Sjáðu vítin þrjú sem Real Madrid fékk á sig og skrautlegt sjálfsmark Varane Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 16:01 Jesús Gil Manzano dæmir þriðju vítaspyrnuna á Real Madrid gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær eftir að hafa kíkt á VAR-skjáinn á hliðarlínunni. getty/Angel Martinez Allt gekk á afturfótunum hjá Real Madrid þegar Spánarmeistararnir töpuðu, 4-1, fyrir Valencia á Mestalla í gær. Carlos Soler skoraði þrennu fyrir Valencia en öll mörkin komu af vítapunktinum. Þá gerði Raphaël Varane, varnarmaður Real Madrid, afar klaufalegt sjálfsmark. Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir Real Madrid en Karim Benzema kom meisturum yfir með skoti fyrir utan vítateig á 23. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Valencia fyrsta vítið sitt eftir að boltinn fór í hönd Lucas Vázquez innan vítateigs. Thibaut Courtois varði víti Soler, hann tók frákastið, skaut í stöng og Yunus Musah, Bandaríkjamaðurinn ungi, skoraði svo. Hins vegar þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Musah var kominn inn í vítateiginn þegar Soler sparkaði í boltann. Soler fór aftur á punktinn og skoraði að þessu sinni. Á markamínútunni svokölluðu, þeirri fertugustuogþriðju, skoraði Varane afar slysalegt sjálfsmark og kom Valencia yfir, 2-1. Á 51. mínútunni fengu heimamenn annað víti eftir að Marcelo braut á Maxi Gómez innan teigs. Soler skoraði sitt annað mark úr vítinu. Aðeins átta mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, boltann í höndina innan teigs og eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi dæmdi Jesús Gil Manzano þriðja vítið. Soler fór enn einu sinni á punktinn og skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Valencia. Real Madrid er í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Madrídingar eiga reyndar leik til góða á Baskana. Valencia er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Klippa: Valencia 4-1 Real Madrid Spænski boltinn Tengdar fréttir Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá Real Madrid þegar Spánarmeistararnir töpuðu, 4-1, fyrir Valencia á Mestalla í gær. Carlos Soler skoraði þrennu fyrir Valencia en öll mörkin komu af vítapunktinum. Þá gerði Raphaël Varane, varnarmaður Real Madrid, afar klaufalegt sjálfsmark. Leikurinn byrjaði reyndar vel fyrir Real Madrid en Karim Benzema kom meisturum yfir með skoti fyrir utan vítateig á 23. mínútu. Sex mínútum síðar fékk Valencia fyrsta vítið sitt eftir að boltinn fór í hönd Lucas Vázquez innan vítateigs. Thibaut Courtois varði víti Soler, hann tók frákastið, skaut í stöng og Yunus Musah, Bandaríkjamaðurinn ungi, skoraði svo. Hins vegar þurfti að endurtaka spyrnuna þar sem Musah var kominn inn í vítateiginn þegar Soler sparkaði í boltann. Soler fór aftur á punktinn og skoraði að þessu sinni. Á markamínútunni svokölluðu, þeirri fertugustuogþriðju, skoraði Varane afar slysalegt sjálfsmark og kom Valencia yfir, 2-1. Á 51. mínútunni fengu heimamenn annað víti eftir að Marcelo braut á Maxi Gómez innan teigs. Soler skoraði sitt annað mark úr vítinu. Aðeins átta mínútum síðar fékk Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, boltann í höndina innan teigs og eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi dæmdi Jesús Gil Manzano þriðja vítið. Soler fór enn einu sinni á punktinn og skoraði sitt þriðja mark og fjórða mark Valencia. Real Madrid er í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Real Sociedad. Madrídingar eiga reyndar leik til góða á Baskana. Valencia er í 9. sæti deildarinnar með ellefu stig. Klippa: Valencia 4-1 Real Madrid
Spænski boltinn Tengdar fréttir Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Valencia gekk frá Real í vítaspyrnudrama Valencia skellti Real Madrid 4-1 er liðin mættust í síðasta leik umferðarinnar í spænska boltanum. 8. nóvember 2020 21:56