Á von á jafn góðum fréttum af öðru bóluefni á næstu dögum Birgir Olgeirsson skrifar 11. nóvember 2020 20:16 Anthony Fauci. Vísir/Getty Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Þetta hefur Financial Times eftir Fauci en hann segir að Moderna muni byrja að meta niðurstöður úr þriðja fasa prófana sinna á næstu sjö dögum. Fauci segir að það muni koma honum á óvart ef niðurstöður Moderna verði ekki svipaðar og þær sem bóluefnaframleiðandinn Pfizer birti á mánudag. Pfizer sagði að rannsóknir hefðu sýnt fram á 90 prósenta virkni þeirra bóluefnis. Pfizer framleiðir RNA-bóluefni en það gerir Moderna einnig. Fauci sagði að bóluefni þessara tveggja framleiðenda væri nánast eins, þess vegna myndi það koma á óvart ef niðurstöðurnar verða ekki svipaðar. „Okkur var tjáð að þeir muni hefja sama mat á næstu dögum líkt og Pfizer gerði í síðustu viku,” er haft eftir Fauci. Fauci leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem vinnur með Moderna að þróun bóluefnis. Þar að auki er haft eftir honum að hann hafi ekki búist við jafn góðum niðurstöðum og Pfizer sýndi fram á. Fái Pfizer leyfi til að setja bóluefni sitt á markað verður það fyrsta RNA-bóluefnið sem verður skráð. Fauci segir það ekki aðeins risa skref í baráttunni við kórónuveiruna, heldur einnig risa skref fyrir bóluefnaþróun í heild. Þess má geta að Moderna er einn af sex bóluefnaframleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Það tryggir Íslandi aðgengi að Moderna-bóluefninu ef það fær leyfi. Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hefði náð samningum við Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta, og með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Einnig hefurEvrópusambandið samið við Astrazenica, sem framleiðir bóluefni með Oxford háskólanum í Bretlandi. Búist er við niðurstöðum frá því fyrirtæki á næstu vikum. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, á von á að niðurstöður úr prófunum á kórónuveirubóluefni bandaríska framleiðandans Moderna verði svipaðar og hjá Pfizer. Þetta hefur Financial Times eftir Fauci en hann segir að Moderna muni byrja að meta niðurstöður úr þriðja fasa prófana sinna á næstu sjö dögum. Fauci segir að það muni koma honum á óvart ef niðurstöður Moderna verði ekki svipaðar og þær sem bóluefnaframleiðandinn Pfizer birti á mánudag. Pfizer sagði að rannsóknir hefðu sýnt fram á 90 prósenta virkni þeirra bóluefnis. Pfizer framleiðir RNA-bóluefni en það gerir Moderna einnig. Fauci sagði að bóluefni þessara tveggja framleiðenda væri nánast eins, þess vegna myndi það koma á óvart ef niðurstöðurnar verða ekki svipaðar. „Okkur var tjáð að þeir muni hefja sama mat á næstu dögum líkt og Pfizer gerði í síðustu viku,” er haft eftir Fauci. Fauci leiðir sóttvarnastofnun Bandaríkjanna sem vinnur með Moderna að þróun bóluefnis. Þar að auki er haft eftir honum að hann hafi ekki búist við jafn góðum niðurstöðum og Pfizer sýndi fram á. Fái Pfizer leyfi til að setja bóluefni sitt á markað verður það fyrsta RNA-bóluefnið sem verður skráð. Fauci segir það ekki aðeins risa skref í baráttunni við kórónuveiruna, heldur einnig risa skref fyrir bóluefnaþróun í heild. Þess má geta að Moderna er einn af sex bóluefnaframleiðendum sem Evrópusambandið hefur samið við. Það tryggir Íslandi aðgengi að Moderna-bóluefninu ef það fær leyfi. Evrópusambandið tilkynnti í dag að það hefði náð samningum við Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta, og með möguleika á 100 milljónum skammta til viðbótar. Einnig hefurEvrópusambandið samið við Astrazenica, sem framleiðir bóluefni með Oxford háskólanum í Bretlandi. Búist er við niðurstöðum frá því fyrirtæki á næstu vikum.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01 Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28 Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Fólkið sem WHO vill að verði bólusett fyrst Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) birti í október ráðgefandi lista yfir þá hópa sem ættu að vera í forgangi við bólusetningu fyrir kórónuveirunni. 11. nóvember 2020 16:01
Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19. 11. nóvember 2020 12:28
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Opinbera niðurstöður bóluefnistilrauna seinna í mánuðinum Lyfjafyrirtækið Moderna Inc. segir að það muni opinbera niðurstöður úr fjölmennum prófunum á bóluefni fyrirtækisins seinna í þessum mánuði. 11. nóvember 2020 14:25