Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 12. nóvember 2020 07:54 Myndin er tekin á Times Square í New York fyrir nokkrum dögum en torgið iðar vanalega iðar af lífi en nú er enda einn helsti ferðamannastaður borgarinnar. Getty/Noam Galai Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Blasio segir að aðgerðirnar séu síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju farsóttarinnar. Samkomutakmörkunum hefur verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi næstkomandi föstudag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir að meðal annars sé ráðist í þessar aðgerðir vegna þess að smitrakning hafi leitt í ljós að fjöldi hópsýkinga hafi komið upp á djamminu í borginni. Today s indicators: 94 patients admitted to the hospital 817 new cases The infection rate 7-day average is 2.52% This is our LAST chance to stop a second wave.We can do it, but we have to act NOW.— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) November 11, 2020 Þá sagði Blasio að ef smitum fjölgi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarið þyrfti að loka grunnskólum borgarinnar og börn þyrftu þá að sinna náminu heima í gegnum netið. „Þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að stöðva næstu bylgju. Við getum gert það en við verðum að grípa til aðgerða núna,“ sagði Blasio. Faraldurinn hefur verið í verulegum vexti í Bandaríkjunum síðustu vikur líkt og víða annars staðar í heiminum. Metfjöldi greindist með veiruna í Bandaríkjunum í gær, eða rúmlega 144 þúsund manns, og þá voru rúmlega 65 þúsund manns inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19. Á rúmri viku hafa meira en 100 þúsund manns greinst smitaðir daglega í Bandaríkjunum sem sérfræðingar segja að sé hærra hlutfall en í fyrstu bylgjunni í vor og sumarbyrjun. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Sjá meira
Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Blasio segir að aðgerðirnar séu síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju farsóttarinnar. Samkomutakmörkunum hefur verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi næstkomandi föstudag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir að meðal annars sé ráðist í þessar aðgerðir vegna þess að smitrakning hafi leitt í ljós að fjöldi hópsýkinga hafi komið upp á djamminu í borginni. Today s indicators: 94 patients admitted to the hospital 817 new cases The infection rate 7-day average is 2.52% This is our LAST chance to stop a second wave.We can do it, but we have to act NOW.— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) November 11, 2020 Þá sagði Blasio að ef smitum fjölgi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarið þyrfti að loka grunnskólum borgarinnar og börn þyrftu þá að sinna náminu heima í gegnum netið. „Þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að stöðva næstu bylgju. Við getum gert það en við verðum að grípa til aðgerða núna,“ sagði Blasio. Faraldurinn hefur verið í verulegum vexti í Bandaríkjunum síðustu vikur líkt og víða annars staðar í heiminum. Metfjöldi greindist með veiruna í Bandaríkjunum í gær, eða rúmlega 144 þúsund manns, og þá voru rúmlega 65 þúsund manns inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19. Á rúmri viku hafa meira en 100 þúsund manns greinst smitaðir daglega í Bandaríkjunum sem sérfræðingar segja að sé hærra hlutfall en í fyrstu bylgjunni í vor og sumarbyrjun.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Sjá meira