Miklir lubbar á ferðinni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. nóvember 2020 21:01 Fjóla Valdís er ein þeirra fjölmörgu sem hefur ekkert fengið að vinna síðustu vikurnar út af samkomutakmörkunum. Vísir/Einar Fimm vikna lokun hárgreiðslustofa hefur tekið á starfsfólk sem vonast til að mega fara að klippa aftur eftir helgina, enda sé ekki vanþörf á. Þetta er í annað sinn á árinu sem hárgreiðslustofum er lokað vegna kórónuveirufaraldursins en í fyrri bylgju faraldursins var þeim lokað í sex vikur. Það hefur reynt á marga sem þar starfa að komast ekki í vinnuna vikum saman. „Fólk er þreytt á að hafa ekkert fyrir stafni,“ segir Fjóla Valdís Árnadóttir rekstrarstjóri Barbarans og að margir upplifi eirðarleysi. Þær reglur sem nú eru í gildi gilda fram á þriðjudag og óvíst hvað tekur við að þeim loknum. Sóttvarnalæknir undirbýr nú nýtt minnisblað sem hann ætlar að senda til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um framhald sóttvarnaraðgerða. Hann hefur þó sagt að hann vilji fara hægt í að aflétta þeim takmörkunum sem í gildi eru. Breyta um stíl Fjóla segir hárgreiðslufólki finnast misræmi í því að hægt sé til að mynda að fara í sjúkraþjálfun en ekki í klippingu þó starfsfólk þar sé með grímur og jafnvel í hönskum. „Við skiljum það ekki alveg af því að sóttvarnir eru góðar hjá hárgreiðslufólki. Þetta skýtur dálítið skökku við.“ Fjóla vonast til að hægt verði að byrja að klippa aftur í næstu viku og segir marga bíða eftir að komast í klippingu. „Miklir lubbar á ferðinni og manni hlakkar mikið til að fara að klippa aftur. Svo er líka svo spennandi. Af því að í fyrri bylgjunni, að þegar fólk kom í klippingu, að þá sem sagt var það komið með svo mikið hár að það fór að breyta um stíl og það svona hafði alltaf verið með stutt og fór að vera með lengra og breyta til og það er svo skemmtilegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Fimm vikna lokun hárgreiðslustofa hefur tekið á starfsfólk sem vonast til að mega fara að klippa aftur eftir helgina, enda sé ekki vanþörf á. Þetta er í annað sinn á árinu sem hárgreiðslustofum er lokað vegna kórónuveirufaraldursins en í fyrri bylgju faraldursins var þeim lokað í sex vikur. Það hefur reynt á marga sem þar starfa að komast ekki í vinnuna vikum saman. „Fólk er þreytt á að hafa ekkert fyrir stafni,“ segir Fjóla Valdís Árnadóttir rekstrarstjóri Barbarans og að margir upplifi eirðarleysi. Þær reglur sem nú eru í gildi gilda fram á þriðjudag og óvíst hvað tekur við að þeim loknum. Sóttvarnalæknir undirbýr nú nýtt minnisblað sem hann ætlar að senda til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um framhald sóttvarnaraðgerða. Hann hefur þó sagt að hann vilji fara hægt í að aflétta þeim takmörkunum sem í gildi eru. Breyta um stíl Fjóla segir hárgreiðslufólki finnast misræmi í því að hægt sé til að mynda að fara í sjúkraþjálfun en ekki í klippingu þó starfsfólk þar sé með grímur og jafnvel í hönskum. „Við skiljum það ekki alveg af því að sóttvarnir eru góðar hjá hárgreiðslufólki. Þetta skýtur dálítið skökku við.“ Fjóla vonast til að hægt verði að byrja að klippa aftur í næstu viku og segir marga bíða eftir að komast í klippingu. „Miklir lubbar á ferðinni og manni hlakkar mikið til að fara að klippa aftur. Svo er líka svo spennandi. Af því að í fyrri bylgjunni, að þegar fólk kom í klippingu, að þá sem sagt var það komið með svo mikið hár að það fór að breyta um stíl og það svona hafði alltaf verið með stutt og fór að vera með lengra og breyta til og það er svo skemmtilegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Gripinn á 130 á 80-götu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Sjá meira
Faraldurinn hægt og bítandi á niðurleið Ellefu greindust með kórónuveiruna í gær en tilfellin hafa ekki verið jafnfá á einum sólarhring í tæpa tvo mánuði. Sóttvarnalæknir segir að fara þurfi hægt í afléttingu sóttvarnaraðgerða. 10. nóvember 2020 17:25
„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08
Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun 6. október 2020 23:25