„Nei, það getur ekki verið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2020 14:59 Sigvaldi Björn Guðjónsson vonast til að geta spilað með Íslandi á HM í Egyptalandi í janúar. „Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
„Þetta var alvöru fýluferð en svona er lífið í dag,“ segir Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, sem kom til Íslands til að spila landsleik en var farinn heim aftur 17 klukkutímum síðar. Sigvaldi átti að vera í landsliðinu sem mætti Litáen í Laugardalshöll síðastliðið miðvikudagskvöld. Ekkert varð af því eftir að í ljós kom að liðsfélagi hans hjá Kielce í Póllandi hefði smitast af kórónuveirunni. Þá var Sigvaldi nýkominn á liðshótel Íslands, eins og fram kom í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók við hornamanninn í Seinni bylgjunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Sigvaldi í viðtali „Ég byrjaði bara ferðalagið [til Íslands] klukkan 3 um nóttina frá Póllandi, og var lentur uppi á hóteli um fjögurleytið daginn eftir. Ég náði í HSÍ-töskuna og fór upp á herbergi í einangrun, en 10-15 mínútum seinna fékk ég skilaboð frá Kielce um að það væri smit í liðinu og að við þyrftum allir að fara heim. Þá hugsaði ég bara: „Neiii, það getur ekki verið.“,“ sagði Sigvaldi. Hann flaug svo heim á leið um sjöleytið morguninn eftir og gat ekki tekið þátt í risasigri Íslands á Litáen: „Ég horfði á leikinn og þetta var vel gert hjá þeim. Ég er bara sáttur með sigur.“ Dujshebaev besti þjálfarinn Sigvaldi gekk í raðir pólska stórveldisins Kielce í sumar eftir að hafa verið hjá norska félaginu Elverum. Hjá Kielce er goðsögnin Talant Dujshebaev þjálfari og hann er í miklum metum hjá Sigvalda. Haukur Þrastarson kom einnig til Kielce í sumar en varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné. Sigvaldi og félagar hafa æft síðustu daga en hann segist allt eins reikna með því að gripið verði til hertra sóttvarnaaðgerða í Póllandi á næstunni, og óvíst sé hvað verði um handboltann: „Staðan er ekkert það góð hérna. Það eru alltaf að koma nýjar reglur, fleiri og fleiri smit, svo mig grunar að það fari að koma „lockdown“ hérna í Póllandi. Svo ég veit ekki hvernig þetta verður með handboltann. En ég veit líka ekki neitt hérna, skil ekki neitt, svo ég mæti bara á æfingar og reyni að finna út úr þessu,“ segir Sigvaldi léttur, rétt að byrja að læra pólskuna. Hann er hæstánægður með sitt nýja félag: „Þetta er á allt öðru stigi. Miklu betri leikmenn og alveg sturlaður þjálfari – sá besti sem ég hef verið með. Það hefur bara gengið vel. Við höfum skipt tímanum í horninu, svo ég hef spilað 30 mínútur í öllum leikjum. Mér líður ótrúlega vel hérna, þetta er góður staður og allt í kringum félagið er í toppmálum.“ Saknar Hauks mjög mikið Sigvaldi viðurkennir hins vegar að hann sakni Hauks, sem sinnir sinni endurhæfingu á Íslandi: „Jú, mjög mikið. Það er erfitt að hafa hann ekki. Það var rosalega næs að geta talað saman á íslensku og verið saman í klefanum eftir æfingar og fyrir æfingar. Þetta var mjög svekkjandi, því það var einmitt að koma líf í hann og spilamennskan sem maður þekkir. Þetta var hundleiðinlegt en vonandi kemur hann sterkari til baka. Ég sakna hans mjög mikið.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20 Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12 Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Litháen 36-20 | Leiðin á EM hófst með stórsigri Íslendingar rúlluðu yfir Litháa, 36-20, í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2022 í Laugardalshöllinni í kvöld. 4. nóvember 2020 21:20
Sigvaldi í sóttkví og Arnór kemur aftur inn í landsliðshópinn Guðmundur Guðmundsson hefur þurft að gera enn eina breytinguna á íslenska landsliðshópnum í handbolta. 2. nóvember 2020 12:12