Undirbúningur að bólusetningu að hefjast Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. nóvember 2020 11:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. Hann hvetur fólk þó til að stilla væntingum í hóf. Þá segir hann undirbúning að bólusetningu á Íslandi að hefjast. Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech tilkynntu í gær að bóluefni þeirra gæfi góða raun – um 90 prósent vörn gegn kórónuveirunni miðað við fyrstu niðurstöður. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við eru flestir bjartsýnir á fréttir af þróun bóluefnisins en fyrirtækin sjálf hafa gefið út að vonir séu bundnar við að hægt verði að hefja fyrstu bólusetningar í lok árs. Horfir jafnvel til ársbyrjunar 2021 ef samningar nást Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta ánægjulegar fréttir. Hann bendir þó á að eftirlitsstofnanir eins og Lyfjastofnun Evrópu eigi eftir að fara yfir niðurstöðurnar. „Og svo þurfum við bara að vera með í samningum Evrópusambandsins við Pfizer þannig að við getum tryggt okkur bóluefni eins fljótt og hægt er,“ segir Þórólfur. Þá segir hann erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær farið verði að dreifa bóluefninu. Hann bendir þó á að fyrirtækin segist ætla að framleiða um fimmtíu milljónir skammta á þessu ári og miklu fleiri á því næsta. Hann horfi því jafnvel til ársbyrjunar 2021. „Ef samningar takast við Evrópusambandið, þar sem við erum hluti af því, þá vonast ég til að við getum fengið einhverja skammta fljótlega í byrjun næsta árs.“ Þannig að vonandi gætum við bólusett fyrstu Íslendinga í byrjun næsta árs? „Maður hefur ekkert fyrir sér í því en auðvitað hefur maður vonir um það, ef allt gengur vel. En ég held að við eigum ekki að vera að hefta okkur í slíka tímasetningu of snemma. Ég held við þurfum að anda aðeins djúpt, sjá hvað gerist, og stilla væntingum í hóf. Ég held að það sé best.“ Undirbúningur að fara af stað Þá telur Þórólfur að það ætti ekki að taka svo langan tíma að bólusetja Íslendinga. Það fari þó allt eftir því hvernig þurfi að meðhöndla bóluefnið, hvernig það geymist og við hvaða aðstæður. „En við erum að fara af stað með undirbúning að bólusetningum núna og það þarf að mörgu að hyggja varðandi framkvæmdina þegar að því kemur, skráningu og dreifingu og slíkt. Og ég geri mér vonir um að við veðrum búin að ljúka því núna fyrir lok þessa árs, fyrir áramót, og þá eigum við að vera í startholunum og geta gert þetta eins fljótt og hægt er þegar bóluefnið kemur.“ Þórólfur segir þróunina í bóluefnismálum á „svipuðu plani“ og talað hafi verið um í nokkurn tíma. Hann segir þó að alltaf geti komið bakslag. „En það geta líka komið ánægjulegar fréttir um að bóluefni verði tilbúið, jafnvel fyrr en vði áætluðum, þannig að ég held að við verðum bara að vera undir það búin.“ Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki verið færri í um tvo mánuði. Inntur eftir því hvort hann sjái fyrir sér að leggja til að veirutakmörkunum verði létt segir Þórólfur þróunina ánægjulega en að við þurfum að gæta okkar áfram. Létta þurfi mjög hægt á aðgerðunum til að fá ekki bakslag í faraldurinn. Þá kveðst hann ekki tilbúinn með næsta minnisblað til heilbrigðisráðherra eins og staðan er nú. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Sóttvarnalæknir vonast til að hægt verði að byrja að bólusetja fyrstu Íslendingana gegn kórónuveirunni fljótlega eftir áramót ef samningar takast um kaup á bóluefni. Hann hvetur fólk þó til að stilla væntingum í hóf. Þá segir hann undirbúning að bólusetningu á Íslandi að hefjast. Lyfjafyrirtækin Pfizer og BioNTech tilkynntu í gær að bóluefni þeirra gæfi góða raun – um 90 prósent vörn gegn kórónuveirunni miðað við fyrstu niðurstöður. Sérfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við eru flestir bjartsýnir á fréttir af þróun bóluefnisins en fyrirtækin sjálf hafa gefið út að vonir séu bundnar við að hægt verði að hefja fyrstu bólusetningar í lok árs. Horfir jafnvel til ársbyrjunar 2021 ef samningar nást Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta ánægjulegar fréttir. Hann bendir þó á að eftirlitsstofnanir eins og Lyfjastofnun Evrópu eigi eftir að fara yfir niðurstöðurnar. „Og svo þurfum við bara að vera með í samningum Evrópusambandsins við Pfizer þannig að við getum tryggt okkur bóluefni eins fljótt og hægt er,“ segir Þórólfur. Þá segir hann erfitt að segja til um það nákvæmlega hvenær farið verði að dreifa bóluefninu. Hann bendir þó á að fyrirtækin segist ætla að framleiða um fimmtíu milljónir skammta á þessu ári og miklu fleiri á því næsta. Hann horfi því jafnvel til ársbyrjunar 2021. „Ef samningar takast við Evrópusambandið, þar sem við erum hluti af því, þá vonast ég til að við getum fengið einhverja skammta fljótlega í byrjun næsta árs.“ Þannig að vonandi gætum við bólusett fyrstu Íslendinga í byrjun næsta árs? „Maður hefur ekkert fyrir sér í því en auðvitað hefur maður vonir um það, ef allt gengur vel. En ég held að við eigum ekki að vera að hefta okkur í slíka tímasetningu of snemma. Ég held við þurfum að anda aðeins djúpt, sjá hvað gerist, og stilla væntingum í hóf. Ég held að það sé best.“ Undirbúningur að fara af stað Þá telur Þórólfur að það ætti ekki að taka svo langan tíma að bólusetja Íslendinga. Það fari þó allt eftir því hvernig þurfi að meðhöndla bóluefnið, hvernig það geymist og við hvaða aðstæður. „En við erum að fara af stað með undirbúning að bólusetningum núna og það þarf að mörgu að hyggja varðandi framkvæmdina þegar að því kemur, skráningu og dreifingu og slíkt. Og ég geri mér vonir um að við veðrum búin að ljúka því núna fyrir lok þessa árs, fyrir áramót, og þá eigum við að vera í startholunum og geta gert þetta eins fljótt og hægt er þegar bóluefnið kemur.“ Þórólfur segir þróunina í bóluefnismálum á „svipuðu plani“ og talað hafi verið um í nokkurn tíma. Hann segir þó að alltaf geti komið bakslag. „En það geta líka komið ánægjulegar fréttir um að bóluefni verði tilbúið, jafnvel fyrr en vði áætluðum, þannig að ég held að við verðum bara að vera undir það búin.“ Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki verið færri í um tvo mánuði. Inntur eftir því hvort hann sjái fyrir sér að leggja til að veirutakmörkunum verði létt segir Þórólfur þróunina ánægjulega en að við þurfum að gæta okkar áfram. Létta þurfi mjög hægt á aðgerðunum til að fá ekki bakslag í faraldurinn. Þá kveðst hann ekki tilbúinn með næsta minnisblað til heilbrigðisráðherra eins og staðan er nú.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45 Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23 Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Yfirmaður WHO hlakkar til samstarfsins við stjórn Biden og Harris Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, segist hlakka til að starfa náið með ríkisstjórn Joe Biden, kjörins forseta Bandaríkjanna. 9. nóvember 2020 20:45
Telur að búast megi við fyrstu bóluefnisskömmtunum um áramótin Prófessor í ónæmisfræði segir fréttir af virkni bóluefnis lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech virkilega ánægjulegar. 9. nóvember 2020 17:23
Bóluefnisbylgja skekur hlutabréfamarkaði Markaðir um allan heim hafa tekið kipp í dag eftir að fregnir bárust af „þáttaskilum“ í þróun á kórónuveirubóluefni lyfjafyrirtækjanna Pfizer og BioNTech. 9. nóvember 2020 15:46