Aðgengi Íslands að bóluefni Pfizer tryggt Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:28 Pfizer-bóluefnið er eitt rúmlega tíu bóluefna sem eru á lokastigi prófana. Niðurstöður sem birtar voru í fyrradag benda til þess að efnið veiti 90% vörn gegn veirunni. Jakub Porzycki/NurPhoto/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirritaði í dag samning við lyfjafyrirtækið Pfizer um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins við Covid-19, með möguleika á 100 milljón skömmtum til viðbótar. Íslandi er tryggður sami aðgangur og aðildarríkjum ESB að bóluefnum sem sambandið semur um. Aðgengi Íslands að bóluefninu hefur þar með verið tryggt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og vísað í tilkynningu framkvæmdastjórnar ESB um undirritun samningsins. Í síðarnefndu tilkynningunni segir að aðildarríki ESB geti ráðstafað bóluefninu sem þau fá úthlutað eins og þau vilja; gefið það fátækari ríkjum eða öðrum Evrópuríkjum. Evrópusambandið hefur þegar undirritað samninga um kaup og framleiðslu á bóluefni við lyfjafyrirtækin AstraZeneca, Sanofi-GSK og Janssen Pharmaceutica NV. Þá sé „árangursríkum viðræðum“ við lyfjafyrirtækin CureVac og Moderna einnig lokið. „Þetta fjölbreytta litróf bóluefna mun tryggja það að Evrópa verði vel undirbúin fyrir bólusetningu þegar sannreynt er að bóluefnin séu örugg og virki sem skyldi,“ segir í tilkynningu. „Frábærar fréttir!“ Heimsbyggðin tók sannkallað viðbragð þegar tilkynnt var í fyrradag að lyfjafyrirtækið Pfizer, ásamt fyrirtækinu BioNTech, hefði þróað bóluefni með 90 prósent virkni, sem var fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Þá bendi flest til þess að efnið sé öruggt. Komið hefur fram að allt kapp verði lagt á að koma efninu á markað eins fljótt og hægt er. Þannig mun Pfizer sækja um neyðarleyfi í Bandaríkjunum svo hægt verði að gefa bóluefnið viðkvæmum hópum og framlínufólki. Horft hefur verið til þess að það verði gert strax um áramótin, sem Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur líklegt að gangi eftir. „Mér skilst að það séu líkur á að þeir fái leyfi Bandarísku lyfjastofnunarinnar innan tveggja vikna eða svo,“ sagði Kári í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í færslu á Facebook-síðu sinni nú fyrir skömmu að undirritun samningsins í dag séu frábærar fréttir. Svandís sagði í samtali við fréttastofu í gær að stjórnvöld hér á landi verði tilbúin fyrir bólusetningu gegn kórónuveirunni í byrjun næsta árs. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonast til þess að bólusetning geti hafist þá, reynist bóluefnið öruggt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Evrópusambandið Tengdar fréttir Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51 Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01 Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00 Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Líkur á að Pfizer fái leyfi innan tveggja vikna Kári Stefánsson telur enga ástæðu til að óttast RNA-bóluefni sem eru ný af nálinni. Viðkvæmni bóluefnisins vegna hita sé auðleysanlegt vandamál. 10. nóvember 2020 17:51
Bjarga heiminum frá gullnámunni Ef allt gengur að óskum verða a.m.k. 50 milljón skammtar af Covid-19 bóluefninu BNT162b2 framleiddir fyrir árslok og 1,3 milljarðar skammta á árinu 2021. Tilraunir með bóluefnið lofa góðu en saga þess er um margt merkileg, ekki síst sú staðreynd að „höfundar“ bóluefnisins eru börn tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. 10. nóvember 2020 15:01
Verða tilbúin fyrir bólusetningar í byrjun næsta árs Heilbrigðisráðherra segir fregnir sem bárust af „þáttaskilum“ í þróun bóluefnis í gær ljós í myrkrinu. 10. nóvember 2020 14:00
Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. 10. nóvember 2020 11:58