Georgíumenn mótmæla niðurstöðu þingkosninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 17:41 Georgíumenn mótmæltu niðurstöðu þingkosninga í dag. Vísir/EPA Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september. Georgía Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september.
Georgía Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira