. nóvember. Þórólfur skilaði minnisblaði með sínum tillögum að áframhaldandi aðgerðum til heilbrigðisráðherra í vikunni. Hann vildi þó ekkert fara út í einstakar tillögur á upplýsingafundi í gær en sagði þó að í þeim fælust einhverjar tilslakanir. Þá væru tillögur hans kannski vægari en margir hefðu vonast til og ítrekaði Þórólfur það sem hann hefur áður sagt um að fara þurfi mjög hægt í afléttingu aðgerða til að minnka líkur á að farsóttin nái sér á flug á ný. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur að mestu farið eftir tillögum sóttvarnalæknis í ákvörðunum sínum um aðgerðir, en hefur þó sagt að umræða sé jafnan mikil um málið á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Gera má ráð fyrir að rætt verði um tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um tilslakanir á samkomutakmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Núverandi sóttvarnaaðgerðir, sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa gripið til og kveða meðal annars á um tíu manna samkomubann, gilda til og með 17. nóvember. Nýjar reglur um samkomutakmarkanir eiga því að taka gildi næstkomandi miðvikudag, þann 18. nóvember. Þórólfur skilaði minnisblaði með sínum tillögum að áframhaldandi aðgerðum til heilbrigðisráðherra í vikunni. Hann vildi þó ekkert fara út í einstakar tillögur á upplýsingafundi í gær en sagði þó að í þeim fælust einhverjar tilslakanir. Þá væru tillögur hans kannski vægari en margir hefðu vonast til og ítrekaði Þórólfur það sem hann hefur áður sagt um að fara þurfi mjög hægt í afléttingu aðgerða til að minnka líkur á að farsóttin nái sér á flug á ný. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur að mestu farið eftir tillögum sóttvarnalæknis í ákvörðunum sínum um aðgerðir, en hefur þó sagt að umræða sé jafnan mikil um málið á vettvangi ríkisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira