Georgíumenn mótmæla niðurstöðu þingkosninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 17:41 Georgíumenn mótmæltu niðurstöðu þingkosninga í dag. Vísir/EPA Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september. Georgía Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september.
Georgía Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira