Telur einfalda skimun á landamærum „glapræði“ Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2020 19:52 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Almannavarnir Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Glapræði væri að slaka á skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands, að mati eins höfunda tölfræðilíkans Háskóla Íslands um þróun faraldursins. Hann varar við því að aukinn fjöldi ferðafólks frá svæðum þar sem faraldurinn er í miklum vexti og ferðalög Íslendinga yfir jól geti flutt veiruna inn. Þeim hefur fækkað verulega sem greinast smitaðir af kórónuveirunni á milli daga frá því sem var fyrir nokkrum vikum áður en stjórnvöld gripu til harðari aðgerða til að hamla útbreiðslu faraldursins. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að enn sé búist við því að faraldurinn haldi áfram í rénun þrátt fyrir smærri hópsýkingar sem hafa komið upp. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni varaði Thor þó við að flökt í tölum á milli daga skapaði óvissu. Á mánudag fór fjöldi þeirra sem höfðu greinst smitaðir niður í ellefu en í gær voru þeir 26. Svonefnt öryggisbil í smitstuðli væri enn of vítt og því þyrfti fólk enn að passa sig. Von er á nýju spálíkani frá Háskóla Íslands á morgun. „Við getum ekki hrósað neinum sigri ennþá. Við erum ennþá með þessi öryggisbil á smitstuðlinum rétt í kringum einn sem þýðir að faraldurinn gæti vaxið. Það er bara ekkert útilokað,“ sagði Thor. Hertar aðgerðir sem gripið var til 31. október hafa borið árangur, að mati Thors. Það sjáist ekki síst á því að Ísland sé nú í þeirri sérstöku stöðu að tíðni nýsmita dregst hér saman á meðan hún eykst mikið í löndunum í kringum okkur. Vísaði Thor sérstaklega á Svíþjóð og Pólland þar sem faraldurinn er í örum vexti. Í því ljósi sagðist hann hafa áhyggjur af ferðalögum Íslendinga og annarra í kringum jólin. Áfram verði að fylgjast vel með þróuninni í kringum mánaðamótin næstu. Varaði hann eindregið við því að slaka á aðgerðum á landamærum þar sem reglur hafa verið um tvöfalda skimun fólks sem kemur til landsins. „Tvöföld skimun sleppir eiginlega engu í gegn, það er algerlega klárt. Einföld skimun væri algert glapræði. Ef það koma margir inn frá löndum þar sem er mikil tíðni […] þá er bara þessi hætta fyrir hendi að það komist inn smit. Ef það aukast ferðalög í kringum jólin eykst þessi hætta. Við veðrum bara að vera á varði gagnvart þessu,“ sagði Thor.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14 Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08 26 innanlandssmit í gær 26 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 11. nóvember 2020 10:54 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Undirbúningur hafinn að afléttingu neyðarstigs Undirbúningur er hafinn á Landspítalanum við afléttingu neyðarstigs á spítalanum og er stefnt að því að færa spítalann niður af neyðarstigi og á hættustig á morgun. 11. nóvember 2020 17:14
Eltast við lítilsháttar hópsýkingar 26 greindust með Covid-19 á landinu í gær en ekki hafa fleiri smit greinst á landinu síðan á fimmtudag. 11. nóvember 2020 13:08