Vangaveltur um að „síðasti dansinn“ hjá Ronaldo og Messi gæti orðið í Manchester Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 12:00 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi börðust á Spáni í níu tímabil með Real Madrid og Barcelona. Getty/ Victor Carretero Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020 Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Bestu fótboltamenn heims hafa verið orðaðir við Manchester liðin að undanförnu sem hljómar afar vel í eyrum margra fótboltaáhugamanna. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt magnaða fótboltaferla og eru báðir enn að spila í hæsta klassa þrátt fyrir að árin séu að færast yfir þá. Það deilir hins vegar enginn um það að það styttist í annan endann á ferli þessara lifandi goðsagna. Hver veit nema að lokaglíma þeirra um „yfirráðin“ í knattspyrnuheiminum fari fram í Manchester borg og þá sem leikmenn nágrannaliðanna Manchester United og Manchester City. Slíkir draumar flæða yfir samfélagsmiðla í dag eftir að Ronaldo var orðaður aftur við Manchester United. Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa nefnilega verið tveir bestu knattspyrnumenn heims í meira en áratug og margir hafa saknað þess tíma þegar þeir börðust með liðum sínum á Spáni. Messi og Ronaldo voru leikmenn erkifjendanna á Spáni í níu tímabil og börðust þar um alla titla hvort sem þeir voru liðatitlar eða einstaklingstitlar. Ronaldo/Man United Messi/Man CityOne last dance - it's written in the stars! https://t.co/m9cyQ73zrz— SPORTbible (@sportbible) November 11, 2020 Ronaldo yfirgaf Real Madrid sumarið 2018 og hefur síðan spilað með Juventus á Ítalíu en Messi er enn hjá Barcelona. Eftir fréttir dagsins að Manchester United vilji fá Cristiano Ronaldo aftur sem og það hversu nálægt Lionel Messi var að fara til Manchester City í haust þá hefur spenna magnast í fótboltaheiminum um síðasti dans þeirra félaga í evrópska fótboltanum gæti orðið í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City mun örugglega reyna að sannfæra Lionel Messi um að koma til félagsins í sumar þegar samningur hans hjá Barcelona rennur út. Cristiano Ronaldo lék með Manchester frá 2003 til 2009 eða frá því hann var átján ára þar til að hann var orðinn einn allra besti fótboltamaður heims 24 ára gamall. Ronaldo er tveimur árum eldri en Messi. Það er þó ekki sjáanlegt inn á fótboltavellinum þar sem Portúgalinn hefur verið magnaður þessi tvö síðustu ár sem Messi hefur á hann. Endi þeir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi fótboltaferla sína sem erkifjendur í bestu deildinni í heimi þá væri það svo sannarlega efni í Netflix heimildarmynd. Það er því ekkert skrýtið þótt að fótboltaáhugafólk á Twitter sé farið að skrifa um „síðasti dansinn“ og vitna í magnaða heimildarmynd um lokatímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Cristiano Ronaldo is 869 days older than Lionel Messi. Ronaldo's son, Cristiano Jr. is 869 days older than Messi's son, Thiago. pic.twitter.com/SvW0jpyA7j— WTF Facts (@mrwtffacts) November 3, 2020
Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira