Ein af þessum týpum sem heldur að hún geti allt Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 12:00 Berglind Hreiðarsdóttir Matarbloggarinn Berglind Hreiðarsdóttir sendi frá sér bókina Saumaklúbburinn fyrir jólin og má þar finna bæði uppskriftir frá henni og tíu bestu vinkonum hennar líka. Berglind kom sjálfri sér á óvart og sá sjálf um umbrot, hönnun og útgáfu auk þess að gera allar uppskriftir, elda þær og baka og auðvitað mynda líka. Hún segir að það hafi ekki verið auðvelt, en algjörlega þess virði þegar hún var komin með bókina í hendurnar. „Ég lagði upp með einfaldar uppskriftir og mikla fjölbreytni svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Berglind. Hugmyndin kviknaði fyrst fyrir ári síðan svo verkefnið hefur átt hug hennar allan í marga mánuði. Berglind segir að bókin henti bæði byrjendum og lengra komnum í eldhúsinu. „Ég hef unnið að því meira og minna allt þetta ár út frá mismunandi vinklum á hverju tímabili þar sem ég sá um að þróa uppskriftir, mynda þær ásamt því að sjá um umbrot, hönnun og útgáfu.“ Gott veganesti fyrir framtíðina Fyrir þetta verkefni hafði Berglind enga reynslu í umbroti, hönnun og útgáfu. „Ég verð að segja að þessir þættir voru helsta áskorunin fyrir mig í þetta skiptið. Að þróa, prófa og mynda gómsætar uppskriftir er eitthvað sem ég geri mikið af og kann vel svo að þessu sinni var það einfaldi parturinn af verkefninu þó hann hafi verið ansi tímafrekur.“ Berglind Hreiðarsdóttir Hún lærði grafíska hönnun hjá NTV til þess að geta sjálf sett upp bókina. „Það gekk mjög vel, Steini kennarinn minn í NTV leiðbeindi mér í gegnum allt bókarferlið og fær enn þann dag í dag regluleg símtöl frá mér varðandi aðstoð,“ segir Berglind og hlær. Hún hefur áður gefið út bók en vildi í þetta skiptið gera enn meira sjálf og fór svo sannarlega alla leið með það. „Ég er ein af þessum týpum sem heldur að hún geti allt, sem er klárlega kostur myndi ég segja, þó það komi mér stundum í bobba. Ég er í eðli mínu skapandi og þótti spennandi að læra á þessi forrit og spreyta mig við hönnun sjálf og þá lá beinast við að sjá um útgáfuna líka fannst mér. Ég hélt auðvitað, eins og með allt annað, að það væri lítið mál. En svo er þetta auðvitað búin að vera brjáluð vinna og ég alveg spurt mig reglulega á leiðinni hvað ég hafi verið að hugsa. En síðan á móti kemur allt það sem þetta hefur kennt manni sem er svo sannarlega gott veganesti fyrir framtíðina, hvað svo sem hún ber í skauti sér.“ Hefði verið auðvelt að gefast upp Berglind segir að gerð bókarinnar hafi gengið merkilega vel, miðað við að hún var að mestu unnin í miðjum heimsfaraldri með tilheyrandi raski á heimilislífinu og samfélaginu öllu. „Ég skil það ekki alveg, ætli það sé ekki þrautseigju og ákveðni að þakka. Ég viðurkenni þó alveg að í vor þegar ég var að gera hátt í 100 nýjar uppskriftir með allar dætur mínar heima í um tvo mánuði hefði sannarlega verið auðvelt að gefast upp á köflum. En það þýðir ekki annað en taka svona ástandi með æðruleysi og ég sinnti ótal hlutverkum að degi til sem „múltítaskandi“ móðir líkt og margir aðrir og lærði því í skólanum og vann í bókinni á kvöldin og um helgar í staðinn.“ Bóikin hefur alls að geyma 140 fjölbreyttar uppskriftir og skiptist niður í sex kafla. Salöt, ostagóðgæti, brauðmeti, mat, sætmeti og svo er lokakaflinn kallaður heimsókn. „Ég útbjó um 100 stakar uppskriftir sem skiptast niður í fimm mismunandi kafla og síðan er heimsóknarkaflinn með um 50 uppskriftir úr ýmsum áttum til viðbótar. Bókin er 243 blaðsíður og er klárlega með efni í fleiri en eina bók en mér fannst ég bara ekki geta sleppt neinu af þeim uppskriftum sem ég valdi í hana,“ útskýrir Berglind. Berglind Hreiðarsdóttir Bókin nefnist Saumaklúbburinn og var því viðeigandi að hafa heimsóknarkafla í lokin með uppskriftum frá bestu vinkonum höfundarins. Þar fer Berglind í heimsókn í tíu fullbúin heimboð til að gefa fólki hugmyndir að veitingum frá A til-Ö fyrir slík boð. „Síðasti kaflinn í bókinni er tileinkaður þeim. Þar bað ég þær um að setja saman heimboð eins og þær myndu gera ef gesti bæri að garði og þær höfðu alveg frjálst val með uppskriftir. Það var síðan algjörlega frábært hversu ólík heimboðin voru og það var einmitt það sem ég hafði vonast eftir. Þar fékk því hver og ein að njóta sín og er ein vinkona mín er til dæmis með glúteinlausar uppskriftir og önnur með lágkolvetna uppskriftir svo það er einnig hægt að fá hugmyndir fyrir slíkt í bókinni. Það er jú nefnilega oft þannig að einhver sem er að koma í boð til þín er á slíku fæði og þá er gott að geta útbúið eitthvað sem hentar.“ Dass af þrjósku Berglind er þakklát fyrir það hvað hún hefur fengið góð viðbrögð við bókinni, sem komin er í sölu á matarbloggið hennar www.gotteri.is sem og í helstu verslanir. „Það er svo góð tilfinning þegar maður hefur lagt svona hart að sér við ákveðið verkefni að þakklætistilfinningin er sannarlega yndisleg og skemmtileg.“ Hún segist hafa lært af þessu ferli að allt er hægt ef viljinn og „dass af þrjósku“ er fyrir hendi. „Saumaklúbburinn er í raun hefðbundin uppskriftarbók með fjölmörgum uppskriftum. Ég er með mikið af klassískum, nostalgíu uppskriftum í henni og yfir 95 prósent af bókinni eru nýjar og óbirtar uppskriftir svo hún er ansi spennandi. Veislubókin mín hins vegar er nokkurs konar handbók fyrir veislur. Hún er með uppskriftarhugmyndir fyrir mismunandi veislur og mikið af gátlistum og góðum upplýsingum fyrir slíkar.“ Berglind getur ómögulega gert upp á milli og valið uppáhalds uppskrift sína úr bókinni, en valdi að deila með lesendum nýrri uppskrift að Toblerone súkkulaðimús með appelsínukeim. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan en á uppskriftarsíðu Berglindar er einnig að finna fjöldann allan af uppskriftum og góðum ráðum. Berglind Hreiðarsdóttir Toblerone Orange Twist Uppskrift dugar í 4-6 lítil glös 280 g Toblerone Orange Twist 80 g smjör 2 egg 300 ml stífþeyttur rjómi (+ um 250 ml til skrauts) Saxað Toblerone til skrauts Appelsínubörkur til skrauts Aðferð Bræðið gróft saxað Toblerone Orange Twist og smjör yfir vatnsbaði. Þegar bráðið er blandan tekin af hitanum og leyft að standa í um 5 mínútur til að hitinn rjúki úr (hrært í af og til). Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel á milli. Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við. Skipt niður í 4-6 glös/skálar (fer eftir stærð) og kælt í lágmark 3 klst (einnig í lagi að plasta og geyma í kæli yfir nótt). Skreytið að lokum með þeyttum rjóma, söxuðu Toblerone Orange Twist og appelsínuberki. Matur Uppskriftir Eftirréttir Bókaútgáfa Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Matarbloggarinn Berglind Hreiðarsdóttir sendi frá sér bókina Saumaklúbburinn fyrir jólin og má þar finna bæði uppskriftir frá henni og tíu bestu vinkonum hennar líka. Berglind kom sjálfri sér á óvart og sá sjálf um umbrot, hönnun og útgáfu auk þess að gera allar uppskriftir, elda þær og baka og auðvitað mynda líka. Hún segir að það hafi ekki verið auðvelt, en algjörlega þess virði þegar hún var komin með bókina í hendurnar. „Ég lagði upp með einfaldar uppskriftir og mikla fjölbreytni svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir Berglind. Hugmyndin kviknaði fyrst fyrir ári síðan svo verkefnið hefur átt hug hennar allan í marga mánuði. Berglind segir að bókin henti bæði byrjendum og lengra komnum í eldhúsinu. „Ég hef unnið að því meira og minna allt þetta ár út frá mismunandi vinklum á hverju tímabili þar sem ég sá um að þróa uppskriftir, mynda þær ásamt því að sjá um umbrot, hönnun og útgáfu.“ Gott veganesti fyrir framtíðina Fyrir þetta verkefni hafði Berglind enga reynslu í umbroti, hönnun og útgáfu. „Ég verð að segja að þessir þættir voru helsta áskorunin fyrir mig í þetta skiptið. Að þróa, prófa og mynda gómsætar uppskriftir er eitthvað sem ég geri mikið af og kann vel svo að þessu sinni var það einfaldi parturinn af verkefninu þó hann hafi verið ansi tímafrekur.“ Berglind Hreiðarsdóttir Hún lærði grafíska hönnun hjá NTV til þess að geta sjálf sett upp bókina. „Það gekk mjög vel, Steini kennarinn minn í NTV leiðbeindi mér í gegnum allt bókarferlið og fær enn þann dag í dag regluleg símtöl frá mér varðandi aðstoð,“ segir Berglind og hlær. Hún hefur áður gefið út bók en vildi í þetta skiptið gera enn meira sjálf og fór svo sannarlega alla leið með það. „Ég er ein af þessum týpum sem heldur að hún geti allt, sem er klárlega kostur myndi ég segja, þó það komi mér stundum í bobba. Ég er í eðli mínu skapandi og þótti spennandi að læra á þessi forrit og spreyta mig við hönnun sjálf og þá lá beinast við að sjá um útgáfuna líka fannst mér. Ég hélt auðvitað, eins og með allt annað, að það væri lítið mál. En svo er þetta auðvitað búin að vera brjáluð vinna og ég alveg spurt mig reglulega á leiðinni hvað ég hafi verið að hugsa. En síðan á móti kemur allt það sem þetta hefur kennt manni sem er svo sannarlega gott veganesti fyrir framtíðina, hvað svo sem hún ber í skauti sér.“ Hefði verið auðvelt að gefast upp Berglind segir að gerð bókarinnar hafi gengið merkilega vel, miðað við að hún var að mestu unnin í miðjum heimsfaraldri með tilheyrandi raski á heimilislífinu og samfélaginu öllu. „Ég skil það ekki alveg, ætli það sé ekki þrautseigju og ákveðni að þakka. Ég viðurkenni þó alveg að í vor þegar ég var að gera hátt í 100 nýjar uppskriftir með allar dætur mínar heima í um tvo mánuði hefði sannarlega verið auðvelt að gefast upp á köflum. En það þýðir ekki annað en taka svona ástandi með æðruleysi og ég sinnti ótal hlutverkum að degi til sem „múltítaskandi“ móðir líkt og margir aðrir og lærði því í skólanum og vann í bókinni á kvöldin og um helgar í staðinn.“ Bóikin hefur alls að geyma 140 fjölbreyttar uppskriftir og skiptist niður í sex kafla. Salöt, ostagóðgæti, brauðmeti, mat, sætmeti og svo er lokakaflinn kallaður heimsókn. „Ég útbjó um 100 stakar uppskriftir sem skiptast niður í fimm mismunandi kafla og síðan er heimsóknarkaflinn með um 50 uppskriftir úr ýmsum áttum til viðbótar. Bókin er 243 blaðsíður og er klárlega með efni í fleiri en eina bók en mér fannst ég bara ekki geta sleppt neinu af þeim uppskriftum sem ég valdi í hana,“ útskýrir Berglind. Berglind Hreiðarsdóttir Bókin nefnist Saumaklúbburinn og var því viðeigandi að hafa heimsóknarkafla í lokin með uppskriftum frá bestu vinkonum höfundarins. Þar fer Berglind í heimsókn í tíu fullbúin heimboð til að gefa fólki hugmyndir að veitingum frá A til-Ö fyrir slík boð. „Síðasti kaflinn í bókinni er tileinkaður þeim. Þar bað ég þær um að setja saman heimboð eins og þær myndu gera ef gesti bæri að garði og þær höfðu alveg frjálst val með uppskriftir. Það var síðan algjörlega frábært hversu ólík heimboðin voru og það var einmitt það sem ég hafði vonast eftir. Þar fékk því hver og ein að njóta sín og er ein vinkona mín er til dæmis með glúteinlausar uppskriftir og önnur með lágkolvetna uppskriftir svo það er einnig hægt að fá hugmyndir fyrir slíkt í bókinni. Það er jú nefnilega oft þannig að einhver sem er að koma í boð til þín er á slíku fæði og þá er gott að geta útbúið eitthvað sem hentar.“ Dass af þrjósku Berglind er þakklát fyrir það hvað hún hefur fengið góð viðbrögð við bókinni, sem komin er í sölu á matarbloggið hennar www.gotteri.is sem og í helstu verslanir. „Það er svo góð tilfinning þegar maður hefur lagt svona hart að sér við ákveðið verkefni að þakklætistilfinningin er sannarlega yndisleg og skemmtileg.“ Hún segist hafa lært af þessu ferli að allt er hægt ef viljinn og „dass af þrjósku“ er fyrir hendi. „Saumaklúbburinn er í raun hefðbundin uppskriftarbók með fjölmörgum uppskriftum. Ég er með mikið af klassískum, nostalgíu uppskriftum í henni og yfir 95 prósent af bókinni eru nýjar og óbirtar uppskriftir svo hún er ansi spennandi. Veislubókin mín hins vegar er nokkurs konar handbók fyrir veislur. Hún er með uppskriftarhugmyndir fyrir mismunandi veislur og mikið af gátlistum og góðum upplýsingum fyrir slíkar.“ Berglind getur ómögulega gert upp á milli og valið uppáhalds uppskrift sína úr bókinni, en valdi að deila með lesendum nýrri uppskrift að Toblerone súkkulaðimús með appelsínukeim. Uppskriftina má finna hér fyrir neðan en á uppskriftarsíðu Berglindar er einnig að finna fjöldann allan af uppskriftum og góðum ráðum. Berglind Hreiðarsdóttir Toblerone Orange Twist Uppskrift dugar í 4-6 lítil glös 280 g Toblerone Orange Twist 80 g smjör 2 egg 300 ml stífþeyttur rjómi (+ um 250 ml til skrauts) Saxað Toblerone til skrauts Appelsínubörkur til skrauts Aðferð Bræðið gróft saxað Toblerone Orange Twist og smjör yfir vatnsbaði. Þegar bráðið er blandan tekin af hitanum og leyft að standa í um 5 mínútur til að hitinn rjúki úr (hrært í af og til). Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel á milli. Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við. Skipt niður í 4-6 glös/skálar (fer eftir stærð) og kælt í lágmark 3 klst (einnig í lagi að plasta og geyma í kæli yfir nótt). Skreytið að lokum með þeyttum rjóma, söxuðu Toblerone Orange Twist og appelsínuberki.
Matur Uppskriftir Eftirréttir Bókaútgáfa Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira