Meira en fjórtán mánuðir síðan að Man. City var síðast á toppi deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2020 12:01 Alveg eins og í fyrra þá er lið Manchester City ekki að byrja tímabilið nógu vel og lærisveinar Pep Guardiola er nú þegar sex stigum á eftir toppliði deildarinnar. EPA-EFE/Martin Rickett / Síðustu dagar fyrir landsleikjagluggann voru viðburðaríkir í ensku úrvalsdeildinni þar sem fjögur mismunandi lið sátu meðal annars í toppsætinu á fjórum dögum. Leicester City endaði helgina í efsta sætið og verður þar að minnsta kosti tvær næstu vikur þegar leikmenn eru uppteknir með landsliðum sínum. Áður höfðu Southampton og Tottenham komist á toppinn og Liverpool byrjaði helgina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 19. Wolves - 58 years, 1 months, 3 days 13. West Ham - 14 years, 2 months, 17 days 7. Man City - 1 year, 2 months, 23 days But only one club has NEVER been top Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 9. nóvember 2020 Tottenham komst á toppinn í fyrsta sinn í rúm sex ár og tvo mánuði og Southampton hafði ekki verið á toppnum í 32 ár. Mikið hefur breyst hjá Southampton liðinu sem tapaði 9-0 fyrir Leicester á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Sky Sports reiknaði það út hversu langur tími er liðin síðan að liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag voru síðast í efsta sæti deildarinnar. Öll nema eitt hafa einhvern tímann komist í toppsætið en Brighton & Hove Albion hefur aldrei komist á toppinn í deildinni. Það eru líka meira en 58 ár liðin síðan að Úlfarnir voru þar síðast. Athygli vekur að Manchester City liðið, sem varð Englandsmeistari 2018 og 2019, hefur ekki komist í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í rúma fjórtán mánuði. Það hafa sex önnur félög komist á toppinn á þessum tíma eða Arsenal, Everton, Liverpool, Tottenham, Southampton og Leicester. Jafntefli á heimavelli á móti Liverpool um helgina gerir Manchester City erfiðara um vik að komast á toppinn en lærisveinar Pep Guardiola eru nú sex stigum á eftir toppliði Leicester City og fimm stigum á eftir Liverpool. Nágrannarnir í Manchester United hafa þó þurft að bíða mun lengur eða í næstum því 27 mánuði og Chelsea hefur ekki verið á toppnum í meira en 25 mánuði. Hér fyrir neðan má sjá hversu langt er síðan hvert lið sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar: Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum) Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Síðustu dagar fyrir landsleikjagluggann voru viðburðaríkir í ensku úrvalsdeildinni þar sem fjögur mismunandi lið sátu meðal annars í toppsætinu á fjórum dögum. Leicester City endaði helgina í efsta sætið og verður þar að minnsta kosti tvær næstu vikur þegar leikmenn eru uppteknir með landsliðum sínum. Áður höfðu Southampton og Tottenham komist á toppinn og Liverpool byrjaði helgina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. 19. Wolves - 58 years, 1 months, 3 days 13. West Ham - 14 years, 2 months, 17 days 7. Man City - 1 year, 2 months, 23 days But only one club has NEVER been top Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 9. nóvember 2020 Tottenham komst á toppinn í fyrsta sinn í rúm sex ár og tvo mánuði og Southampton hafði ekki verið á toppnum í 32 ár. Mikið hefur breyst hjá Southampton liðinu sem tapaði 9-0 fyrir Leicester á svipuðum tíma fyrir ári síðan. Sky Sports reiknaði það út hversu langur tími er liðin síðan að liðin í ensku úrvalsdeildinni í dag voru síðast í efsta sæti deildarinnar. Öll nema eitt hafa einhvern tímann komist í toppsætið en Brighton & Hove Albion hefur aldrei komist á toppinn í deildinni. Það eru líka meira en 58 ár liðin síðan að Úlfarnir voru þar síðast. Athygli vekur að Manchester City liðið, sem varð Englandsmeistari 2018 og 2019, hefur ekki komist í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í rúma fjórtán mánuði. Það hafa sex önnur félög komist á toppinn á þessum tíma eða Arsenal, Everton, Liverpool, Tottenham, Southampton og Leicester. Jafntefli á heimavelli á móti Liverpool um helgina gerir Manchester City erfiðara um vik að komast á toppinn en lærisveinar Pep Guardiola eru nú sex stigum á eftir toppliði Leicester City og fimm stigum á eftir Liverpool. Nágrannarnir í Manchester United hafa þó þurft að bíða mun lengur eða í næstum því 27 mánuði og Chelsea hefur ekki verið á toppnum í meira en 25 mánuði. Hér fyrir neðan má sjá hversu langt er síðan hvert lið sat í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar: Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum)
Tími síðan lið ensku úrvalsdeildarinnar voru síðast á toppnum: 20. Brighton - Aldrei 19. Wolves - 58 ár, 1 mánuður, 4 dagar 18. Sheffield United - 49 ár, 34 dagar 17. Burnley - 47 ár, 2 mánuðir, 9 dagar 16. West Brom - 41 ár, 9 mánuðir, 7 dagar 15. Crystal Palace - 41 ár, 1 mánuður, 4 dagar 14. Leeds United - 18 ár, 2 mánuðir, 14 dagar 13. West Ham - 14 ár, 2 mánuðir, 18 dagar 12. Newcastle - 13 ár, 2 mánuðir, 27 dagar 11. Aston Villa - 9 ár, 2 mánuðir, 20 dagar 10. Fulham - 8 ár, 2 mánuðir, 3 dagar 9. Manchester United - 2 ár, 2 mánuðir, 30 dagar 8. Chelsea - 2 ár, 1 mánuður, 19 dagar 7. Manchester City - 1 ár, 2 mánuðir, 24 dagar 6. Arsenal - 52 dagar 5. Everton - 9 dagar 4. Liverpool - 4 dagar 3. Tottenham - 2 dagar 2. Southampton - 2 dagar 1. Leicester - 0 dagar (Á toppnum)
Enski boltinn Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira