Bakarar furða sig á OECD Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 18:19 Framkvæmdastjóri OECD segir stofnunina leggja til að lögverndun bakaraiðnar verði afnumin. Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli framkvæmdastjóra OECD þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar. Í yfirlýsingu frá bökurum er vísað til ummæla sem féllu fyrr í dag á kynningarfundi um niðurstöður samkeppnismats OECD á samkeppnishindrunum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Þar sagði Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, stofnunina mæla með afnámi lögverndar bakaraiðnar. Í skýrslunni er vísað til þess að hvergi í Evrópu séu fleiri starfsgreinar lögverndaðar en á Íslandi. Þá segir að of yfirgripsmikil lögverndun geti leitt til hærra verðs til neytenda. Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð OECD. „Ekki er annað hægt en að furða sig á þessum starfsháttum stofnunarinnar sem með þessari tillögu virðist fara langt út fyrir verksvið sitt,“ segir í yfirlýsingunni. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra að skoða þyrfti regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. „Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda,“ sagði Þórdís. „Landssamband bakarameistara bendir á að í íslensku samfélagi er almennt lögð rík áhersla á fagmennsku, gæði, öryggi, neytendavernd og menntun. Kapp er einnig lagt á að auka fjölda iðnmenntaðra og mæta þannig þörf markaðarins fyrir slíkt vinnuafl. Lögverndun iðngreina eru í raun ákveðin undirstaða í þeirri vegferð enda er markmið þeirra að tryggja gæði sem og fagleg og örugg vinnubrögð í iðngreinum,“ segir í yfirlýsingu. „Landssamband bakarameistara fagnar allri umræðu um mikilvægi löggildingar enda er tilgangur þess kerfis að ábyrgjast gæði og fagmennsku. Hins vegar er mikilvægt að sú umræða fari fram á réttum vettvangi en ekki kastað fram með óábyrgum hætti eins og Efnahags- og framfarastofnun OECD leyfir sér að gera.“ Samkeppnismál Neytendur Bakarí Vinnumarkaður Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við ummæli framkvæmdastjóra OECD þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar. Í yfirlýsingu frá bökurum er vísað til ummæla sem féllu fyrr í dag á kynningarfundi um niðurstöður samkeppnismats OECD á samkeppnishindrunum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Þar sagði Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, stofnunina mæla með afnámi lögverndar bakaraiðnar. Í skýrslunni er vísað til þess að hvergi í Evrópu séu fleiri starfsgreinar lögverndaðar en á Íslandi. Þá segir að of yfirgripsmikil lögverndun geti leitt til hærra verðs til neytenda. Landssamband bakarameistara gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð OECD. „Ekki er annað hægt en að furða sig á þessum starfsháttum stofnunarinnar sem með þessari tillögu virðist fara langt út fyrir verksvið sitt,“ segir í yfirlýsingunni. Í viðtali við fréttastofu í dag sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra að skoða þyrfti regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. „Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda,“ sagði Þórdís. „Landssamband bakarameistara bendir á að í íslensku samfélagi er almennt lögð rík áhersla á fagmennsku, gæði, öryggi, neytendavernd og menntun. Kapp er einnig lagt á að auka fjölda iðnmenntaðra og mæta þannig þörf markaðarins fyrir slíkt vinnuafl. Lögverndun iðngreina eru í raun ákveðin undirstaða í þeirri vegferð enda er markmið þeirra að tryggja gæði sem og fagleg og örugg vinnubrögð í iðngreinum,“ segir í yfirlýsingu. „Landssamband bakarameistara fagnar allri umræðu um mikilvægi löggildingar enda er tilgangur þess kerfis að ábyrgjast gæði og fagmennsku. Hins vegar er mikilvægt að sú umræða fari fram á réttum vettvangi en ekki kastað fram með óábyrgum hætti eins og Efnahags- og framfarastofnun OECD leyfir sér að gera.“
Samkeppnismál Neytendur Bakarí Vinnumarkaður Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira