Þúsundir flýja undan átökum í Eþíópíu Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2020 11:41 Íbúar Eþíópíu lesa um átökin í Tigrayhéraði í dagblöðum. Takmarkaðar upplýsingar berast þaðan. AP/Samuel Habtab Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. Þess vegna hafa litlar fregnir borist af átökunum. Mannréttindasamtök segja þar að auki að búið sé að handtaka blaðamenn sem hafa reynt að ferðast til Tigray. Þrátt fyrir það hafa fregnir borist af því hundruð hafi fallið í átökunum, samkvæmt fréttum Reuters fréttaveitunnar. Um fimm milljónir manna búa í Tigray en þar er mikið fjallendi. Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Dr. Debretsion Gebremichael er forseti Tigray.EPA/STR Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir yfirmaður flóttamannastofnunar Súdan að meðal þeirra sem hafi flúið þangað frá Eþíópíu séu hermenn. Minnst 2.500 flóttamenn hafi verið skráðir á undanförnum tveimur dögum og enn eigi eftir að skrá nokkur hundruð til viðbótar. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að um sjö þúsund manns hafi flúið til Súdan og óttast sé að þeim muni fjölga verulega. Abiy ákvað fyrr í vikunni að gera ætti loftárásir í héraðinu og sagði hann að um löggæsluaðgerðir væri að ræða. Hann hefur neitað að hefja viðræður við Frelsisfylkinguna, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og aðrir aðilar hafa kallað eftir vopnahléi en Abyiy er sagður staðráðinn í því að brjóta Frelsisfylkinguna á bak aftur. Í tístum sem hann birti í gær hét Abyiy því að leiðtogum Frelsisfylkingarinnar yrði refsað. Eþíópía Súdan Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Sjá meira
Þúsundir íbúa Eþíópíu hafa flúið til Súdan vegna átaka í Tigrayhéraði á milli hersveita ríkisstjórnarinnar og ráðandi fylkinga í héraðinu. Utanaðkomandi aðilum er ekki hleypt í héraðið og búið er að loka á samskipti þaðan. Þess vegna hafa litlar fregnir borist af átökunum. Mannréttindasamtök segja þar að auki að búið sé að handtaka blaðamenn sem hafa reynt að ferðast til Tigray. Þrátt fyrir það hafa fregnir borist af því hundruð hafi fallið í átökunum, samkvæmt fréttum Reuters fréttaveitunnar. Um fimm milljónir manna búa í Tigray en þar er mikið fjallendi. Stjórnarflokkurinn í Tigray, Frelsisfylkingin, var áður með tögl og hagldir í eþíópískum stjórnmálum, en hefur orðið sífellt jaðarsettari í landinu frá því að Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra Eþíópíu árið 2018. Dr. Debretsion Gebremichael er forseti Tigray.EPA/STR Abiy hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir vinnu sína við að binda endi á áralöng átök Eþíópíu og Erítreu. Í samtali við AFP fréttaveituna segir yfirmaður flóttamannastofnunar Súdan að meðal þeirra sem hafi flúið þangað frá Eþíópíu séu hermenn. Minnst 2.500 flóttamenn hafi verið skráðir á undanförnum tveimur dögum og enn eigi eftir að skrá nokkur hundruð til viðbótar. Sameinuðu þjóðirnar segja þó að um sjö þúsund manns hafi flúið til Súdan og óttast sé að þeim muni fjölga verulega. Abiy ákvað fyrr í vikunni að gera ætti loftárásir í héraðinu og sagði hann að um löggæsluaðgerðir væri að ræða. Hann hefur neitað að hefja viðræður við Frelsisfylkinguna, þvert á ráðleggingar Sameinuðu þjóðanna og nágrannaríkja. Sameinuðu þjóðirnar, Afríkubandalagið og aðrir aðilar hafa kallað eftir vopnahléi en Abyiy er sagður staðráðinn í því að brjóta Frelsisfylkinguna á bak aftur. Í tístum sem hann birti í gær hét Abyiy því að leiðtogum Frelsisfylkingarinnar yrði refsað.
Eþíópía Súdan Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila