Georgíumenn mótmæla niðurstöðu þingkosninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2020 17:41 Georgíumenn mótmæltu niðurstöðu þingkosninga í dag. Vísir/EPA Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september. Georgía Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Mótmælendur krefjast þess að nýjar kosningar verði haldnar, en stjórnarandstöðuflokkarnir hafa neitað að viðurkenna kosninganiðurstöðurnar. Kjörstjórn landsins lýsti því yfir að stjórnarflokkurinn Georgískur draumur (e. Georgian Dream) hafi hlotið 48,23 prósent atkvæða og að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Sameinaða þjóðarhreyfingin (e. United National Movement), hafi hlotið 27,18 prósent atkvæða. Eftir að niðurstöður lágu fyrir um yfirgnæfandi sigur Georgíska draumsins, sem gaf honum umboð til stjórnarmyndunar, ákváðu átta stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal Sameinaða þjóðarhreyfingin, að sniðganga þingið. Stjórnarandstaðan hefur sakað stjórnarflokkinn og stuðningsmenn hans um að hafa keypt sér atkvæði, hafa hótað kjósendum og eftirlitsmönnum kosninganna og að hafa svindlað við talningu atkvæða. Leiðtogar Georgíska draumsins hafa neitað þeim ásökunum. „Þessi stjórn er ólögmæt… þessar kosninganiðurstöður eru ólögmætar,“ sagði Nika Melia, leiðtogi Sameinuðu þjóðarhreyfingarinnar, í ávarpi sem hún flutti fyrir mótmælendur. Tekið er fram í frétt Reuters að flestir þeirra hafi borið grímur fyrir vitum vegna faraldurs kórónuveiru. Meira en 30 stjórnarandstöðuflokkar tóku saman höndum og gáfu Bidzina Ivanishvili, stofnanda Georgíska draumsins og auðugasta manni landsins, frest til sunnudagskvölds til þess að reka Tamar Zhvania, yfirmann kjörstjórnar og boða nýjar kosningar. Enn hafa engin svör borist frá Ivanishvili eða ríkisstjórninni. Gagnrýnendur segja að Ivanishvili, sem fer ekki með neina opinbera stöðu í landinu, stjórni því á bak við tjöldin. Georgíski draumurinn hefur neitað þeim ásökunum en flokkurinn hefur verið í meirihluta síðustu tvö kjörtímabil. Hagkerfi landsins hefur átt erfitt uppdráttar frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Þá hefur útgöngubann í stærstu borgum landsins verið boðað sem tekur gildi á mánudag en mikil aukning hefur verið í greiningu smita frá því snemma í september.
Georgía Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira