Sjúkrahúsforstjóri í París hvetur til að jólunum verði aflýst Atli Ísleifsson skrifar 10. nóvember 2020 12:35 Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Getty Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. „Ég myndi segja að við verðum að aflýsa jólum og áramótum, án nokkurs vafa,“ sagði Lenglet í samtali við útvarpsstöðina RMC. Forstjórinn segir að hefðbundið hátíðarhald í tengslum við jól og áramót í Frakklandi gæti leitt til „gríðarstórs“ kórónuveiruklasasmits þar sem veiran myndi dreifast stjórnlaust milli ættliða og leiða til mikillar, þriðju bylgju faraldursins í landinu. Í lok október kom franska ríkisstjórnin í annað sinn á mjög hörðum takmörkunum, nær algerri lokun landsins, í þeirri von að hefta útbreiðsluna. Stjórnmálamenn hafa margir réttlætt ákvörðunina um hertar aðgerðir með því að þá væri mögulega hægt að halda nokkuð hefðbundin jól. Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Einungis er fjöldinn hærri í Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi. Rúmlega 41 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Áramót Tengdar fréttir Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35 Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Julien Lenglet, forstjóri sjúkrahússins Hôpital privé d'Antony í París, hefur hvatt til þess að hátíðahöldum vegna jóla og áramóta verði öllum aflýst í ár vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónuveirunnar á franskt samfélag. „Ég myndi segja að við verðum að aflýsa jólum og áramótum, án nokkurs vafa,“ sagði Lenglet í samtali við útvarpsstöðina RMC. Forstjórinn segir að hefðbundið hátíðarhald í tengslum við jól og áramót í Frakklandi gæti leitt til „gríðarstórs“ kórónuveiruklasasmits þar sem veiran myndi dreifast stjórnlaust milli ættliða og leiða til mikillar, þriðju bylgju faraldursins í landinu. Í lok október kom franska ríkisstjórnin í annað sinn á mjög hörðum takmörkunum, nær algerri lokun landsins, í þeirri von að hefta útbreiðsluna. Stjórnmálamenn hafa margir réttlætt ákvörðunina um hertar aðgerðir með því að þá væri mögulega hægt að halda nokkuð hefðbundin jól. Alls hafa 1,8 milljónir manna greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi frá upphafi faraldursins. Einungis er fjöldinn hærri í Bandaríkjunum, Indlandi, Brasilíu og Rússlandi. Rúmlega 41 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Frakklandi frá upphafi faraldursins.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Áramót Tengdar fréttir Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35 Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Rúmlega 270 létust í gær í Frakklandi vegna Covid 271 létust síðasta sólarhringinn vegna Covid-19 í Frakklandi. Nú hafa alls 40.439 látist af völdum veirunnar þar í landi og hafa tæplega 1,8 milljónir manna greinst smitaðir af veirunni en rúmlega 38 þúsund manns greindust síðasta sólarhringinn. 8. nóvember 2020 20:35
Frakkar skella í lás í annað sinn Hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í Frakklandi munu gilda út nóvember. Þá hafa þýsk stjórnvöld jafnframt ákveðið að grípa til frekari aðgerða. 28. október 2020 20:31