Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2020 12:35 Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Getty Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. „Ég myndi segja að við verðum að aflýsa jólum og áramótum, án nokkurs vafa,“ sagði Lenglet í samtali við útvarpsstöðina RMC. Forstjórinn segir að hefðbundið hátíðarhald í tengslum við jól og áramót í Frakklandi gæti leitt til „gríðarstórs“ kórónuveiruklasasmits þar sem veiran myndi dreifast stjórnlaust milli ættliða og leiða til mikillar, þriðju bylgju faraldursins í landinu. Í lok október kom franska ríkisstjórnin í annað sinn á mjög hörðum takmörkunum, nær algerri lokun landsins, í þeirri von að hefta útbreiðsluna. Stjórnmálamenn hafa margir réttlætt ákvörðunina um hertar aðgerðir með því að þá væri mögulega hægt að halda nokkuð hefðbundin jól. Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Einungis er fjöldinn hærri í Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi. Rúmlega 41 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Áramót Tengdar fréttir Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35 Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. „Ég myndi segja að við verðum að aflýsa jólum og áramótum, án nokkurs vafa,“ sagði Lenglet í samtali við útvarpsstöðina RMC. Forstjórinn segir að hefðbundið hátíðarhald í tengslum við jól og áramót í Frakklandi gæti leitt til „gríðarstórs“ kórónuveiruklasasmits þar sem veiran myndi dreifast stjórnlaust milli ættliða og leiða til mikillar, þriðju bylgju faraldursins í landinu. Í lok október kom franska ríkisstjórnin í annað sinn á mjög hörðum takmörkunum, nær algerri lokun landsins, í þeirri von að hefta útbreiðsluna. Stjórnmálamenn hafa margir réttlætt ákvörðunina um hertar aðgerðir með því að þá væri mögulega hægt að halda nokkuð hefðbundin jól. Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Einungis er fjöldinn hærri í Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi. Rúmlega 41 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Frakklandi frá upphafi faraldursins.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Áramót Tengdar fréttir Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35 Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35
Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31